Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. febrúar 2025 21:00 Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum frá og með næsta hausti. Vísir/Vilhelm Barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti og undirbýr frumvarp þess efnis. Ráðherrann segir mikilvægt að grípa inn í og verja börn gegn ágangi samfélagsmiðla. Dönsk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að til standi að banna snjallsíma og önnur snjalltæki í eigu nemenda í skólum og frístundaheimilum þar í landi. Með lagabreytingu á að tryggja að Danir verði í hópi þeirra þjóða sem hvað lengst hafa gengið til að halda snjalltækjunum fyrir utan skólana. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra segir unnið að svipuðu snjallsímabanni í skólum hér á landi. „Það stendur náttúrulega í stjórnarsáttmálanum að það eigi að banna síma í skólum og ég er þegar byrjuð að vinna að því innan ráðuneytisins. Ég var að vonast til að við gætum lagt fram lagabreytingu um þetta núna á þessu þingi. Það er óvíst að það takist alla leið en kannski þannig að það gefi mér heimild til reglugerðarbreytingar en ég myndi gjarnan vilja koma þessu á fyrir næsta skólaár.“ Hún segir ríkisstjórnina samstíga í málinu. „Það er einhugur um þetta í ríkisstjórninni. Ég get líka sagt það að ég nefndi þetta fyrir allsherjar- og menntamálanefnd um daginn og það var algjör einhugur þar líka um að þetta væri eitthvað sem væri nauðsynlegt að gera.“ Vel hafi gefist að draga úr snjallsímanotkun þar sem það hafi verið reynt. Mikilvægt sé að grípa inn í því margt geti afvegaleitt börn, ekki síst óheft aðgengi að samfélagsmiðlum í símunum. „Við þurfum að verja börnin okkar gegn þessum ágangi samfélagsmiðla. Það er fólk úti í heimi sem er, hvað á ég að segja, sérmenntað í að halda athygli barna og kann að gera þetta og ætlum við bara að láta þetta allt saman bara í hendurnar á þessu fólki. Ég er ekki sammála því. Ég tel að við verðum að grípa inn í til dæmis bara fyrir félagsþroska barna, þó ekki væri annað, en það eru margir þættir sem koma þarna inn.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Alþingi Símanotkun barna Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Dönsk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að til standi að banna snjallsíma og önnur snjalltæki í eigu nemenda í skólum og frístundaheimilum þar í landi. Með lagabreytingu á að tryggja að Danir verði í hópi þeirra þjóða sem hvað lengst hafa gengið til að halda snjalltækjunum fyrir utan skólana. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra segir unnið að svipuðu snjallsímabanni í skólum hér á landi. „Það stendur náttúrulega í stjórnarsáttmálanum að það eigi að banna síma í skólum og ég er þegar byrjuð að vinna að því innan ráðuneytisins. Ég var að vonast til að við gætum lagt fram lagabreytingu um þetta núna á þessu þingi. Það er óvíst að það takist alla leið en kannski þannig að það gefi mér heimild til reglugerðarbreytingar en ég myndi gjarnan vilja koma þessu á fyrir næsta skólaár.“ Hún segir ríkisstjórnina samstíga í málinu. „Það er einhugur um þetta í ríkisstjórninni. Ég get líka sagt það að ég nefndi þetta fyrir allsherjar- og menntamálanefnd um daginn og það var algjör einhugur þar líka um að þetta væri eitthvað sem væri nauðsynlegt að gera.“ Vel hafi gefist að draga úr snjallsímanotkun þar sem það hafi verið reynt. Mikilvægt sé að grípa inn í því margt geti afvegaleitt börn, ekki síst óheft aðgengi að samfélagsmiðlum í símunum. „Við þurfum að verja börnin okkar gegn þessum ágangi samfélagsmiðla. Það er fólk úti í heimi sem er, hvað á ég að segja, sérmenntað í að halda athygli barna og kann að gera þetta og ætlum við bara að láta þetta allt saman bara í hendurnar á þessu fólki. Ég er ekki sammála því. Ég tel að við verðum að grípa inn í til dæmis bara fyrir félagsþroska barna, þó ekki væri annað, en það eru margir þættir sem koma þarna inn.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Alþingi Símanotkun barna Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira