Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2025 14:48 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Vísir Kvika banki og Landsbankinn gengu í dag frá kaupum Landsbankans á 100 prósentum hlutafjár TM trygginga hf. Afhending á tryggingafélaginu fór fram samhliða því og greiddi Landsbankinn Kviku banka umsamið kaupverð við afhendingu. Með kaupverðsaðlögun nemur verðið 32,3 milljörðum króna en gæti enn tekið breytingum. Í tilkynningu Kviku til Kauphallar segir að endanlegt kaupverð verði aðlagað miðað við breytingar á efnislegu eigin fé TM frá upphafi árs 2024 til afhendingardags, sem sé í dag, 28. febrúar 2025. Munu leggja til sérstaka arðgreiðslu Umsamið kaupverð sé 28,6 ma.kr. en aðlagað kaupverð nemi um 32,3 milljörðum króna með kaupverðsaðlögun ársins 2024, sem hafi nú verið greitt til Kviku banka. Kaupverðið muni taka frekari breytingum þar sem breyting á efnislegu eigin fé TM frá áramótum til afhendingardags muni bætast við eða dragast frá endanlegu kaupverði. Stjórn Kviku banka muni leggja til á aðalfundi bankans þann 26. mars næstkomandi sérstaka arðgreiðslu til hluthafa bankans og sú tillaga verði birt samhliða öðrum tillögum stjórnar til aðalfundar eigi síðar en þann 5. mars næstkomandi. Mikilvægt skref í að skerpa á kjarnastarfseminni „Það er ánægjulegt að kaup Landsbankans á TM séu gengin í gegn en með sölunni erum við að stíga mikilvæg skref í þá átt að skerpa á kjarnastarfsemi okkar. Markmið okkar er að sækja fram á nýja markaði með framúrskarandi vörur og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar og gerum við ráð fyrir að nýta hluta kaupverðsins í þá vegferð. Ég vil þakka stjórnendum og starfsfólki TM kærlega fyrir ánægjulegt og gott samstarf og óska þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku. Landsbankinn og TM séu betri saman Landsbankinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu um viðskiptin undir yfirskriftinni Landsbankinn og TM eru betri saman! Þar kemur fram að TM verði rekið sem dótturfélag bankans. „TM er öflugt tryggingafélag með frábæru starfsfólki sem býr yfir mikilli þekkingu á tryggingamarkaði. Við hlökkum til að vinna með starfsfólki TM að því að þróa spennandi nýjungar. Saman búa Landsbankinn og TM yfir öflugu þjónustu- og söluneti, hvort sem er í gegnum reynslumikið starfsfólk, stafrænar lausnir eða í útibúum um allt land,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Stjórnendur bankans sjái fyrir sér gott aðgengi viðskiptavina að vörum og þjónustu beggja félaga, sem skapi bankanum og TM mörg tækifæri til sóknar. Þeir telji auk þess að kaup bankans á TM muni hafa jákvæð áhrif á rekstur bankans, fjölga tekjustoðum og auka ávinning eigenda bankans til framtíðar. Lilja Björk og Birkir eru spennt fyrir samstarfinu.Landsbankinn „Við hjá TM erum virkilega spennt að ganga til liðs við Landsbankann. Viðskiptavinir Landsbankans hafa um árabil verið meðal ánægðustu viðskiptavina á íslenskum bankamarkaði og TM hefur á undanförnum misserum stigið afgerandi skref í átt að sama marki á tryggingamarkaði. Ég er sannfærður um að þegar við snúum bökum saman munu TM og Landsbankinn veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi alhliða fjármálaþjónustu, hjálpa þeim að vaxa og dafna og grípa þá þegar áföll verða,“ er haft eftir Birki Jóhannssyni, forstjóra TM. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Landsbankans barst. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Í tilkynningu Kviku til Kauphallar segir að endanlegt kaupverð verði aðlagað miðað við breytingar á efnislegu eigin fé TM frá upphafi árs 2024 til afhendingardags, sem sé í dag, 28. febrúar 2025. Munu leggja til sérstaka arðgreiðslu Umsamið kaupverð sé 28,6 ma.kr. en aðlagað kaupverð nemi um 32,3 milljörðum króna með kaupverðsaðlögun ársins 2024, sem hafi nú verið greitt til Kviku banka. Kaupverðið muni taka frekari breytingum þar sem breyting á efnislegu eigin fé TM frá áramótum til afhendingardags muni bætast við eða dragast frá endanlegu kaupverði. Stjórn Kviku banka muni leggja til á aðalfundi bankans þann 26. mars næstkomandi sérstaka arðgreiðslu til hluthafa bankans og sú tillaga verði birt samhliða öðrum tillögum stjórnar til aðalfundar eigi síðar en þann 5. mars næstkomandi. Mikilvægt skref í að skerpa á kjarnastarfseminni „Það er ánægjulegt að kaup Landsbankans á TM séu gengin í gegn en með sölunni erum við að stíga mikilvæg skref í þá átt að skerpa á kjarnastarfsemi okkar. Markmið okkar er að sækja fram á nýja markaði með framúrskarandi vörur og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar og gerum við ráð fyrir að nýta hluta kaupverðsins í þá vegferð. Ég vil þakka stjórnendum og starfsfólki TM kærlega fyrir ánægjulegt og gott samstarf og óska þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku. Landsbankinn og TM séu betri saman Landsbankinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu um viðskiptin undir yfirskriftinni Landsbankinn og TM eru betri saman! Þar kemur fram að TM verði rekið sem dótturfélag bankans. „TM er öflugt tryggingafélag með frábæru starfsfólki sem býr yfir mikilli þekkingu á tryggingamarkaði. Við hlökkum til að vinna með starfsfólki TM að því að þróa spennandi nýjungar. Saman búa Landsbankinn og TM yfir öflugu þjónustu- og söluneti, hvort sem er í gegnum reynslumikið starfsfólk, stafrænar lausnir eða í útibúum um allt land,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Stjórnendur bankans sjái fyrir sér gott aðgengi viðskiptavina að vörum og þjónustu beggja félaga, sem skapi bankanum og TM mörg tækifæri til sóknar. Þeir telji auk þess að kaup bankans á TM muni hafa jákvæð áhrif á rekstur bankans, fjölga tekjustoðum og auka ávinning eigenda bankans til framtíðar. Lilja Björk og Birkir eru spennt fyrir samstarfinu.Landsbankinn „Við hjá TM erum virkilega spennt að ganga til liðs við Landsbankann. Viðskiptavinir Landsbankans hafa um árabil verið meðal ánægðustu viðskiptavina á íslenskum bankamarkaði og TM hefur á undanförnum misserum stigið afgerandi skref í átt að sama marki á tryggingamarkaði. Ég er sannfærður um að þegar við snúum bökum saman munu TM og Landsbankinn veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi alhliða fjármálaþjónustu, hjálpa þeim að vaxa og dafna og grípa þá þegar áföll verða,“ er haft eftir Birki Jóhannssyni, forstjóra TM. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Landsbankans barst.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04