Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 10:33 Stefan Kraft hugsar sig líklega tvisvar um áður en hann heilsar upp á kött nágrannans aftur. Kötturinn á myndinni er ekki sá sem beit Kraft. Samsett/Getty Stefan Kraft, sem á heimsmetið fyrir lengsta skíðastökk sögunnar, átti ekki sjö dagana sæla í aðdraganda HM í skíðastökki. Þegar hann hafði jafnað sig af þursabiti þá beit köttur nágrannans hann til blóðs. Kraft er 31 árs Austurríkismaður og einn besti skíðastökkvari heims. Hann varð í 6. sæti í keppni á venjulegum palli, á HM sem nú stendur yfir í Þrándheimi í Noregi, og er klár í slaginn fyrir keppni á hærri palli þar sem hann kemur til með að keppa um verðlaun. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera ekki að keppa í skíðagöngu eða annarri íþrótt sem reyni meira á hendurnar, eftir viðskipti sín við köttinn sem klóraði hann og beit í aðra höndina. „Við leyfðum ketti nágrannans að koma inn í morgunmat og ég lék við hann og klappaði honum. Hann virtist virkilega njóta þess en svo breyttist það allt í einu. Þá réðist hann á höndina mína,“ útskýrði Kraft samkvæmt austurríska miðlinum Kronen Zeitung. Aðdragandi HM var óhefðbundinn hjá Stefan Kraft.Getty/Hendrik Schmidt Kraft fór á sjúkrahús og var sprautaður gegn stífkrampa og barnaveiki af öryggisástæðum, vegna sáranna eftir köttinn. Þá þurfti hann að taka sýklalyf í viku. „Ef ég væri í skíðagöngu eða einhverri íþrótt þar sem ég þyrfti að nota hendurnar þá hefði það ekki gengið. En ég tók bara tvo frídaga og held að líkaminn minn hafi hvort sem er þurft á því að halda. Þá var ég orðinn vel gíraður og tilbúinn í mótið,“ sagði Kraft við NRK í Noregi. Norskir keppinautar hans höfðu gaman að því sem gerðist. „Hvað í ósköpunum var hann að gera hjá nágrannanum? Guð minn góður,“ sagði Kristoffer Eriksen Sundal við NRK. „Þetta er erfiður aðdragandi fyrir hann. Ég veit ekki hvað í ósköpunum hann hefur verið að gera en hjá mér hefur allt verið hefðbundið í undirbúningnum,“ sagði Sundal. Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Kraft er 31 árs Austurríkismaður og einn besti skíðastökkvari heims. Hann varð í 6. sæti í keppni á venjulegum palli, á HM sem nú stendur yfir í Þrándheimi í Noregi, og er klár í slaginn fyrir keppni á hærri palli þar sem hann kemur til með að keppa um verðlaun. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera ekki að keppa í skíðagöngu eða annarri íþrótt sem reyni meira á hendurnar, eftir viðskipti sín við köttinn sem klóraði hann og beit í aðra höndina. „Við leyfðum ketti nágrannans að koma inn í morgunmat og ég lék við hann og klappaði honum. Hann virtist virkilega njóta þess en svo breyttist það allt í einu. Þá réðist hann á höndina mína,“ útskýrði Kraft samkvæmt austurríska miðlinum Kronen Zeitung. Aðdragandi HM var óhefðbundinn hjá Stefan Kraft.Getty/Hendrik Schmidt Kraft fór á sjúkrahús og var sprautaður gegn stífkrampa og barnaveiki af öryggisástæðum, vegna sáranna eftir köttinn. Þá þurfti hann að taka sýklalyf í viku. „Ef ég væri í skíðagöngu eða einhverri íþrótt þar sem ég þyrfti að nota hendurnar þá hefði það ekki gengið. En ég tók bara tvo frídaga og held að líkaminn minn hafi hvort sem er þurft á því að halda. Þá var ég orðinn vel gíraður og tilbúinn í mótið,“ sagði Kraft við NRK í Noregi. Norskir keppinautar hans höfðu gaman að því sem gerðist. „Hvað í ósköpunum var hann að gera hjá nágrannanum? Guð minn góður,“ sagði Kristoffer Eriksen Sundal við NRK. „Þetta er erfiður aðdragandi fyrir hann. Ég veit ekki hvað í ósköpunum hann hefur verið að gera en hjá mér hefur allt verið hefðbundið í undirbúningnum,“ sagði Sundal.
Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira