Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2025 21:01 Sigvaldi Björn sýndi sínar bestu hliðar. Beate Oma Dahle/NTB Sigvaldi Björn Guðjónsson fór mikinn þegar Kolstad lagði Magdeburg óvænt í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Þá átti Janus Daði Smárason góðan leik þegar Pick Szeged gerði jafntefli við Barcelona. Eftir jafnan fyrri hálfleik í Noregi var það Kolstad sem leiddi með einu marki í hálfleik, staðan þá 15-14. Í síðari hálfleik voru það áfram heimamenn sem voru með undirtökin og unnu þeir á endanum óvæntan fjögurra marka sigur, lokatölur 31-27. Sigvaldi Björn var svo gott sem óstöðvandi í liði Kolstad en hann skoraði 10 mörk og gaf eina stoðsendingu. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark í liði heimamanna á meðan hvorki bróðir hans Arnór Snær né Sveinn Jóhannsson komust á blað. Hvað gestina varðar þá voru Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hvorugur með. Í Ungverjalandi var Barcelona í heimsókn og fór það svo að leiknum lauk með 29-29 jafntefli. Janus Daði skoraði fjögur mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Aðeins Mario Šoštarić kom að jafn mörgum mörkum í liði heimamanna. A heart-stopping finish in Szeged. The defending champions @FCBhandbol 🔵🔴 rescue 1 point with 𝟮 𝗴𝗼𝗮𝗹𝘀 𝗶𝗻 𝘁𝗵𝗲 𝗹𝗮𝘀𝘁 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲!#CLM #handball #ehfcl pic.twitter.com/xMM2res0u7— EHF Champions League (@ehfcl) February 27, 2025 Báðir leikirnir voru í B-riðli Meistaradeildarinnar og er staðan þannig að Pick Szeged er í 4. sæti með 13 stig að loknum jafn mörgum leikjum. Magdeburg er með 11 stig í 5. sæti líkt og Kolstad sem er sæti neðar. Öll liðin hafa leikið 13 leiki og aðeins ein umferð eftir. Alls eru leiknir 14 leikir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Að þeim loknum fara efstu tvö liðin í báðum riðlum beint í 8-liða úrslit á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Þá skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk þegar Bjerringbro-Silkeborg og Sönderjyske gerðu jafntefli í efstu deild Danmerkur, lokatölur 31-31. Guðmundur Bragi og félagar sitja nú í 5. sæti með 23 stig að loknum 20 leikjum. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira
Eftir jafnan fyrri hálfleik í Noregi var það Kolstad sem leiddi með einu marki í hálfleik, staðan þá 15-14. Í síðari hálfleik voru það áfram heimamenn sem voru með undirtökin og unnu þeir á endanum óvæntan fjögurra marka sigur, lokatölur 31-27. Sigvaldi Björn var svo gott sem óstöðvandi í liði Kolstad en hann skoraði 10 mörk og gaf eina stoðsendingu. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark í liði heimamanna á meðan hvorki bróðir hans Arnór Snær né Sveinn Jóhannsson komust á blað. Hvað gestina varðar þá voru Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hvorugur með. Í Ungverjalandi var Barcelona í heimsókn og fór það svo að leiknum lauk með 29-29 jafntefli. Janus Daði skoraði fjögur mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Aðeins Mario Šoštarić kom að jafn mörgum mörkum í liði heimamanna. A heart-stopping finish in Szeged. The defending champions @FCBhandbol 🔵🔴 rescue 1 point with 𝟮 𝗴𝗼𝗮𝗹𝘀 𝗶𝗻 𝘁𝗵𝗲 𝗹𝗮𝘀𝘁 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲!#CLM #handball #ehfcl pic.twitter.com/xMM2res0u7— EHF Champions League (@ehfcl) February 27, 2025 Báðir leikirnir voru í B-riðli Meistaradeildarinnar og er staðan þannig að Pick Szeged er í 4. sæti með 13 stig að loknum jafn mörgum leikjum. Magdeburg er með 11 stig í 5. sæti líkt og Kolstad sem er sæti neðar. Öll liðin hafa leikið 13 leiki og aðeins ein umferð eftir. Alls eru leiknir 14 leikir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Að þeim loknum fara efstu tvö liðin í báðum riðlum beint í 8-liða úrslit á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Þá skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk þegar Bjerringbro-Silkeborg og Sönderjyske gerðu jafntefli í efstu deild Danmerkur, lokatölur 31-31. Guðmundur Bragi og félagar sitja nú í 5. sæti með 23 stig að loknum 20 leikjum.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira