Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 15:47 Ivan Perisic fagnar marki gegn Juventus í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Getty/Koen van Weel Ivan Perisic, Króatinn þrautreyndi í liði PSV Eindhoven, hrósaði mótherjum sínum í Arsenal fyrir leikinn í Hollandi í kvöld í Meistaradeild Evrópu en sagði jafnframt eitthvað hafa vantað í liðið til að það næði þeim árangri að vinna titla. PSV og Arsenal mætast í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar klukkan 20 og er leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport 2. Arsenal hefur átt erfitt uppdráttar heima fyrir að undanförnu og Perisic telur góða möguleika á að fara með forskot í seinni leikinn í Lundúnum. „Þetta verður erfitt. Þeir eru með virkilega gott lið. Ungt lið með góðan þjálfara. Síðustu ár hefur þá alltaf skort eitthvað til að vinna eitthvað en við verðum að vera tilbúnir. Ég veit að við munum eiga gott tækifæri til að vinna [í kvöld] en við verðum að spila mjög vel taktískt séð til að sýna eitthvað gott gegn þeim,“ sagði Perisic sem er fyrrverandi leikmaður erkifjenda Arsenal í Tottenham. PSV's Ivan Perisic says in recent years, Arsenal are "always missing something to step up, to win something" 🏆 #BBCFootball pic.twitter.com/3LwJiofP2E— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2025 PSV hefur enn frekar en Arsenal átt erfitt uppdráttar að undanförnu því liðið féll á dögunum út úr hollenska bikarnum og hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum, og því misst Ajax langt fram úr sér í toppbaráttunni. Perisic skaut á liðsfélaga sína þegar hann ræddi við fjölmiðla í gærkvöld. „Við erum ekki að spila eins og lið. Okkur gengur ekki vel. Við verðum að vera meira eins og lið en í staðinn erum við ekki að berjast hver fyrir annan og það reitir mig til reiði,“ sagði Perisic samkvæmt TNT Sports. „Við verðum að breyta þessu hratt. Við verðum að leggja allt í sölurnar til loka tímabilsins því það er nóg eftir. Af hverju erum við ekki lið? Við höfum rætt um þetta. Við sköpum nóg af færum og skorum nóg af mörkum en án boltans verðum við að gera betur. Við verðum að berjast og hlaupa hver fyrir annan,“ sagði hinn 36 ára gamli Króati. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira
PSV og Arsenal mætast í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar klukkan 20 og er leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport 2. Arsenal hefur átt erfitt uppdráttar heima fyrir að undanförnu og Perisic telur góða möguleika á að fara með forskot í seinni leikinn í Lundúnum. „Þetta verður erfitt. Þeir eru með virkilega gott lið. Ungt lið með góðan þjálfara. Síðustu ár hefur þá alltaf skort eitthvað til að vinna eitthvað en við verðum að vera tilbúnir. Ég veit að við munum eiga gott tækifæri til að vinna [í kvöld] en við verðum að spila mjög vel taktískt séð til að sýna eitthvað gott gegn þeim,“ sagði Perisic sem er fyrrverandi leikmaður erkifjenda Arsenal í Tottenham. PSV's Ivan Perisic says in recent years, Arsenal are "always missing something to step up, to win something" 🏆 #BBCFootball pic.twitter.com/3LwJiofP2E— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2025 PSV hefur enn frekar en Arsenal átt erfitt uppdráttar að undanförnu því liðið féll á dögunum út úr hollenska bikarnum og hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum, og því misst Ajax langt fram úr sér í toppbaráttunni. Perisic skaut á liðsfélaga sína þegar hann ræddi við fjölmiðla í gærkvöld. „Við erum ekki að spila eins og lið. Okkur gengur ekki vel. Við verðum að vera meira eins og lið en í staðinn erum við ekki að berjast hver fyrir annan og það reitir mig til reiði,“ sagði Perisic samkvæmt TNT Sports. „Við verðum að breyta þessu hratt. Við verðum að leggja allt í sölurnar til loka tímabilsins því það er nóg eftir. Af hverju erum við ekki lið? Við höfum rætt um þetta. Við sköpum nóg af færum og skorum nóg af mörkum en án boltans verðum við að gera betur. Við verðum að berjast og hlaupa hver fyrir annan,“ sagði hinn 36 ára gamli Króati.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira