Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar 2. mars 2025 11:00 Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist 28. febrúar 2025, er því haldið fram að tollflokkun rifins pítsaosts með jurtaolíu geri innflutning nánast ómögulegan og tryggi þannig Mjólkursamsölunni (MS) markaðsráðandi stöðu. MS er vissulega markaðsráðandi aðili, en það þýðir ekki að fyrirtækið hafi óskorað vald yfir verðlagningu eins og látið er í veðri vaka. Þvert á móti er MS bundið af tveimur þáttum sem önnur fyrirtæki búa ekki við: Hráefnisverði til bænda, sem er ákveðið af lögbundinni verðlagsnefnd. Opinberri verðlagningu á um það bil helmingi afurða sinna, sem takmarkar svigrúm fyrirtækisins til verðlagningar og hefur bein áhrif á starfsemi þess. Tollflokkunin er í samræmi við lög Héraðsdómur Reykjavíkur, Landsréttur og Endurupptökudómur hafa staðfest að tollflokkun rifins pítsaosts sé rétt og í samræmi við íslensk tollalög. Álit Alþjóðatollastofnunarinnar (WCO) um tollflokkun þessa osts hefur verið tekið til umfjöllunar fyrir íslenskum dómstólum, og þar hefur verið staðfest að íslensk lög ganga framar í þessum efnum. Fullyrðingar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um pólitískan þrýsting fulltrúa kúabænda til að fá fjármálaráðuneytið til að hnekkja þessari löglega dæmdu tollflokkun með pennastriki standast því ekki skoðun. Þvert á móti er það Félag atvinnurekenda sjálft sem nú beitir pólitískum þrýstingi til að knýja á um að stjórnvöld haldi sig við áformin um breytingu á tollflokkun, sem kynnt var í samráðsgátt. MS er ekki einokunarfyrirtæki MS vinnur í lögbundnu kerfi þar sem öllum mjólkurvinnslum á Íslandi stendur til boða að kaupa hráefni á sömu kjörum og MS. Auk þess eru innfluttar mjólkurvörur hluti af þessum markaði. Samkvæmt búvörulögum nr. 99/1993 hefur markaðsráðandi aðili einnig skyldu til að selja óunna mjólk til allra sem vilja vera í mjólkurvinnslu, sem tryggir að aðrir aðilar geti starfað á markaðnum. Í ljósi þessara staðreynda standast ekki staðhæfingar um einokun. EES-samningurinn og tollvernd landbúnaðarvara EES-samningurinn byggir á tveimur meginþáttum þegar kemur að viðskiptum með landbúnaðarvörur. Viðkvæmar landbúnaðarvörur, þar á meðal ostur, falla undir 19. grein samningsins og um viðskipti með þær er sérstaklega samið milli Íslands og ESB. Undir bókun 3 við EES samninginn falla blönduð matvæli, þar sem verðjöfnunargjöld koma einnig til sögunnar til að jafna samkeppnisstöðu innlendra búvöruframleiðenda gagnvart innfluttum vörum. EES-samningurinn heimilar því tolla og verðjöfnunargjöld á landbúnaðarvörur þar sem ekki hefur verið samið um gagnkvæma lækkun tolla í sérstökum samningum. Verðjöfnunargjöld eru í raun órjúfanlegur hluti af EES-samningnum og eru notuð bæði í ESB og Noregi, á meðan Ísland hefur ekki nýtt sér þetta úrræði. Afleiðingar afnáms tollverndar Afnám tollverndar og undanþága frá samkeppnislögum myndi hafa djúpstæð áhrif á íslenska mjólkurframleiðslu. Íslenskir bændur keppa nú þegar við innfluttar landbúnaðarvörur. Ef þessar verndaraðgerðir væru afnumdar myndi það veikja íslenskan mjólkuriðnað, draga úr framleiðslu innanlands og auka háð landsins á innflutningi. Slík þróun myndi ekki aðeins rýra tekjur bænda heldur einnig hafa áhrif á fæðuöryggi landsins. Er það stefna stjórnvalda að veikja íslenskan landbúnað svo að innfluttar vörur verði ráðandi? Leikreglur réttarríkisins Það væri áhugavert að fá skýra afstöðu framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda í þessari umræðu. Er hann að tala fyrir því að lækka eða afnema tolla á mjólkurvörur? Eða leggur hann til að vörur séu tollflokkaðar gegn gildandi tollalögum og skýringum við tollskrá, einungis til að tryggja tollfrjálsan innflutning fárra innflutningsfyrirtækja í trássi við niðurstöður íslenskra dómstóla á íslenskri löggjöf? Áhugavert væri að sjá hver svör hans eru við þessum spurningum sem og að fá sjónarmið hans til tollahækkana Noregs á osta og aðrar vörur frá 2012, svo og afstöðu hans til tollahækkana Noregs á kartöflur og aðrar vörur frá 2024. Í báðum tilvikum voru tollar hækkaðir um 100-300% undir forsæti vinstri stjórna í Noregi. Þar sem framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er sérstakur áhugamaður um frjáls vöruviðskipti og það hvernig nágrannaþjóðir Íslands haga sínum viðskiptum, þá hlýtur hann að vilja skoða með ígrunduðum hætti hvort íslensk landbúnaðarstefna hafi fram til þessa verið að skera sig með áberandi hætti frá t.d. fordæmi Norðmanna sem hafa sett sér skýra stefnu í þessum málaflokki. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Erna Bjarnadóttir Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist 28. febrúar 2025, er því haldið fram að tollflokkun rifins pítsaosts með jurtaolíu geri innflutning nánast ómögulegan og tryggi þannig Mjólkursamsölunni (MS) markaðsráðandi stöðu. MS er vissulega markaðsráðandi aðili, en það þýðir ekki að fyrirtækið hafi óskorað vald yfir verðlagningu eins og látið er í veðri vaka. Þvert á móti er MS bundið af tveimur þáttum sem önnur fyrirtæki búa ekki við: Hráefnisverði til bænda, sem er ákveðið af lögbundinni verðlagsnefnd. Opinberri verðlagningu á um það bil helmingi afurða sinna, sem takmarkar svigrúm fyrirtækisins til verðlagningar og hefur bein áhrif á starfsemi þess. Tollflokkunin er í samræmi við lög Héraðsdómur Reykjavíkur, Landsréttur og Endurupptökudómur hafa staðfest að tollflokkun rifins pítsaosts sé rétt og í samræmi við íslensk tollalög. Álit Alþjóðatollastofnunarinnar (WCO) um tollflokkun þessa osts hefur verið tekið til umfjöllunar fyrir íslenskum dómstólum, og þar hefur verið staðfest að íslensk lög ganga framar í þessum efnum. Fullyrðingar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um pólitískan þrýsting fulltrúa kúabænda til að fá fjármálaráðuneytið til að hnekkja þessari löglega dæmdu tollflokkun með pennastriki standast því ekki skoðun. Þvert á móti er það Félag atvinnurekenda sjálft sem nú beitir pólitískum þrýstingi til að knýja á um að stjórnvöld haldi sig við áformin um breytingu á tollflokkun, sem kynnt var í samráðsgátt. MS er ekki einokunarfyrirtæki MS vinnur í lögbundnu kerfi þar sem öllum mjólkurvinnslum á Íslandi stendur til boða að kaupa hráefni á sömu kjörum og MS. Auk þess eru innfluttar mjólkurvörur hluti af þessum markaði. Samkvæmt búvörulögum nr. 99/1993 hefur markaðsráðandi aðili einnig skyldu til að selja óunna mjólk til allra sem vilja vera í mjólkurvinnslu, sem tryggir að aðrir aðilar geti starfað á markaðnum. Í ljósi þessara staðreynda standast ekki staðhæfingar um einokun. EES-samningurinn og tollvernd landbúnaðarvara EES-samningurinn byggir á tveimur meginþáttum þegar kemur að viðskiptum með landbúnaðarvörur. Viðkvæmar landbúnaðarvörur, þar á meðal ostur, falla undir 19. grein samningsins og um viðskipti með þær er sérstaklega samið milli Íslands og ESB. Undir bókun 3 við EES samninginn falla blönduð matvæli, þar sem verðjöfnunargjöld koma einnig til sögunnar til að jafna samkeppnisstöðu innlendra búvöruframleiðenda gagnvart innfluttum vörum. EES-samningurinn heimilar því tolla og verðjöfnunargjöld á landbúnaðarvörur þar sem ekki hefur verið samið um gagnkvæma lækkun tolla í sérstökum samningum. Verðjöfnunargjöld eru í raun órjúfanlegur hluti af EES-samningnum og eru notuð bæði í ESB og Noregi, á meðan Ísland hefur ekki nýtt sér þetta úrræði. Afleiðingar afnáms tollverndar Afnám tollverndar og undanþága frá samkeppnislögum myndi hafa djúpstæð áhrif á íslenska mjólkurframleiðslu. Íslenskir bændur keppa nú þegar við innfluttar landbúnaðarvörur. Ef þessar verndaraðgerðir væru afnumdar myndi það veikja íslenskan mjólkuriðnað, draga úr framleiðslu innanlands og auka háð landsins á innflutningi. Slík þróun myndi ekki aðeins rýra tekjur bænda heldur einnig hafa áhrif á fæðuöryggi landsins. Er það stefna stjórnvalda að veikja íslenskan landbúnað svo að innfluttar vörur verði ráðandi? Leikreglur réttarríkisins Það væri áhugavert að fá skýra afstöðu framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda í þessari umræðu. Er hann að tala fyrir því að lækka eða afnema tolla á mjólkurvörur? Eða leggur hann til að vörur séu tollflokkaðar gegn gildandi tollalögum og skýringum við tollskrá, einungis til að tryggja tollfrjálsan innflutning fárra innflutningsfyrirtækja í trássi við niðurstöður íslenskra dómstóla á íslenskri löggjöf? Áhugavert væri að sjá hver svör hans eru við þessum spurningum sem og að fá sjónarmið hans til tollahækkana Noregs á osta og aðrar vörur frá 2012, svo og afstöðu hans til tollahækkana Noregs á kartöflur og aðrar vörur frá 2024. Í báðum tilvikum voru tollar hækkaðir um 100-300% undir forsæti vinstri stjórna í Noregi. Þar sem framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er sérstakur áhugamaður um frjáls vöruviðskipti og það hvernig nágrannaþjóðir Íslands haga sínum viðskiptum, þá hlýtur hann að vilja skoða með ígrunduðum hætti hvort íslensk landbúnaðarstefna hafi fram til þessa verið að skera sig með áberandi hætti frá t.d. fordæmi Norðmanna sem hafa sett sér skýra stefnu í þessum málaflokki. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun