Kennarar samþykkja kjarasamning Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. mars 2025 12:32 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Anton Brink 92,85 prósent félagsfólks Kennarasambands Íslands samþykkti nýjan kjarasamning Kennarasambands Íslands við ríki og sveitarfélög. Kjörsókn var 76 prósent. Sex prósent sögðu nei og eitt prósent atkvæðaseðla voru auðir eða ógildir. Hinn nýi samningur gildir til 31. mars 2028. Atkvæðagreiðslan hófst á föstudag, 28. febrúar, um innanhússtillögu ríkissáttasemjara en auk þess greiddu félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum atkvæði um samkomulag um breytingar á tveimur kjarasamningsgreinum í sérkosningu. Þar samþykktu 56 prósent samninginn. Atkvæðagreiðslu um innanhússtillögu ríkissáttasemjara um nýjan kjarasamning lauk á hádegi í dag. „Félagsfólk Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félags stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) samþykkti nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands (KÍ), við Samband íslenskra sveitarfélaga annars vegar, og ríkið hins vegar. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaganna framlengjast því til til 31. mars 2028, með breytingum, samkvæmt innanhússtillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu á vef sambandsins og að þannig hafi í fyrsta sinn félagsfólk aðildarfélaga sambandsins í fyrsta sinn samþykkt sameiginlegan kjarasamning. Magnús Þór segir forystu sambandsins setjast niður með hverju aðildarfélagi í aðdraganda virðismatsvegferðarinnar sem nú hefst. Vísir/Anton Brink Virðismatið næsta skref „Báðir þessir samningar voru þá samþykktir í dag og komast í framkvæmd í samræmi við textann,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir þetta gefa sambandinu gott umboð en næstu skref sé að hefja virðismatsvegferðina sem fjallað er um í kjarasamningnum. Sjá einnig: Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Hann segir KÍ hafa verið meðvitað um það allan tímann sem aðgerðir stóðu að þær myndu hafa mikil áhrif. Það sé eðlilegt að ekki séu allir sammála um svona aðgerðir en hann vonist til þess að allir átti sig á mikilvægi skólastarfs og að fjárfestingin núna skili sér og leiði til þess að það verði meiri árangur af starfinu. Góð ákvörðun að semja saman Eftir að samningurinn var undirritaður voru einhverjir framhaldsskólakennarar sem lýstu óánægju með sinn hlut úr samningnum. Magnús segir að það hafi verið ákveðið fyrir tveimur árum að taka öll aðildarfélög með í kjaraviðræður. Það hafi verið góð ákvörðun og umræða síðustu daga hafa verið góð. „Að sjálfsögðu er það þannig að við þurfum að vera mjög skýr næstu daga, útskýra hvað við meinum að ekkert okkar aðildarfélaga hefði náð þeim árangri sem við náðum núna eitt og sér.“ Sjá einnig: Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Næst muni þau setjast niður með hverju aðildarfélagi og skoða betur hvað henti hverjum best í virðismatsvegferðinni. Það hafi til dæmis orðið skekkja í stofnanasamningum við framhaldsskóla og það sé verkefni sem þarf að vinna núna. „Þegar við tökum skrefin áfram í virðismatsvegferðinni séum við vissir um hvernig við ætlum að gera þetta og hvar við náum bestum árangri.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Atkvæðagreiðslan hófst á föstudag, 28. febrúar, um innanhússtillögu ríkissáttasemjara en auk þess greiddu félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum atkvæði um samkomulag um breytingar á tveimur kjarasamningsgreinum í sérkosningu. Þar samþykktu 56 prósent samninginn. Atkvæðagreiðslu um innanhússtillögu ríkissáttasemjara um nýjan kjarasamning lauk á hádegi í dag. „Félagsfólk Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félags stjórnenda leikskóla (FSL) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) samþykkti nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands (KÍ), við Samband íslenskra sveitarfélaga annars vegar, og ríkið hins vegar. Gildandi kjarasamningar aðildarfélaganna framlengjast því til til 31. mars 2028, með breytingum, samkvæmt innanhússtillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu á vef sambandsins og að þannig hafi í fyrsta sinn félagsfólk aðildarfélaga sambandsins í fyrsta sinn samþykkt sameiginlegan kjarasamning. Magnús Þór segir forystu sambandsins setjast niður með hverju aðildarfélagi í aðdraganda virðismatsvegferðarinnar sem nú hefst. Vísir/Anton Brink Virðismatið næsta skref „Báðir þessir samningar voru þá samþykktir í dag og komast í framkvæmd í samræmi við textann,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir þetta gefa sambandinu gott umboð en næstu skref sé að hefja virðismatsvegferðina sem fjallað er um í kjarasamningnum. Sjá einnig: Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Hann segir KÍ hafa verið meðvitað um það allan tímann sem aðgerðir stóðu að þær myndu hafa mikil áhrif. Það sé eðlilegt að ekki séu allir sammála um svona aðgerðir en hann vonist til þess að allir átti sig á mikilvægi skólastarfs og að fjárfestingin núna skili sér og leiði til þess að það verði meiri árangur af starfinu. Góð ákvörðun að semja saman Eftir að samningurinn var undirritaður voru einhverjir framhaldsskólakennarar sem lýstu óánægju með sinn hlut úr samningnum. Magnús segir að það hafi verið ákveðið fyrir tveimur árum að taka öll aðildarfélög með í kjaraviðræður. Það hafi verið góð ákvörðun og umræða síðustu daga hafa verið góð. „Að sjálfsögðu er það þannig að við þurfum að vera mjög skýr næstu daga, útskýra hvað við meinum að ekkert okkar aðildarfélaga hefði náð þeim árangri sem við náðum núna eitt og sér.“ Sjá einnig: Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Næst muni þau setjast niður með hverju aðildarfélagi og skoða betur hvað henti hverjum best í virðismatsvegferðinni. Það hafi til dæmis orðið skekkja í stofnanasamningum við framhaldsskóla og það sé verkefni sem þarf að vinna núna. „Þegar við tökum skrefin áfram í virðismatsvegferðinni séum við vissir um hvernig við ætlum að gera þetta og hvar við náum bestum árangri.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira