Innlent

Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Nýr kjarasamningur Kennarasambands Íslands gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðinga Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir skyndilegum kostnaði.

Efling hefur sagt upp kjarasamningi um 2.300 félagsmanna í hjúkrunarstörfum. Við ræðum við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um málið í beinni.

Barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti og undirbýr nú frumvarp þessa efnis. Við hittum ráðherrann sem segir mikilvægt að grípa inn í og verja börn gegn ágangi samfélagsmiðla

Þá mætir fjármála- og efnahagsráðherra í myndver og fer yfir áhrif mögulegs tollastríðs Bandaríkjamanna gegn Evrópusambandinu. Donald Trump boðaði í gær 25% toll á innflutning frá ríkjum ESB og Evrópusambandið svarar fullum hálsi.

Auk þess kíkjum við á ráðstefnu um hugvíkkandi efni og Magnús Hlynur hittir dansara sem er að fara að keppa á Ólympíuleikum fatlaðra.

Í Sportpakkanum hittum við landsliðsmanninn Tryggva Snæ sem var mættur aftur í skólann daginn eftir sigur gegn Tyrkjum og í Íslandi í dag kynnir Vala Matt sér heitustu straumana í innanhúshönnun.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×