Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 10:33 Stefan Kraft hugsar sig líklega tvisvar um áður en hann heilsar upp á kött nágrannans aftur. Kötturinn á myndinni er ekki sá sem beit Kraft. Samsett/Getty Stefan Kraft, sem á heimsmetið fyrir lengsta skíðastökk sögunnar, átti ekki sjö dagana sæla í aðdraganda HM í skíðastökki. Þegar hann hafði jafnað sig af þursabiti þá beit köttur nágrannans hann til blóðs. Kraft er 31 árs Austurríkismaður og einn besti skíðastökkvari heims. Hann varð í 6. sæti í keppni á venjulegum palli, á HM sem nú stendur yfir í Þrándheimi í Noregi, og er klár í slaginn fyrir keppni á hærri palli þar sem hann kemur til með að keppa um verðlaun. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera ekki að keppa í skíðagöngu eða annarri íþrótt sem reyni meira á hendurnar, eftir viðskipti sín við köttinn sem klóraði hann og beit í aðra höndina. „Við leyfðum ketti nágrannans að koma inn í morgunmat og ég lék við hann og klappaði honum. Hann virtist virkilega njóta þess en svo breyttist það allt í einu. Þá réðist hann á höndina mína,“ útskýrði Kraft samkvæmt austurríska miðlinum Kronen Zeitung. Aðdragandi HM var óhefðbundinn hjá Stefan Kraft.Getty/Hendrik Schmidt Kraft fór á sjúkrahús og var sprautaður gegn stífkrampa og barnaveiki af öryggisástæðum, vegna sáranna eftir köttinn. Þá þurfti hann að taka sýklalyf í viku. „Ef ég væri í skíðagöngu eða einhverri íþrótt þar sem ég þyrfti að nota hendurnar þá hefði það ekki gengið. En ég tók bara tvo frídaga og held að líkaminn minn hafi hvort sem er þurft á því að halda. Þá var ég orðinn vel gíraður og tilbúinn í mótið,“ sagði Kraft við NRK í Noregi. Norskir keppinautar hans höfðu gaman að því sem gerðist. „Hvað í ósköpunum var hann að gera hjá nágrannanum? Guð minn góður,“ sagði Kristoffer Eriksen Sundal við NRK. „Þetta er erfiður aðdragandi fyrir hann. Ég veit ekki hvað í ósköpunum hann hefur verið að gera en hjá mér hefur allt verið hefðbundið í undirbúningnum,“ sagði Sundal. Skíðaíþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Kraft er 31 árs Austurríkismaður og einn besti skíðastökkvari heims. Hann varð í 6. sæti í keppni á venjulegum palli, á HM sem nú stendur yfir í Þrándheimi í Noregi, og er klár í slaginn fyrir keppni á hærri palli þar sem hann kemur til með að keppa um verðlaun. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera ekki að keppa í skíðagöngu eða annarri íþrótt sem reyni meira á hendurnar, eftir viðskipti sín við köttinn sem klóraði hann og beit í aðra höndina. „Við leyfðum ketti nágrannans að koma inn í morgunmat og ég lék við hann og klappaði honum. Hann virtist virkilega njóta þess en svo breyttist það allt í einu. Þá réðist hann á höndina mína,“ útskýrði Kraft samkvæmt austurríska miðlinum Kronen Zeitung. Aðdragandi HM var óhefðbundinn hjá Stefan Kraft.Getty/Hendrik Schmidt Kraft fór á sjúkrahús og var sprautaður gegn stífkrampa og barnaveiki af öryggisástæðum, vegna sáranna eftir köttinn. Þá þurfti hann að taka sýklalyf í viku. „Ef ég væri í skíðagöngu eða einhverri íþrótt þar sem ég þyrfti að nota hendurnar þá hefði það ekki gengið. En ég tók bara tvo frídaga og held að líkaminn minn hafi hvort sem er þurft á því að halda. Þá var ég orðinn vel gíraður og tilbúinn í mótið,“ sagði Kraft við NRK í Noregi. Norskir keppinautar hans höfðu gaman að því sem gerðist. „Hvað í ósköpunum var hann að gera hjá nágrannanum? Guð minn góður,“ sagði Kristoffer Eriksen Sundal við NRK. „Þetta er erfiður aðdragandi fyrir hann. Ég veit ekki hvað í ósköpunum hann hefur verið að gera en hjá mér hefur allt verið hefðbundið í undirbúningnum,“ sagði Sundal.
Skíðaíþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira