Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 06:40 Það kvað við kunnuglegan tón í ræðu Trump, þar sem hann barði á Joe Biden og hældi sjálfum sér fyrir stórkostlegan árangur síðustu vikur. AP/Ben Curtis Það bar fátt til tíðinda í ræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta á þinginu í gærkvöldi, þar sem hann varði meirihluta ræðutímans í að gera lítið úr andstæðingum sínum og hæla sjálfum sér. Trump hét því hins vegar einnig að aflétta ekki tollum á helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og virtist hafa mildast í afstöðu sinni til Úkraínu. Las hann upphátt skilaboð sem Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti á samfélagsmiðlum í gær og sagðist kunna að meta þakkirnar í garð Bandaríkjanna. Þá sagðist hann hafa fengið sterk skilabð um að Rússar vildu frið í Úkraínu. „Væri það ekki dásamlegt?“ sagði hann í pontu. Hvað varðar Kína, Kanada og Mexíkó, þar sem stjórnvöld greindu frá því í gær að þau myndu svara tollum Bandaríkjamanna með líku, sagði Trump að stjórnvöld vestanhafs myndu þá hækka álögur enn frekar. Trump: Thanks to me, free speech is back(He just banned AP reporters from the White House for not obeying him) pic.twitter.com/B4yNRFbmp5— FactPost (@factpostnews) March 5, 2025 Ræða Trump var sú lengsta sem forseti hefur haldið á þinginu, 100 mínútur, en eins og fyrr segir fór drjúgur tími í sjálfshól og ósannaðar staðhæfingar, þar sem forsetinn lofaði aðgerðir stjórnvalda síðustu vikur og sagði þær myndu greiða fyrir mestu velmegun í sögu landsins. Forsetinn sakaði Demókrata um að hunsa þá „uppreisn almennrar skynsemi“ sem nú væri hafin og hrósaði sjálfum sér og félaga sínum Elon Musk fyrir að hafa upprætt spillingu og gríðarlegt fjáraustur. „Átta milljónir til að ýta undir LGBTQI+ í Afríkuríkinu Lesotho, sem enginn hefur nokkurn tímann heyrt um,“ sagði Trump í hæðnistón. Al Green, þingmanni Demókrataflokksins frá Texas, var vísað úr þingsal fyrir frammíköll. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa áður gerst sekir um sama án þess að vera vísað út, til að mynda Marjorie Taylor Greene, ötull stuðningsmaður Trump, í stjórnartíð Joe Biden. Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Skattar og tollar Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Trump hét því hins vegar einnig að aflétta ekki tollum á helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og virtist hafa mildast í afstöðu sinni til Úkraínu. Las hann upphátt skilaboð sem Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti á samfélagsmiðlum í gær og sagðist kunna að meta þakkirnar í garð Bandaríkjanna. Þá sagðist hann hafa fengið sterk skilabð um að Rússar vildu frið í Úkraínu. „Væri það ekki dásamlegt?“ sagði hann í pontu. Hvað varðar Kína, Kanada og Mexíkó, þar sem stjórnvöld greindu frá því í gær að þau myndu svara tollum Bandaríkjamanna með líku, sagði Trump að stjórnvöld vestanhafs myndu þá hækka álögur enn frekar. Trump: Thanks to me, free speech is back(He just banned AP reporters from the White House for not obeying him) pic.twitter.com/B4yNRFbmp5— FactPost (@factpostnews) March 5, 2025 Ræða Trump var sú lengsta sem forseti hefur haldið á þinginu, 100 mínútur, en eins og fyrr segir fór drjúgur tími í sjálfshól og ósannaðar staðhæfingar, þar sem forsetinn lofaði aðgerðir stjórnvalda síðustu vikur og sagði þær myndu greiða fyrir mestu velmegun í sögu landsins. Forsetinn sakaði Demókrata um að hunsa þá „uppreisn almennrar skynsemi“ sem nú væri hafin og hrósaði sjálfum sér og félaga sínum Elon Musk fyrir að hafa upprætt spillingu og gríðarlegt fjáraustur. „Átta milljónir til að ýta undir LGBTQI+ í Afríkuríkinu Lesotho, sem enginn hefur nokkurn tímann heyrt um,“ sagði Trump í hæðnistón. Al Green, þingmanni Demókrataflokksins frá Texas, var vísað úr þingsal fyrir frammíköll. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa áður gerst sekir um sama án þess að vera vísað út, til að mynda Marjorie Taylor Greene, ötull stuðningsmaður Trump, í stjórnartíð Joe Biden.
Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Skattar og tollar Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira