Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 06:40 Það kvað við kunnuglegan tón í ræðu Trump, þar sem hann barði á Joe Biden og hældi sjálfum sér fyrir stórkostlegan árangur síðustu vikur. AP/Ben Curtis Það bar fátt til tíðinda í ræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta á þinginu í gærkvöldi, þar sem hann varði meirihluta ræðutímans í að gera lítið úr andstæðingum sínum og hæla sjálfum sér. Trump hét því hins vegar einnig að aflétta ekki tollum á helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og virtist hafa mildast í afstöðu sinni til Úkraínu. Las hann upphátt skilaboð sem Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti á samfélagsmiðlum í gær og sagðist kunna að meta þakkirnar í garð Bandaríkjanna. Þá sagðist hann hafa fengið sterk skilabð um að Rússar vildu frið í Úkraínu. „Væri það ekki dásamlegt?“ sagði hann í pontu. Hvað varðar Kína, Kanada og Mexíkó, þar sem stjórnvöld greindu frá því í gær að þau myndu svara tollum Bandaríkjamanna með líku, sagði Trump að stjórnvöld vestanhafs myndu þá hækka álögur enn frekar. Trump: Thanks to me, free speech is back(He just banned AP reporters from the White House for not obeying him) pic.twitter.com/B4yNRFbmp5— FactPost (@factpostnews) March 5, 2025 Ræða Trump var sú lengsta sem forseti hefur haldið á þinginu, 100 mínútur, en eins og fyrr segir fór drjúgur tími í sjálfshól og ósannaðar staðhæfingar, þar sem forsetinn lofaði aðgerðir stjórnvalda síðustu vikur og sagði þær myndu greiða fyrir mestu velmegun í sögu landsins. Forsetinn sakaði Demókrata um að hunsa þá „uppreisn almennrar skynsemi“ sem nú væri hafin og hrósaði sjálfum sér og félaga sínum Elon Musk fyrir að hafa upprætt spillingu og gríðarlegt fjáraustur. „Átta milljónir til að ýta undir LGBTQI+ í Afríkuríkinu Lesotho, sem enginn hefur nokkurn tímann heyrt um,“ sagði Trump í hæðnistón. Al Green, þingmanni Demókrataflokksins frá Texas, var vísað úr þingsal fyrir frammíköll. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa áður gerst sekir um sama án þess að vera vísað út, til að mynda Marjorie Taylor Greene, ötull stuðningsmaður Trump, í stjórnartíð Joe Biden. Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Trump hét því hins vegar einnig að aflétta ekki tollum á helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og virtist hafa mildast í afstöðu sinni til Úkraínu. Las hann upphátt skilaboð sem Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti á samfélagsmiðlum í gær og sagðist kunna að meta þakkirnar í garð Bandaríkjanna. Þá sagðist hann hafa fengið sterk skilabð um að Rússar vildu frið í Úkraínu. „Væri það ekki dásamlegt?“ sagði hann í pontu. Hvað varðar Kína, Kanada og Mexíkó, þar sem stjórnvöld greindu frá því í gær að þau myndu svara tollum Bandaríkjamanna með líku, sagði Trump að stjórnvöld vestanhafs myndu þá hækka álögur enn frekar. Trump: Thanks to me, free speech is back(He just banned AP reporters from the White House for not obeying him) pic.twitter.com/B4yNRFbmp5— FactPost (@factpostnews) March 5, 2025 Ræða Trump var sú lengsta sem forseti hefur haldið á þinginu, 100 mínútur, en eins og fyrr segir fór drjúgur tími í sjálfshól og ósannaðar staðhæfingar, þar sem forsetinn lofaði aðgerðir stjórnvalda síðustu vikur og sagði þær myndu greiða fyrir mestu velmegun í sögu landsins. Forsetinn sakaði Demókrata um að hunsa þá „uppreisn almennrar skynsemi“ sem nú væri hafin og hrósaði sjálfum sér og félaga sínum Elon Musk fyrir að hafa upprætt spillingu og gríðarlegt fjáraustur. „Átta milljónir til að ýta undir LGBTQI+ í Afríkuríkinu Lesotho, sem enginn hefur nokkurn tímann heyrt um,“ sagði Trump í hæðnistón. Al Green, þingmanni Demókrataflokksins frá Texas, var vísað úr þingsal fyrir frammíköll. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa áður gerst sekir um sama án þess að vera vísað út, til að mynda Marjorie Taylor Greene, ötull stuðningsmaður Trump, í stjórnartíð Joe Biden.
Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent