Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. febrúar 2025 22:07 Lögfræðingur mótmælendanna veltir fyrir sér af hverju ummæli lögreglumanna hafi ekki komið fram í fyrri störfum eftirlitsnefndar. Þá spyr hann sig hvort unnið hafi verið hratt í þágu titekinnar niðurstöðu. Vísir/Ívar Fannar Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. Lögregla beitti um 40 manns piparúða í mótmælum í Skuggasundi síðasta sumar þegar ríkisstjórnarfundur fór þar fram. Níu manns hafa stefnt lögreglunni vegna aðgerðanna. Blásið var til mótmælanna á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta föstudag. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu fór síðasta sumar yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglu í mótmælunum og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera athugasemdir við framgöngu lögreglunnar. Í Héraðsdómi kom fram að í umræddum upptökum heyrist lögregla meðal annars spyrja hvort ekki eigi að gasa mótmælendur, þá eru þeir kallaðir snarklikkað lið. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, furðar sig á ummælum lögreglunnar. „Það eru ummæli þar sem einn mótmælandi er kallaður helvítis dýrið. Svo eru ummæli þar sem lögreglumaður segir ,Þetta lið er snarklikkað',“ segir Oddur. Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna Formaður eftirlitsnefndarinnar með störfum lögreglu hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins. Þar kemur fram nefndin ætli aftur að fara yfir myndefnið. Hafi ákveðið orðfæri farið fram hjá henni muni hún taka ákvörðun í framhaldinu. Oddur veltir fyrir sér af hverju ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr við ummælin. „Maður veltir fyrir sér af hverju þetta hefur ekki komið fram í fyrri störfum nefndarinnar. Þá spyr maður sig líka hvort það hafi verið unnið hratt í þágu titekinnar niðurstöðu,“ segir Oddur. Hann telur að Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna í myndbandsupptökunum. „Ég byggði á því í mínu málflutningi að þetta þyrfti að skoða í samhengi. Einkum þegar kemur að því að meta huglæga afstöðu lögreglunnar til þeirra verkefna sem þeir voru hér að sinna,“ segir Oddur. Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. 26. febrúar 2025 11:19 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
Lögregla beitti um 40 manns piparúða í mótmælum í Skuggasundi síðasta sumar þegar ríkisstjórnarfundur fór þar fram. Níu manns hafa stefnt lögreglunni vegna aðgerðanna. Blásið var til mótmælanna á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta föstudag. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu fór síðasta sumar yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglu í mótmælunum og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera athugasemdir við framgöngu lögreglunnar. Í Héraðsdómi kom fram að í umræddum upptökum heyrist lögregla meðal annars spyrja hvort ekki eigi að gasa mótmælendur, þá eru þeir kallaðir snarklikkað lið. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, furðar sig á ummælum lögreglunnar. „Það eru ummæli þar sem einn mótmælandi er kallaður helvítis dýrið. Svo eru ummæli þar sem lögreglumaður segir ,Þetta lið er snarklikkað',“ segir Oddur. Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna Formaður eftirlitsnefndarinnar með störfum lögreglu hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins. Þar kemur fram nefndin ætli aftur að fara yfir myndefnið. Hafi ákveðið orðfæri farið fram hjá henni muni hún taka ákvörðun í framhaldinu. Oddur veltir fyrir sér af hverju ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr við ummælin. „Maður veltir fyrir sér af hverju þetta hefur ekki komið fram í fyrri störfum nefndarinnar. Þá spyr maður sig líka hvort það hafi verið unnið hratt í þágu titekinnar niðurstöðu,“ segir Oddur. Hann telur að Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna í myndbandsupptökunum. „Ég byggði á því í mínu málflutningi að þetta þyrfti að skoða í samhengi. Einkum þegar kemur að því að meta huglæga afstöðu lögreglunnar til þeirra verkefna sem þeir voru hér að sinna,“ segir Oddur.
Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. 26. febrúar 2025 11:19 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. 26. febrúar 2025 11:19