Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2025 10:00 Karen er hætt í handbolta eftir magnaðan feril. Ein besta handboltakona Íslands til margra ára hefur lagt skóna á hilluna. Hún lék sinn síðasta leik um helgina þegar Fram mætti Haukum í bikarúrslitum. Karen Knútsdóttir er hætt. Hún tilkynnti það eftir 25-20 tap í bikarúrslitum á laugardaginn. Ástæðan, hún er barnshafandi af sínu þriðja barni. Hún tók skóna fram í haust eftir hlé en gaf það út að skórnir myndu fara aftur upp í hillu eftir tímabilið. Hún hefur nú ákveðið að láta leikinn á laugardaginn verða hennar síðasti. „Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli og ég upplifði mikið. Það sem situr alltaf eftir eru vinirnir sem maður er búin að eignast og minningarnar sem maður er búin að skapa og auðvitað er alltaf gaman að vinna titla,“ segir Karen sem spilaði lokaleikinn ólétt. „Þetta var smá óvænt meðganga sem við erum að ganga í gegnum núna og var ekki alveg planið. Ég ætlaði ekkert endilega að enda ferilinn svona hálf orkulaus. Ég er auðvitað bara ólétt í þriðja sinn á fimm árum og það tekur sinn toll þannig að ég fékk mjög mikinn stuðning síðustu viku frá fjölskyldu og vinum til að komast í gegnum þessa viku.“ Karen lék allan sinn feril á Íslandi með Fram og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu og varð bikarmeistari fjórum sinnum. Hin 35 ára Karen lék með Blomberg-Lippe í Þýskalandi á árunum 2011-13, SønderjyskE í Danmörku 2013-14 og Nice í Frakklandi 2014-17. Karen lék 106 landsleiki og skoraði 371 mark. „Besta handboltaminningin er náttúrulega HM í Brasilíu sem við förum á 2011 og þá var ég bara tuttugu og eins. Eftirminnilegasti titill er fyrsti bikartitilinn árið 2010. Þá vorum við bara tvítugar, ungt lið og unnum mjög gott Valslið. Fyrsti titilinn er kannski smá sætastur.“ Handbolti Olís-deild kvenna Powerade-bikarinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Karen Knútsdóttir er hætt. Hún tilkynnti það eftir 25-20 tap í bikarúrslitum á laugardaginn. Ástæðan, hún er barnshafandi af sínu þriðja barni. Hún tók skóna fram í haust eftir hlé en gaf það út að skórnir myndu fara aftur upp í hillu eftir tímabilið. Hún hefur nú ákveðið að láta leikinn á laugardaginn verða hennar síðasti. „Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli og ég upplifði mikið. Það sem situr alltaf eftir eru vinirnir sem maður er búin að eignast og minningarnar sem maður er búin að skapa og auðvitað er alltaf gaman að vinna titla,“ segir Karen sem spilaði lokaleikinn ólétt. „Þetta var smá óvænt meðganga sem við erum að ganga í gegnum núna og var ekki alveg planið. Ég ætlaði ekkert endilega að enda ferilinn svona hálf orkulaus. Ég er auðvitað bara ólétt í þriðja sinn á fimm árum og það tekur sinn toll þannig að ég fékk mjög mikinn stuðning síðustu viku frá fjölskyldu og vinum til að komast í gegnum þessa viku.“ Karen lék allan sinn feril á Íslandi með Fram og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu og varð bikarmeistari fjórum sinnum. Hin 35 ára Karen lék með Blomberg-Lippe í Þýskalandi á árunum 2011-13, SønderjyskE í Danmörku 2013-14 og Nice í Frakklandi 2014-17. Karen lék 106 landsleiki og skoraði 371 mark. „Besta handboltaminningin er náttúrulega HM í Brasilíu sem við förum á 2011 og þá var ég bara tuttugu og eins. Eftirminnilegasti titill er fyrsti bikartitilinn árið 2010. Þá vorum við bara tvítugar, ungt lið og unnum mjög gott Valslið. Fyrsti titilinn er kannski smá sætastur.“
Handbolti Olís-deild kvenna Powerade-bikarinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira