Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 09:30 Arne Slot og hans menn eiga fyrir höndum afar krefjandi verkefni í París í kvöld. Getty/Antonio Borga Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, vill ekki ganga svo langt að segja að lið sitt sé það besta í Evrópu eins og Luis Enrique, stjóri PSG, talaði um í aðdraganda stórleiks liðanna í kvöld. Fyrri leikur PSG og Liverpool er í kvöld klukkan 20, í París, og verður hann sýndur á Stöð 2 Sport 2. Sigurliðið í einvíginu kemst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liverpool, sem þykir líklegast til að vinna keppnina, byrjar því á afar stórri hindrun þrátt fyrir að hafa unnið deildarkeppni Meistaradeildarinnar með sannfærandi hætti. Liverpool er einnig með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og full ástæða fyrir Enrique til að tala vel um liðið. „Liverpool hefur verið eitt besta lið Evrópu á síðustu árum. Það var erfitt að bæta það sem Jürgen Klopp gerði en Arne Slot hefur tekist að búa til nánast fullkomið lið,“ sagði Enrique. Slot var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir einvígið og sagði ljóst að Liverpool þyrfti að lyfta bikarnum, í sjöunda sinn í sögu félagsins, til að geta kallað sig það besta í Evrópu. "The best team in Europe at the moment is still Real Madrid" 🗣️Arne Slot responds to Luis Enrique's comments claiming that Liverpool is the best team in Europe. pic.twitter.com/Fo3khNuSEd— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2025 „Það er gott að fá svona hrós en besta liðið í Evrópu þarf að vinna Meistaradeild Evrópu. Við erum langt frá því og byrjum á afar erfiðum leik, og svo öllum erfiðu leikjunum sem á eftir fylgja,“ sagði Slot. „Ég tel að á þessu augnabliki sé Real Madrid enn besta lið Evrópu, því þeir unnu keppnina á síðustu leiktíð. Aðrir geta sagt eitthvað annað en hvað okkur varðar þá þarf fyrst að vinna keppnina til að geta fullyrt eitthvað svona,“ sagði Slot. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Fyrri leikur PSG og Liverpool er í kvöld klukkan 20, í París, og verður hann sýndur á Stöð 2 Sport 2. Sigurliðið í einvíginu kemst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liverpool, sem þykir líklegast til að vinna keppnina, byrjar því á afar stórri hindrun þrátt fyrir að hafa unnið deildarkeppni Meistaradeildarinnar með sannfærandi hætti. Liverpool er einnig með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og full ástæða fyrir Enrique til að tala vel um liðið. „Liverpool hefur verið eitt besta lið Evrópu á síðustu árum. Það var erfitt að bæta það sem Jürgen Klopp gerði en Arne Slot hefur tekist að búa til nánast fullkomið lið,“ sagði Enrique. Slot var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir einvígið og sagði ljóst að Liverpool þyrfti að lyfta bikarnum, í sjöunda sinn í sögu félagsins, til að geta kallað sig það besta í Evrópu. "The best team in Europe at the moment is still Real Madrid" 🗣️Arne Slot responds to Luis Enrique's comments claiming that Liverpool is the best team in Europe. pic.twitter.com/Fo3khNuSEd— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2025 „Það er gott að fá svona hrós en besta liðið í Evrópu þarf að vinna Meistaradeild Evrópu. Við erum langt frá því og byrjum á afar erfiðum leik, og svo öllum erfiðu leikjunum sem á eftir fylgja,“ sagði Slot. „Ég tel að á þessu augnabliki sé Real Madrid enn besta lið Evrópu, því þeir unnu keppnina á síðustu leiktíð. Aðrir geta sagt eitthvað annað en hvað okkur varðar þá þarf fyrst að vinna keppnina til að geta fullyrt eitthvað svona,“ sagði Slot.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira