Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 19:36 Þorgerður Katrín segir Ísland hafa allt undir því að alþjóðalög séu virt. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. Mikið hefur verið rætt og ritað um spennuþrunginn fund Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær. Bandaríkjaforseti og varaforseti fóru mikinn og hreint út sagt helltu sér yfir hann. Þeir brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum hernaðarstuðningi og vísuðu honum svo á dyr. Varanlegur friður torsóttur án Bandaríkjanna Hún segir stöðuna sem uppi er komin snúna. „Og það er alveg ljóst að eftir þessa uppákomu í gær, jafnvel væri hægt að kalla þetta fyrirsátur, þá hefur staðan orðið snúnari,“ segir hún. „Það sem er kannski það skásta sem hefur komið út úr þessu er að Evrópuríkin eru enn frekar að þétta raðirnar en við megum ekki vera blaut á bak við eyrun. Réttlátum, varanlegum friði verður erfitt að ná nema með Bandaríkjunum og þeirra baktryggingu,“ segir Þorgerður. Hún segir að þó að sárt sé að horfa upp á það sé eina raunhæfa leiðin til friðar að Selenskí takist að bæta samband sitt við Bandaríkjaforseta. „Það er að reyna að fá alla að samningaborðinu og passa upp á það sérstaklega að það verði ekki Pútín sem verði sterki maðurinn við borðið með öll spil á hendi. Ég vona að það sé hægt að forða Úkraínu og allri Evrópu frá því,“ segir hún. Ísland hafi allt undir því að alþjóðalög séu virt Hún segir marga hafa spurt sig hvort Trump og Vladímír Pútín Rússlandsforseti séu þegar búnir að komast að einhvers konar samkomulagi en vildi ekki úttala sig um það. Mikilvægara væri að hafa það í huga að Bandaríkin og Evrópa eru bandamenn. „Staðan er snúin en við verðum að vona það að vestræn lýðræðisöfl meðal annars land hinna frjálsu og heimili hinna hugrökku, Bandaríkin, séu raunverulega með lýðræðisþjóðunum og Evrópu í liði þegar kemur að varanlegum og réttlátum friði í Úkraínu,“ segir Þorgerður. Það sé mikið undir fyrir okkur Íslendinga sem eigum allt undir því komið að alþjóðalög séu virt. Selenskí er nú staddur í Lundúnum þar sem Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur boðið evrópskum leiðtogum á fund. Þorgerður Katrín segir Ísland ekki eiga fulltrúa á fundinum en að ríkisstjórnin sé í nánum samskiptum við fulltrúa Danmerkur sem sækja fundinn. „Það sem skiptir öllu núna er að það verði ekki bara háfleyg orð og vel meinandi. Það skiptir máli að sýna fram á það að við erum lausnamiðuð og stöndum með Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Utanríkismál Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Tengdar fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. 1. mars 2025 00:11 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um spennuþrunginn fund Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær. Bandaríkjaforseti og varaforseti fóru mikinn og hreint út sagt helltu sér yfir hann. Þeir brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum hernaðarstuðningi og vísuðu honum svo á dyr. Varanlegur friður torsóttur án Bandaríkjanna Hún segir stöðuna sem uppi er komin snúna. „Og það er alveg ljóst að eftir þessa uppákomu í gær, jafnvel væri hægt að kalla þetta fyrirsátur, þá hefur staðan orðið snúnari,“ segir hún. „Það sem er kannski það skásta sem hefur komið út úr þessu er að Evrópuríkin eru enn frekar að þétta raðirnar en við megum ekki vera blaut á bak við eyrun. Réttlátum, varanlegum friði verður erfitt að ná nema með Bandaríkjunum og þeirra baktryggingu,“ segir Þorgerður. Hún segir að þó að sárt sé að horfa upp á það sé eina raunhæfa leiðin til friðar að Selenskí takist að bæta samband sitt við Bandaríkjaforseta. „Það er að reyna að fá alla að samningaborðinu og passa upp á það sérstaklega að það verði ekki Pútín sem verði sterki maðurinn við borðið með öll spil á hendi. Ég vona að það sé hægt að forða Úkraínu og allri Evrópu frá því,“ segir hún. Ísland hafi allt undir því að alþjóðalög séu virt Hún segir marga hafa spurt sig hvort Trump og Vladímír Pútín Rússlandsforseti séu þegar búnir að komast að einhvers konar samkomulagi en vildi ekki úttala sig um það. Mikilvægara væri að hafa það í huga að Bandaríkin og Evrópa eru bandamenn. „Staðan er snúin en við verðum að vona það að vestræn lýðræðisöfl meðal annars land hinna frjálsu og heimili hinna hugrökku, Bandaríkin, séu raunverulega með lýðræðisþjóðunum og Evrópu í liði þegar kemur að varanlegum og réttlátum friði í Úkraínu,“ segir Þorgerður. Það sé mikið undir fyrir okkur Íslendinga sem eigum allt undir því komið að alþjóðalög séu virt. Selenskí er nú staddur í Lundúnum þar sem Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur boðið evrópskum leiðtogum á fund. Þorgerður Katrín segir Ísland ekki eiga fulltrúa á fundinum en að ríkisstjórnin sé í nánum samskiptum við fulltrúa Danmerkur sem sækja fundinn. „Það sem skiptir öllu núna er að það verði ekki bara háfleyg orð og vel meinandi. Það skiptir máli að sýna fram á það að við erum lausnamiðuð og stöndum með Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Utanríkismál Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Tengdar fréttir Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. 1. mars 2025 00:11 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira
Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08
Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02
Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. 1. mars 2025 00:11