Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 09:30 Arne Slot og hans menn eiga fyrir höndum afar krefjandi verkefni í París í kvöld. Getty/Antonio Borga Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, vill ekki ganga svo langt að segja að lið sitt sé það besta í Evrópu eins og Luis Enrique, stjóri PSG, talaði um í aðdraganda stórleiks liðanna í kvöld. Fyrri leikur PSG og Liverpool er í kvöld klukkan 20, í París, og verður hann sýndur á Stöð 2 Sport 2. Sigurliðið í einvíginu kemst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liverpool, sem þykir líklegast til að vinna keppnina, byrjar því á afar stórri hindrun þrátt fyrir að hafa unnið deildarkeppni Meistaradeildarinnar með sannfærandi hætti. Liverpool er einnig með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og full ástæða fyrir Enrique til að tala vel um liðið. „Liverpool hefur verið eitt besta lið Evrópu á síðustu árum. Það var erfitt að bæta það sem Jürgen Klopp gerði en Arne Slot hefur tekist að búa til nánast fullkomið lið,“ sagði Enrique. Slot var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir einvígið og sagði ljóst að Liverpool þyrfti að lyfta bikarnum, í sjöunda sinn í sögu félagsins, til að geta kallað sig það besta í Evrópu. "The best team in Europe at the moment is still Real Madrid" 🗣️Arne Slot responds to Luis Enrique's comments claiming that Liverpool is the best team in Europe. pic.twitter.com/Fo3khNuSEd— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2025 „Það er gott að fá svona hrós en besta liðið í Evrópu þarf að vinna Meistaradeild Evrópu. Við erum langt frá því og byrjum á afar erfiðum leik, og svo öllum erfiðu leikjunum sem á eftir fylgja,“ sagði Slot. „Ég tel að á þessu augnabliki sé Real Madrid enn besta lið Evrópu, því þeir unnu keppnina á síðustu leiktíð. Aðrir geta sagt eitthvað annað en hvað okkur varðar þá þarf fyrst að vinna keppnina til að geta fullyrt eitthvað svona,“ sagði Slot. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira
Fyrri leikur PSG og Liverpool er í kvöld klukkan 20, í París, og verður hann sýndur á Stöð 2 Sport 2. Sigurliðið í einvíginu kemst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liverpool, sem þykir líklegast til að vinna keppnina, byrjar því á afar stórri hindrun þrátt fyrir að hafa unnið deildarkeppni Meistaradeildarinnar með sannfærandi hætti. Liverpool er einnig með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og full ástæða fyrir Enrique til að tala vel um liðið. „Liverpool hefur verið eitt besta lið Evrópu á síðustu árum. Það var erfitt að bæta það sem Jürgen Klopp gerði en Arne Slot hefur tekist að búa til nánast fullkomið lið,“ sagði Enrique. Slot var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi fyrir einvígið og sagði ljóst að Liverpool þyrfti að lyfta bikarnum, í sjöunda sinn í sögu félagsins, til að geta kallað sig það besta í Evrópu. "The best team in Europe at the moment is still Real Madrid" 🗣️Arne Slot responds to Luis Enrique's comments claiming that Liverpool is the best team in Europe. pic.twitter.com/Fo3khNuSEd— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2025 „Það er gott að fá svona hrós en besta liðið í Evrópu þarf að vinna Meistaradeild Evrópu. Við erum langt frá því og byrjum á afar erfiðum leik, og svo öllum erfiðu leikjunum sem á eftir fylgja,“ sagði Slot. „Ég tel að á þessu augnabliki sé Real Madrid enn besta lið Evrópu, því þeir unnu keppnina á síðustu leiktíð. Aðrir geta sagt eitthvað annað en hvað okkur varðar þá þarf fyrst að vinna keppnina til að geta fullyrt eitthvað svona,“ sagði Slot.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira