Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:32 Innri þróunarmarkmið er hugmyndafræði sem fjallar um hvaða eiginleika og hæfni einstaklingar og samfélög þurfa að tileinka sér til að takast á við flóknar áskoranir samtímans og jafnframt hvernig við sem mannkyn náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru stór og yfirgripsmikil og stundum er ekki alveg ljóst hvernig við sem einstaklingar eða samfélög getum lagt okkar af mörkum til að ná þeim. Innri þróunarmarkmiðin eru þróuð til að brúa þetta bil og tilgangur þeirra er að fjalla um og benda á hvaða innri hæfni og gildi gera einstaklingum og samfélögum betur kleift að nálgast Heimsmarkmiðin á sama tíma sem þau bæta eigin velsæld. IÞ byggir á þeirri nálgun að til að ná fram samfélagslegum breytingum sé nauðsynlegt að efla og styrkja innri eiginleika eins og sjálfsvitund, samhygð og skapandi hugsun. Þau tengja sem sé saman persónulegan þroska einstaklinga og samfélagslegar breytingar. Þannig geta Innri þróunarmarkmiðin hjálpað einstaklingum, stofnunum og samfélögum að byggja upp styrk og færni sem gagnast bæði einstaklingum og heildinni. Þessi innri gildi og markmið voru þróuð í samtali við yfir 4000 sérfræðinga, vísindafólk, leiðtoga og einstaklinga frá 40 löndum sem voru beðin um að svara spurningunni: Hvaða hæfniog eiginleika telur þú aðeinstaklingar og samfélög þurfi að tileinki sér svo að mannkynið nái Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Útkoman varð 23 hæfnisþættir sem flokkaðir eru niður í 5 víddir. Að vera (Being) - Að styrkja tengsl við sjálfan sig, efla sjálfsþekkingu, innri ró og djúpa vitund. Hugsun (Thinking) - Að efla gagnrýna og heildræna hugsun til að takast á við flóknar áskoranir. Tengsl (Relating) - Að auka samkennd, skilning og tengsl við aðra. Samvinna (Collaborating) - Að þróa hæfni í samvinnu og byggja upp traust og sameiginlega sýn. Aðgerð (Acting) - Að efla hugrekki, jákvæðni og seiglu ásamt því að þróa skapandi og lausnamiðaða hugsun til að framkvæma í takt við hagsældar markmið. Fjölmargar rannsóknir styðja þessa nálgun og í kjölfarið á þessari vinnu hafa fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir tileinkað sér þessa hugmyndafræði, hvort sem er í persónulegu lífi, inni í skólum eða inni í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki á borð við IKEA, Google, Novartis og Great Place to Work hafa tekið markmiðin inn í sína stefnumótun og samfélaglega ábyrgð og Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með nýta ramman til að rækta tengsl okkar við okkur sjálf, samfélagið og náttúruna. Innri þróunarmarkmiðin minna okkur á með því að efla innri eiginleika okkar, eins og okkar eigin innri áttavita, getum við lagt grunninn að réttlátari og sjálfbærari framtíð fyrir alla. Á fimmtudaginn 6. mars kl 17:30 verður kynning og vinnustofa í Gerðubergi á Innri þróunarmarkmiðunum og hvernig okkar innri vegferð getur leitt til ytri grósku. Höfundur er ráðgjafi og núvitundarkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Innri þróunarmarkmið er hugmyndafræði sem fjallar um hvaða eiginleika og hæfni einstaklingar og samfélög þurfa að tileinka sér til að takast á við flóknar áskoranir samtímans og jafnframt hvernig við sem mannkyn náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru stór og yfirgripsmikil og stundum er ekki alveg ljóst hvernig við sem einstaklingar eða samfélög getum lagt okkar af mörkum til að ná þeim. Innri þróunarmarkmiðin eru þróuð til að brúa þetta bil og tilgangur þeirra er að fjalla um og benda á hvaða innri hæfni og gildi gera einstaklingum og samfélögum betur kleift að nálgast Heimsmarkmiðin á sama tíma sem þau bæta eigin velsæld. IÞ byggir á þeirri nálgun að til að ná fram samfélagslegum breytingum sé nauðsynlegt að efla og styrkja innri eiginleika eins og sjálfsvitund, samhygð og skapandi hugsun. Þau tengja sem sé saman persónulegan þroska einstaklinga og samfélagslegar breytingar. Þannig geta Innri þróunarmarkmiðin hjálpað einstaklingum, stofnunum og samfélögum að byggja upp styrk og færni sem gagnast bæði einstaklingum og heildinni. Þessi innri gildi og markmið voru þróuð í samtali við yfir 4000 sérfræðinga, vísindafólk, leiðtoga og einstaklinga frá 40 löndum sem voru beðin um að svara spurningunni: Hvaða hæfniog eiginleika telur þú aðeinstaklingar og samfélög þurfi að tileinki sér svo að mannkynið nái Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Útkoman varð 23 hæfnisþættir sem flokkaðir eru niður í 5 víddir. Að vera (Being) - Að styrkja tengsl við sjálfan sig, efla sjálfsþekkingu, innri ró og djúpa vitund. Hugsun (Thinking) - Að efla gagnrýna og heildræna hugsun til að takast á við flóknar áskoranir. Tengsl (Relating) - Að auka samkennd, skilning og tengsl við aðra. Samvinna (Collaborating) - Að þróa hæfni í samvinnu og byggja upp traust og sameiginlega sýn. Aðgerð (Acting) - Að efla hugrekki, jákvæðni og seiglu ásamt því að þróa skapandi og lausnamiðaða hugsun til að framkvæma í takt við hagsældar markmið. Fjölmargar rannsóknir styðja þessa nálgun og í kjölfarið á þessari vinnu hafa fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir tileinkað sér þessa hugmyndafræði, hvort sem er í persónulegu lífi, inni í skólum eða inni í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki á borð við IKEA, Google, Novartis og Great Place to Work hafa tekið markmiðin inn í sína stefnumótun og samfélaglega ábyrgð og Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með nýta ramman til að rækta tengsl okkar við okkur sjálf, samfélagið og náttúruna. Innri þróunarmarkmiðin minna okkur á með því að efla innri eiginleika okkar, eins og okkar eigin innri áttavita, getum við lagt grunninn að réttlátari og sjálfbærari framtíð fyrir alla. Á fimmtudaginn 6. mars kl 17:30 verður kynning og vinnustofa í Gerðubergi á Innri þróunarmarkmiðunum og hvernig okkar innri vegferð getur leitt til ytri grósku. Höfundur er ráðgjafi og núvitundarkennari.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar