Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 14:15 Jakob Ingebrigtsen hefur rakað inn verðlaunum á hlaupabrautinni og einnig utan hennar. Getty/Tyler Miller Norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen, ríkjandi Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi, efast um að frjálsar íþróttir séu neitt „hreinni“ í dag en áður. Lyfjamisnotkun sé mögulega bara betur falin. Ingebrigtsen deilir þessum áhyggjum sínum í viðtali við The Telegraph þar sem hann er spurður út í það hvort að ólögleg notkun lyfja hafi verið algengari á árum áður. „Það var kannski ekki meira um þetta heldur var þetta meira áberandi,“ sagði Ingebrigtsen. Hann óttast að frjálsíþróttafólk stundi það að dópa reglulega í litlu magni og að þannig takist því að forðast það að falla á lyfjaprófum. „Því miður held ég það,“ sagði Ingebrigtsen. Hann telur að umræða um nýja tækni í skóbúnaði og hraðari hlaupabrautir valdi því mögulega að minna sé rætt um lyfjamisnotkun. „Ef þú getur stundað þetta [að dópa] mikið betur án þess að það komist upp um þig, þá geturðu svo bara farið að benda á skóna, brautina, lýsingu eða hvað sem er [til að útskýra framfarir],“ sagði Ingebrigtsen. Þessi 24 ára Norðmaður, sem ásamt bræðrum sínum hefur sakað pabba sinn og fyrrverandi þjálfara, Gjert, um líkamlegt og andlegt ofbeldi, segist í viðtalinu við The Telegraph í raun hafa verið atvinnumaður frá fjögurra ára aldri. Hann ætli sér að drottna yfir millivegalengdahlaupum næstu árin. Jakob Ingebrigtsen varð eins og fyrr segir Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi í París í fyrra en á einnig Ólympíumeistaratitil úr 1.500 metra hlaupi frá því í Tókýó 2021. Þá hefur hann unnið tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og samtals sex Evrópumeistaratitla utanhúss en fimm innanhúss. Hann stefnir á að bæta við tveimur Evrópumeistaratitlum á EM innanhúss sem hefst á fimmtudaginn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Ingebrigtsen deilir þessum áhyggjum sínum í viðtali við The Telegraph þar sem hann er spurður út í það hvort að ólögleg notkun lyfja hafi verið algengari á árum áður. „Það var kannski ekki meira um þetta heldur var þetta meira áberandi,“ sagði Ingebrigtsen. Hann óttast að frjálsíþróttafólk stundi það að dópa reglulega í litlu magni og að þannig takist því að forðast það að falla á lyfjaprófum. „Því miður held ég það,“ sagði Ingebrigtsen. Hann telur að umræða um nýja tækni í skóbúnaði og hraðari hlaupabrautir valdi því mögulega að minna sé rætt um lyfjamisnotkun. „Ef þú getur stundað þetta [að dópa] mikið betur án þess að það komist upp um þig, þá geturðu svo bara farið að benda á skóna, brautina, lýsingu eða hvað sem er [til að útskýra framfarir],“ sagði Ingebrigtsen. Þessi 24 ára Norðmaður, sem ásamt bræðrum sínum hefur sakað pabba sinn og fyrrverandi þjálfara, Gjert, um líkamlegt og andlegt ofbeldi, segist í viðtalinu við The Telegraph í raun hafa verið atvinnumaður frá fjögurra ára aldri. Hann ætli sér að drottna yfir millivegalengdahlaupum næstu árin. Jakob Ingebrigtsen varð eins og fyrr segir Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi í París í fyrra en á einnig Ólympíumeistaratitil úr 1.500 metra hlaupi frá því í Tókýó 2021. Þá hefur hann unnið tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og samtals sex Evrópumeistaratitla utanhúss en fimm innanhúss. Hann stefnir á að bæta við tveimur Evrópumeistaratitlum á EM innanhúss sem hefst á fimmtudaginn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira