Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2025 11:31 Það eru mikil tímamót framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Við munum kjósa okkur nýja forystu og í kjöri eru nú þegar tvær frábærar konur. Það er mjög jákvætt og fellur það í skaut okkar ágætu landsfundarfulltrúa,að velja á milli þeirra. Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur, en hvers vegna? Ég þekkti afar vel föður Guðrúnar, Hafstein Kristinsson heitinn, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði og stofnanda Kjöríss. Heiðarleiki og sanngirni voru hans aðalsmerki og ég veit af kynnum mínum við Guðrúnu að þau eru það einnig hjá henni. Guðrún hefur langa reynslu af ýmiss konar störfum í þágu atvinnulífsins, sem formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins og formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Auk þess hefur hún komið að rekstri fjölskyldufyrirtækisins í áratugi. Þessi víðtæka reynsla úr atvinnulífinu er gulls ígildi fyrir formann Sjálfstæðisflokksins. Guðrún stóð sig mjög vel sem dómsmálaráðherra, þann stutta tíma sem hún var í því ráðuneyti. Það var ekki hávaðinn sem einkenndi hennar störf þar heldur lét hún verkin tala. Hún lét þó engan vaða yfir sig í almennri né þinglegri umræðu. Það sýnir styrk hennar sem stjórnanda og pólitískan fulltrúa landsmanna. Guðrún er ekki fædd með silfurskeið í munni heldur hefur hún þurft að vinna fyrir sér frá unga aldri. Hún er mikil fjölskyldukona og hefur marga fjöruna sopið. Lífið er mismunandi hjá okkur öllum og ekki alltaf einfalt eins og flestir landsmenn hafa reynt um ævina. Guðrún vill báknið burt og mun stuðla að því eftir bestu getu. Frelsi með ábyrgð er ein af grundvallarstoðum Sjálfstæðisflokksins og þar vill hún vera. Þar vilja sjálfstæðismenn líka vera. Guðrún nær vel til ungs fólks sem og þeirra sem eldri eru og það er mikill kostur. Hún gefur sig að þeim sem hún talar við hverju sinni en það er eiginleiki sem ekki er öllum gefinn. Við getum því búist við að með því móti takist henni að laða unga fólkið að flokknum og eldri borgarar sem stutt hafa flokkinn, en snúið tímabundið frá honum, komi til baka. Það þarf flokkurinn sannarlega núna. Guðrún er fædd á landsbyggðinni og býr þar ennþá. Ég held að það væri gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá slíkan einstakling sem formann. Flestir formenn Sjálfstæðisflokksins hafa komið af höfuðborgarsvæðinu og kominn tími til að breyta því. Guðrún er á góðum aldri, með mikla víðtæka lífsreynslu, hefur verið lengi á vinnumarkaði bæði sem launþegi og stjórnandi og er því frábær kandidat í formannsembættið hjá Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna styð ég hana í það embætti um næstu helgi. Það ættu aðrir ágætir landsfundarfulltrúar líka að gera. Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Það eru mikil tímamót framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Við munum kjósa okkur nýja forystu og í kjöri eru nú þegar tvær frábærar konur. Það er mjög jákvætt og fellur það í skaut okkar ágætu landsfundarfulltrúa,að velja á milli þeirra. Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur, en hvers vegna? Ég þekkti afar vel föður Guðrúnar, Hafstein Kristinsson heitinn, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði og stofnanda Kjöríss. Heiðarleiki og sanngirni voru hans aðalsmerki og ég veit af kynnum mínum við Guðrúnu að þau eru það einnig hjá henni. Guðrún hefur langa reynslu af ýmiss konar störfum í þágu atvinnulífsins, sem formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins og formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Auk þess hefur hún komið að rekstri fjölskyldufyrirtækisins í áratugi. Þessi víðtæka reynsla úr atvinnulífinu er gulls ígildi fyrir formann Sjálfstæðisflokksins. Guðrún stóð sig mjög vel sem dómsmálaráðherra, þann stutta tíma sem hún var í því ráðuneyti. Það var ekki hávaðinn sem einkenndi hennar störf þar heldur lét hún verkin tala. Hún lét þó engan vaða yfir sig í almennri né þinglegri umræðu. Það sýnir styrk hennar sem stjórnanda og pólitískan fulltrúa landsmanna. Guðrún er ekki fædd með silfurskeið í munni heldur hefur hún þurft að vinna fyrir sér frá unga aldri. Hún er mikil fjölskyldukona og hefur marga fjöruna sopið. Lífið er mismunandi hjá okkur öllum og ekki alltaf einfalt eins og flestir landsmenn hafa reynt um ævina. Guðrún vill báknið burt og mun stuðla að því eftir bestu getu. Frelsi með ábyrgð er ein af grundvallarstoðum Sjálfstæðisflokksins og þar vill hún vera. Þar vilja sjálfstæðismenn líka vera. Guðrún nær vel til ungs fólks sem og þeirra sem eldri eru og það er mikill kostur. Hún gefur sig að þeim sem hún talar við hverju sinni en það er eiginleiki sem ekki er öllum gefinn. Við getum því búist við að með því móti takist henni að laða unga fólkið að flokknum og eldri borgarar sem stutt hafa flokkinn, en snúið tímabundið frá honum, komi til baka. Það þarf flokkurinn sannarlega núna. Guðrún er fædd á landsbyggðinni og býr þar ennþá. Ég held að það væri gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá slíkan einstakling sem formann. Flestir formenn Sjálfstæðisflokksins hafa komið af höfuðborgarsvæðinu og kominn tími til að breyta því. Guðrún er á góðum aldri, með mikla víðtæka lífsreynslu, hefur verið lengi á vinnumarkaði bæði sem launþegi og stjórnandi og er því frábær kandidat í formannsembættið hjá Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna styð ég hana í það embætti um næstu helgi. Það ættu aðrir ágætir landsfundarfulltrúar líka að gera. Höfundur er eldri borgari á Akureyri.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun