Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 21:24 Nanna segist fegin að bera enga ábyrgð á notkun myndanna. Vísir/Samsett Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur segist standandi hissa yfir notkun Ríkisútvarpsins á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum um sögu matar og matarmenningar á Íslandi. Í þáttunum eru fleiri viðtöl við Nönnu sem hefur mikið fjallað um matarsögu Íslands. „Ég er svo standandi hissa yfir öllum þessum gervigreindarmyndum, sem eru svo uppfullar af rangfærslum og ranghugmyndum og ganga þvert á staðreyndir um matarsögu, húsakynni, lifnaðarhætti og bara allt saman að ég á ekki orð. Skil ekki tilganginn með þeim, fyrir utan náttúrlega hvað þær eru hallærislegar og klisjukenndar,“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum. Misvísandi myndefni í fræðsluskyni Þættirnir Matarsaga Íslands eru í umsjón Gísla Einarssonar og Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur. Í þáttunum er matarmenningu Íslendinga gerð skil frá landnámi til dagsins í dag. Að þáttunum komu sérfræðingar og fræðimenn og því skýtur ansi skökku við að bersýnilega misvísandi myndefni sé notað í fræðsluskyni. Nanna segir þar að auki ekki neina þörf hafa verið á því að nota slíkt efni þar sem hellingur er til af ljósmyndum og öðru myndefni. „Kaupmannsbúð um 1900 með stóru skilti sem stendur á Kjörbúð - hálfri öld áður en það hugtak varð til? Eða bíddu - það eru bílar þarna, frá sjöunda eða áttunda áratugnum sýnist mér. Hvað er þessi grjóthlaðna „kjörbúð“ þá að gera þarna í umfjöllun um eggjainnflutning? Fyrir utan allt annað á þeirri mynd? Það er til hellingur af fínum ljósmyndum af íslenskum verslunum frá þessum tíma,“ segir hún. Te í leirskál skreyttri að hætti miðameríkumanna til forna Nanna segir jafnframt að hún hafi sérstaklega tekið það fram á einum fyrsta undirbúningsfundinum að þættirnir mættu alls ekki verða til þess að viðhalda ranghugmyndum fólks um mat á fyrri öldum eða skapa nýjar. Það sé einmitt það sem hætt er við að gerist við notkun gervigreindarmyndanna. Myndin að ofan er sú sem Ríkisútvarpið kaus að nota til að sýna innflutning um aldamótin þarsíðustu. Sú að neðan er af gufuskipinu Botníu.Vísir/Samsett Máli sínu til stuðnings ber hún saman tvær myndir, eina af Botníu, gufuskipi sem sigldi með varning á milli Íslands og Danmerkur um aldamótin 1900, og svo myndinni sem Ríkisútvarpið kaus að nota af eggjainnflutningi um svipað leyti. „Innflutningur yfir úfinn sjó til Íslands á opnum smáskipum, með opna eggjakassa á þilfari?“ spyr hún sig kaldhæðnislega. Hipsterinn téði að hella hunangi út í te sem virðist vera framreitt í leirskál skreyttri að hætti miðamerískra frumbyggja til forna.RÚV/Skjáskot Hún tekur annað dæmi. „Á einni myndinni þar situr einhver sögualdarhipster með tagl og er að fá sér hunang út í teið sitt í stóru eldhúsi þar sem allt er alveg verulega óíslenskt, ekki síst stóri fjögurra rúðu glerglugginn við hlið hans. Íslensk eldhús voru gluggalaus fyrstu 1000 ár Íslandssögunnar eða svo,“ segir hún. Ríkisútvarpið Gervigreind Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira
„Ég er svo standandi hissa yfir öllum þessum gervigreindarmyndum, sem eru svo uppfullar af rangfærslum og ranghugmyndum og ganga þvert á staðreyndir um matarsögu, húsakynni, lifnaðarhætti og bara allt saman að ég á ekki orð. Skil ekki tilganginn með þeim, fyrir utan náttúrlega hvað þær eru hallærislegar og klisjukenndar,“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum. Misvísandi myndefni í fræðsluskyni Þættirnir Matarsaga Íslands eru í umsjón Gísla Einarssonar og Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur. Í þáttunum er matarmenningu Íslendinga gerð skil frá landnámi til dagsins í dag. Að þáttunum komu sérfræðingar og fræðimenn og því skýtur ansi skökku við að bersýnilega misvísandi myndefni sé notað í fræðsluskyni. Nanna segir þar að auki ekki neina þörf hafa verið á því að nota slíkt efni þar sem hellingur er til af ljósmyndum og öðru myndefni. „Kaupmannsbúð um 1900 með stóru skilti sem stendur á Kjörbúð - hálfri öld áður en það hugtak varð til? Eða bíddu - það eru bílar þarna, frá sjöunda eða áttunda áratugnum sýnist mér. Hvað er þessi grjóthlaðna „kjörbúð“ þá að gera þarna í umfjöllun um eggjainnflutning? Fyrir utan allt annað á þeirri mynd? Það er til hellingur af fínum ljósmyndum af íslenskum verslunum frá þessum tíma,“ segir hún. Te í leirskál skreyttri að hætti miðameríkumanna til forna Nanna segir jafnframt að hún hafi sérstaklega tekið það fram á einum fyrsta undirbúningsfundinum að þættirnir mættu alls ekki verða til þess að viðhalda ranghugmyndum fólks um mat á fyrri öldum eða skapa nýjar. Það sé einmitt það sem hætt er við að gerist við notkun gervigreindarmyndanna. Myndin að ofan er sú sem Ríkisútvarpið kaus að nota til að sýna innflutning um aldamótin þarsíðustu. Sú að neðan er af gufuskipinu Botníu.Vísir/Samsett Máli sínu til stuðnings ber hún saman tvær myndir, eina af Botníu, gufuskipi sem sigldi með varning á milli Íslands og Danmerkur um aldamótin 1900, og svo myndinni sem Ríkisútvarpið kaus að nota af eggjainnflutningi um svipað leyti. „Innflutningur yfir úfinn sjó til Íslands á opnum smáskipum, með opna eggjakassa á þilfari?“ spyr hún sig kaldhæðnislega. Hipsterinn téði að hella hunangi út í te sem virðist vera framreitt í leirskál skreyttri að hætti miðamerískra frumbyggja til forna.RÚV/Skjáskot Hún tekur annað dæmi. „Á einni myndinni þar situr einhver sögualdarhipster með tagl og er að fá sér hunang út í teið sitt í stóru eldhúsi þar sem allt er alveg verulega óíslenskt, ekki síst stóri fjögurra rúðu glerglugginn við hlið hans. Íslensk eldhús voru gluggalaus fyrstu 1000 ár Íslandssögunnar eða svo,“ segir hún.
Ríkisútvarpið Gervigreind Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira