Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 15:47 Ivan Perisic fagnar marki gegn Juventus í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Getty/Koen van Weel Ivan Perisic, Króatinn þrautreyndi í liði PSV Eindhoven, hrósaði mótherjum sínum í Arsenal fyrir leikinn í Hollandi í kvöld í Meistaradeild Evrópu en sagði jafnframt eitthvað hafa vantað í liðið til að það næði þeim árangri að vinna titla. PSV og Arsenal mætast í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar klukkan 20 og er leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport 2. Arsenal hefur átt erfitt uppdráttar heima fyrir að undanförnu og Perisic telur góða möguleika á að fara með forskot í seinni leikinn í Lundúnum. „Þetta verður erfitt. Þeir eru með virkilega gott lið. Ungt lið með góðan þjálfara. Síðustu ár hefur þá alltaf skort eitthvað til að vinna eitthvað en við verðum að vera tilbúnir. Ég veit að við munum eiga gott tækifæri til að vinna [í kvöld] en við verðum að spila mjög vel taktískt séð til að sýna eitthvað gott gegn þeim,“ sagði Perisic sem er fyrrverandi leikmaður erkifjenda Arsenal í Tottenham. PSV's Ivan Perisic says in recent years, Arsenal are "always missing something to step up, to win something" 🏆 #BBCFootball pic.twitter.com/3LwJiofP2E— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2025 PSV hefur enn frekar en Arsenal átt erfitt uppdráttar að undanförnu því liðið féll á dögunum út úr hollenska bikarnum og hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum, og því misst Ajax langt fram úr sér í toppbaráttunni. Perisic skaut á liðsfélaga sína þegar hann ræddi við fjölmiðla í gærkvöld. „Við erum ekki að spila eins og lið. Okkur gengur ekki vel. Við verðum að vera meira eins og lið en í staðinn erum við ekki að berjast hver fyrir annan og það reitir mig til reiði,“ sagði Perisic samkvæmt TNT Sports. „Við verðum að breyta þessu hratt. Við verðum að leggja allt í sölurnar til loka tímabilsins því það er nóg eftir. Af hverju erum við ekki lið? Við höfum rætt um þetta. Við sköpum nóg af færum og skorum nóg af mörkum en án boltans verðum við að gera betur. Við verðum að berjast og hlaupa hver fyrir annan,“ sagði hinn 36 ára gamli Króati. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Sjá meira
PSV og Arsenal mætast í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar klukkan 20 og er leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport 2. Arsenal hefur átt erfitt uppdráttar heima fyrir að undanförnu og Perisic telur góða möguleika á að fara með forskot í seinni leikinn í Lundúnum. „Þetta verður erfitt. Þeir eru með virkilega gott lið. Ungt lið með góðan þjálfara. Síðustu ár hefur þá alltaf skort eitthvað til að vinna eitthvað en við verðum að vera tilbúnir. Ég veit að við munum eiga gott tækifæri til að vinna [í kvöld] en við verðum að spila mjög vel taktískt séð til að sýna eitthvað gott gegn þeim,“ sagði Perisic sem er fyrrverandi leikmaður erkifjenda Arsenal í Tottenham. PSV's Ivan Perisic says in recent years, Arsenal are "always missing something to step up, to win something" 🏆 #BBCFootball pic.twitter.com/3LwJiofP2E— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2025 PSV hefur enn frekar en Arsenal átt erfitt uppdráttar að undanförnu því liðið féll á dögunum út úr hollenska bikarnum og hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum, og því misst Ajax langt fram úr sér í toppbaráttunni. Perisic skaut á liðsfélaga sína þegar hann ræddi við fjölmiðla í gærkvöld. „Við erum ekki að spila eins og lið. Okkur gengur ekki vel. Við verðum að vera meira eins og lið en í staðinn erum við ekki að berjast hver fyrir annan og það reitir mig til reiði,“ sagði Perisic samkvæmt TNT Sports. „Við verðum að breyta þessu hratt. Við verðum að leggja allt í sölurnar til loka tímabilsins því það er nóg eftir. Af hverju erum við ekki lið? Við höfum rætt um þetta. Við sköpum nóg af færum og skorum nóg af mörkum en án boltans verðum við að gera betur. Við verðum að berjast og hlaupa hver fyrir annan,“ sagði hinn 36 ára gamli Króati.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Sjá meira