„Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2025 10:28 Grímur Gíslason segist telja að stuðningur í Eyjum við Áslaugu Örnu hafa verið svipaðan og á landsvísu, rétt eins og stuðningur við Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Vísir Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum segir það gefa augaleið að það hafi haft áhrif á formannskjör í flokknum að helmingur fulltrúa úr Eyjum hafi setið eftir heima vegna veðurs. Hann segir málið sýna svart á hvítu við hvaða veruleika Eyjamenn búi á veturna. Þrettán manns frá Vestmannaeyjum afboðuðu komu sína á landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina vegna veðurs. Þar var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður en einungis örfáum atkvæðum munaði á milli hennar og Áslaugar Örnu eða nítján talsins. Guðrún hlaut 932 atkvæði en Áslaug 912. Hefði Guðrún orðið af tveimur atkvæðum hefði þurft að kjósa upp á nýtt þar eð hún hefði þá ekki náð 50 prósenta þröskuldnum. Stuðningur á báða bóga „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið, hvort sem það hefði þýtt að kjör Guðrúnar hefði orðið afdráttarlausara eða þá í hina áttina, auðvitað veit maður það ekki,“ segir Grímur Gíslason formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum í samtali við Vísi. Hann segist telja að stuðningi við Guðrúnu og Áslaugu hafi verið nokkuð jafnt skipt í hópi Eyjamanna, rétt eins og á landsfundinum. Hann segir báða frambjóðendur hafa átt sína stuðningsmenn í hans hópi. Rétt rúmlega helmingur Eyjamanna komst þrátt fyrir allt á fundinn. „Og maður veit ekki hvernig það hefði skipst á milli þeirra hjá þeim sem ekki komust en auðvitað gefur það augaleið að þessi hópur hefði getað haft áhrif á úrslitin. Þetta eru þær áhyggjur sem ýmsir höfðu á sínum tíma og þess vegna var rætt um frestun fundarins, sem einhverjum þótti mikil fásinna á sínum tíma.“ Grímur segir þetta sýna vel við hvað Eyjamenn búi í dag. „Það er stóri punkturinn. Eyjamenn búa við þetta allan veturinn að þurfa að eiga von á því að komast ekki um þjóðveginn sinn marga daga í röð, það er náttúrulega algjörlega ótækt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins 3. mars 2025 09:12 „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. 2. mars 2025 13:54 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þrettán manns frá Vestmannaeyjum afboðuðu komu sína á landsfund Sjálfstæðisflokksins um helgina vegna veðurs. Þar var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður en einungis örfáum atkvæðum munaði á milli hennar og Áslaugar Örnu eða nítján talsins. Guðrún hlaut 932 atkvæði en Áslaug 912. Hefði Guðrún orðið af tveimur atkvæðum hefði þurft að kjósa upp á nýtt þar eð hún hefði þá ekki náð 50 prósenta þröskuldnum. Stuðningur á báða bóga „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið, hvort sem það hefði þýtt að kjör Guðrúnar hefði orðið afdráttarlausara eða þá í hina áttina, auðvitað veit maður það ekki,“ segir Grímur Gíslason formaður Sjálfstæðisfélagsins í Eyjum í samtali við Vísi. Hann segist telja að stuðningi við Guðrúnu og Áslaugu hafi verið nokkuð jafnt skipt í hópi Eyjamanna, rétt eins og á landsfundinum. Hann segir báða frambjóðendur hafa átt sína stuðningsmenn í hans hópi. Rétt rúmlega helmingur Eyjamanna komst þrátt fyrir allt á fundinn. „Og maður veit ekki hvernig það hefði skipst á milli þeirra hjá þeim sem ekki komust en auðvitað gefur það augaleið að þessi hópur hefði getað haft áhrif á úrslitin. Þetta eru þær áhyggjur sem ýmsir höfðu á sínum tíma og þess vegna var rætt um frestun fundarins, sem einhverjum þótti mikil fásinna á sínum tíma.“ Grímur segir þetta sýna vel við hvað Eyjamenn búi í dag. „Það er stóri punkturinn. Eyjamenn búa við þetta allan veturinn að þurfa að eiga von á því að komast ekki um þjóðveginn sinn marga daga í röð, það er náttúrulega algjörlega ótækt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins 3. mars 2025 09:12 „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. 2. mars 2025 13:54 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins 3. mars 2025 09:12
„Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. 2. mars 2025 13:54