Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar 4. mars 2025 12:03 Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum (ESG) í rekstri fyrirtækja hafa fengið aukið vægi í fjármálaheiminum, ekki aðeins vegna siðferðilegra sjónarmiða eða umhverfismála, já eða vegna lögbundinna krafna á hendur fyrirtækja heldur einnig vegna þess að það virðist sem þær hafi bein áhrif á fjárfestingar og kaupverð fyrirtækja. Nýlegar rannsóknir, meðal annars frá KPMG, sýna að fyrirtæki á Norðurlöndunum eru sérstaklega framarlega í að nýta niðurstöður áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum til ákvarðanatöku í fjárfestingum, samanborið við fyrirtæki í sunnanverðri Evrópu. Hvað felst í áreiðanleikakönnun á sjálfbærniþáttum? Áreiðanleikakönnun á sviði sjálfbærni felur í sér að greina hvernig fyrirtæki uppfyllir sjálfbærnikröfur á sviðum umhverfismála, félagslegra réttinda og góðra stjórnarhátta. Þetta getur falið í sér að skoða kolefnislosun, vinnuaðstæður starfsfólks, stjórnarhætti og hvort fyrirtæki fari að lögum um skattamál og aðgerðum gegn spillingu og mútuþægni. Skoðað er hvort til staðar sé gott utanumhald og eftirfylgni með því að þessum þáttum sé sinnt með skipulögðum hætti. Slík könnun er mikilvæg til að draga úr áhættu fyrir fjárfesta þar sem þeir telja meiri líkur á orðsporslegum og fjárhagslegum skaða eftir því sem fyrirtæki er minna meðvitað um ESG-viðmiðin í sinni starfsemi. Norðurlöndin í fararbroddi Samkvæmt nýjustu gögnum frá KPMG leggja fyrirtæki á Norðurlöndunum aukna áherslu á að framkvæma áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en tekin er stór fjárfestingarákvörðun eða við kaup á öðrum fyrirtækjum. Þetta endurspeglar almenna áherslu Norðurlanda á sjálfbærni, þar sem fyrirtæki eru líklegri til að samþætta sjálfbærniþætti í daglegan rekstur og viðskiptahætti. Þetta skilar sér í aukinni eftirspurn eftir gagnsæi og ábyrgum viðskiptaháttum. Fyrirtæki á Norðurlöndunum virðast framkvæma reglubundið áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en ráðist er í stórar fjárfestingar. Slíkar kannanir tryggja að fjárfestingar samræmist þeim sjálfbærniviðmiðum sem bæði almenningur og fjárfestar á þessum svæðum gera kröfur um. Fyrirtæki sunnar í Evrópu virðast samkvæmt könnuninni vera komin skemur í sinni vegferð. Áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir Áhrif áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum á fjárfestingar eru að verða áþreifanlegri, sérstaklega í þeim löndum þar sem slíkar kannanir eru teknar alvarlega. Gögn sýna að fyrirtæki sem standast slíkar áreiðanleikakannanir og uppfylla sjálfbærnikröfur fá hærra kaupverð við sölu eða samruna. Á Norðurlöndunum hefur þetta leitt til þess að fyrirtæki sem fylgja ESG-viðmiðum eru líklegri til að ná hærra verði, þar sem fjárfestar meta áhættu lægri. Það hefur einnig verið bent á að ef fyrirtæki hefur innleitt ESG-viðmið í sinn daglega rekstur, þá sé oft minni líkur á að til staðar séu atriði sem geti haft áhrif á t.d. leiðréttingu kaupverðs með neikvæðum formerkjum. Góðir ferlar og áhættustýring á sviði fjármála, skatta og annarra rekstrarþátta skilar sér í hærra ESG skori og minni áhættu. Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum hafa í auknum mæli áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja á Norðurlöndum og víðar. Fyrirtæki sem taka sjálfbærnisjónarmið alvarlega geta vonast til að njóta fjárhagslegra ávinnings af því, en þau sem ekki sinna þessum þáttum geta orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Nánar um áreiðanleikakannanir á sviði sjálfbærni: Global ESG due diligence+ study 2024 Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum (ESG) í rekstri fyrirtækja hafa fengið aukið vægi í fjármálaheiminum, ekki aðeins vegna siðferðilegra sjónarmiða eða umhverfismála, já eða vegna lögbundinna krafna á hendur fyrirtækja heldur einnig vegna þess að það virðist sem þær hafi bein áhrif á fjárfestingar og kaupverð fyrirtækja. Nýlegar rannsóknir, meðal annars frá KPMG, sýna að fyrirtæki á Norðurlöndunum eru sérstaklega framarlega í að nýta niðurstöður áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum til ákvarðanatöku í fjárfestingum, samanborið við fyrirtæki í sunnanverðri Evrópu. Hvað felst í áreiðanleikakönnun á sjálfbærniþáttum? Áreiðanleikakönnun á sviði sjálfbærni felur í sér að greina hvernig fyrirtæki uppfyllir sjálfbærnikröfur á sviðum umhverfismála, félagslegra réttinda og góðra stjórnarhátta. Þetta getur falið í sér að skoða kolefnislosun, vinnuaðstæður starfsfólks, stjórnarhætti og hvort fyrirtæki fari að lögum um skattamál og aðgerðum gegn spillingu og mútuþægni. Skoðað er hvort til staðar sé gott utanumhald og eftirfylgni með því að þessum þáttum sé sinnt með skipulögðum hætti. Slík könnun er mikilvæg til að draga úr áhættu fyrir fjárfesta þar sem þeir telja meiri líkur á orðsporslegum og fjárhagslegum skaða eftir því sem fyrirtæki er minna meðvitað um ESG-viðmiðin í sinni starfsemi. Norðurlöndin í fararbroddi Samkvæmt nýjustu gögnum frá KPMG leggja fyrirtæki á Norðurlöndunum aukna áherslu á að framkvæma áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en tekin er stór fjárfestingarákvörðun eða við kaup á öðrum fyrirtækjum. Þetta endurspeglar almenna áherslu Norðurlanda á sjálfbærni, þar sem fyrirtæki eru líklegri til að samþætta sjálfbærniþætti í daglegan rekstur og viðskiptahætti. Þetta skilar sér í aukinni eftirspurn eftir gagnsæi og ábyrgum viðskiptaháttum. Fyrirtæki á Norðurlöndunum virðast framkvæma reglubundið áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en ráðist er í stórar fjárfestingar. Slíkar kannanir tryggja að fjárfestingar samræmist þeim sjálfbærniviðmiðum sem bæði almenningur og fjárfestar á þessum svæðum gera kröfur um. Fyrirtæki sunnar í Evrópu virðast samkvæmt könnuninni vera komin skemur í sinni vegferð. Áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir Áhrif áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum á fjárfestingar eru að verða áþreifanlegri, sérstaklega í þeim löndum þar sem slíkar kannanir eru teknar alvarlega. Gögn sýna að fyrirtæki sem standast slíkar áreiðanleikakannanir og uppfylla sjálfbærnikröfur fá hærra kaupverð við sölu eða samruna. Á Norðurlöndunum hefur þetta leitt til þess að fyrirtæki sem fylgja ESG-viðmiðum eru líklegri til að ná hærra verði, þar sem fjárfestar meta áhættu lægri. Það hefur einnig verið bent á að ef fyrirtæki hefur innleitt ESG-viðmið í sinn daglega rekstur, þá sé oft minni líkur á að til staðar séu atriði sem geti haft áhrif á t.d. leiðréttingu kaupverðs með neikvæðum formerkjum. Góðir ferlar og áhættustýring á sviði fjármála, skatta og annarra rekstrarþátta skilar sér í hærra ESG skori og minni áhættu. Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum hafa í auknum mæli áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja á Norðurlöndum og víðar. Fyrirtæki sem taka sjálfbærnisjónarmið alvarlega geta vonast til að njóta fjárhagslegra ávinnings af því, en þau sem ekki sinna þessum þáttum geta orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Nánar um áreiðanleikakannanir á sviði sjálfbærni: Global ESG due diligence+ study 2024 Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar