Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 26. febrúar 2025 21:01 „Sterkur íslenskur her“ er fyrirsögn greinar sem góður kollegi minn, Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, birti í Morgunblaðinu í vikunni. Þar leiðir hann að því getum að við núverandi – og að ýmsu leyti mjög breyttar – aðstæður í alþjóðamálum _verði Ísland að axla meiri ábyrgð á eigin vörnum en áður“. Leggur hann til ýmsar aðgerðir í því skyni, til dæmis að efla stjórnsýslu varnarmála, sem flestir geta líklega tekið undir. Megin niðurstaða greinarhöfundar er þó sú að Ísland geti ekki lengur verið herlaust ríki og þurfi nú bráðnauðsynlega á _sterkum íslenskum her“ að halda. Breyttur heimur Öll erum við væntanlega sammála um að aðstæður á alþjóðavettvangi hafi breyst umtalsvert undanfarna mánuði og misseri, einkum eftir innrás Rússa í Úkraínu, útrýmingarstríðið sem staðið hefur í Palestínu og nú síðast kjör Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna, þar sem stjórnarhættir geðþóttans hafa tekið við af lýðræðishefðum og skipulegum verkferlum í stjórnkerfinu. Auðsýnd ásælni Bandaríkjaforseta í landsvæði og auðlindir á Norðurslóðum sem víðar, hefur valdið ótta og vakið okkur til umhugsunar um stöðu Íslands. Munum við sogast inn í hringiðu landvinningaátaka, varnarlítil örþjóð norður í Ballarhafi? Hvað er til ráða? Hvernig tryggjum við öryggi landsins? Vangaveltur um her á Íslandi eru ekki nýjar af nálinni og teygja sig langt aftur eftir síðustu öld. Um efnið hafa bæði verið skrifaðar blaðagreinar og bækur. Staðreyndin er þó sú að á Íslandi hefur til þessa verið samstaða um það sjónarmið að stríðsátök og hernaðarbrölt sé ekki farsæl leið fyrir litla og vanmegnuga þjóð í ófriðvænlegum heimi. Samstaða með bræðraþjóðum um varnir og öryggi innan ríkjabandalaga eftir diplómatískum leiðum séu vænlegri til árangurs. Vægi háskólasamfélagsins Á tímum þegar upplýsingaóreiða nærir geðþóttastjórnun, og línur gerast óskýrar í alþjóðastjórnmálum, verður hlutverk fjölmiðla og háskólasamfélagsins mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Þá ríður á að háskólar og þekkingarstofnanir leggi sitt af mörkum til þekkingarsköpunar og yfirvegaðrar umræðu. Skoðanagrein deildarforseta lagadeildar tjáir hans persónulegu afstöðu. Framlag Háskólans á Bifröst til málefnisins birtist hins vegar í námsframboði og þeim áherslum sem ríkja í fræðastarfi háskólans.Við Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst er nú boðið upp á tvær nýjar námslínur sem fjalla einmitt um stöðuna í breyttum heimi. Annars vegar er um að ræða grunnnámslínuna Öryggisfræði og almannavarnir sem hrundið var af stokkum s.l. haust til undirbyggingar meistaranámslínunnar Áfallastjórnunar sem fjallar um endurreisn og uppbyggingu eftir áföll og ógnir. Í öryggisfræðanáminu er öryggishugtakið sett í alþjóðlegt og íslenskt samhengi í ljósi sögu, stjórnmála, menningar og lagaumhverfis. Því er fylgt eftir með að kynna og greina þær ógnir sem alþjóðasamfélagið og Ísland sérstaklega stendur frammi fyrir og þær varnir sem við búum að. Fjallað er um þá innviði, auðlindir og regluverk sem styrkja varnir gegn öryggisvá sem og þá aðila sem koma að almannavörnum gegn slíkri ógn. Lykilhugtökin eru ekki hernaðarhyggja og valdbeiting, heldur almannaheill og samfélagsöryggi. Um þessar mundir er einnig að hefjast innritun í nýja meistaranámslínu, Samskiptastjórnun nefnist hún og fer af stað næsta haust. Upplýsingaóreiða og óljós skil milli fjölmiðla og annara samskiptamiðla geta verið ógn við samfélagsskipan og öryggi. Í náminu liggur áherslan á að skilja þverfaglegt samband miðlunar og samskipta í breytilegu nútímaumhverfi þar sem örugg miðlun upplýsinga og traust samskipti eru sífellt mikilvægari þáttur í stjórnun flestra skipulagsheilda. Samstöðu frekar en vopnaskak Það er á tímum sem þessum sem reynir á staðfestu og yfirvegun lítillar þjóðar og þeirra lykilstofnana sem hún byggir á, þar með háskólastofnana og fjölmiðla. Augljóst má vera að 400 þúsund manna þjóð mun aldrei geta komið sér upp burðugum her sem veitt geti minnsta viðnám ef til alvörunnar kæmi gagnvart milljónasamfélögum sem kunna að ásælast land okkar eða auðlindir. Okkar styrkur og sterkasta von til að standa af okkur ófrið á alþjóðavettvangi er sú vörn sem felst í alþjóðalögum, evrópskum og norrænum lýðræðishefðum og stjórnfestu – en ekki síst kröfunni um að ákvarðanir sem teknar eru í nafni þjóða séu teknar á forsendum þekkingar, almannaheilla og friðarhyggju. Að hvika frá kröfunni um að þau gildi ráði för jafngildir uppgjöf. Þar með er friðarkröfunni kastað fyrir róða og boðið upp á valdbeitingu með fyrirsjáanlegri niðurstöðu fyrir þann sem lítið afl hefur.Það er engin tilviljun að allt ungviði ber utan á sér varnarleysi á fyrsta skeiði lífs. Í því er fólgin helsta vörn náttúrunnar andspænis hættum heimsins. Í samfélagi þjóða eiga lítil og vanmáttug ríki allt sitt undir góðu samkomulagi við nágrannaríki, samningum og friðsamlegum lausnum. Það er sú staða sem við Íslendingar erum í nú um stundir. Herleysi er styrkur varnarlausrar örþjóðar. Styrkur okkar og von felst í öðru en vopnaskaki. Davíð sigraði ekki Golíat með aflsmunum heldur vitsmunum. Höfundur er deildarforseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
„Sterkur íslenskur her“ er fyrirsögn greinar sem góður kollegi minn, Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, birti í Morgunblaðinu í vikunni. Þar leiðir hann að því getum að við núverandi – og að ýmsu leyti mjög breyttar – aðstæður í alþjóðamálum _verði Ísland að axla meiri ábyrgð á eigin vörnum en áður“. Leggur hann til ýmsar aðgerðir í því skyni, til dæmis að efla stjórnsýslu varnarmála, sem flestir geta líklega tekið undir. Megin niðurstaða greinarhöfundar er þó sú að Ísland geti ekki lengur verið herlaust ríki og þurfi nú bráðnauðsynlega á _sterkum íslenskum her“ að halda. Breyttur heimur Öll erum við væntanlega sammála um að aðstæður á alþjóðavettvangi hafi breyst umtalsvert undanfarna mánuði og misseri, einkum eftir innrás Rússa í Úkraínu, útrýmingarstríðið sem staðið hefur í Palestínu og nú síðast kjör Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna, þar sem stjórnarhættir geðþóttans hafa tekið við af lýðræðishefðum og skipulegum verkferlum í stjórnkerfinu. Auðsýnd ásælni Bandaríkjaforseta í landsvæði og auðlindir á Norðurslóðum sem víðar, hefur valdið ótta og vakið okkur til umhugsunar um stöðu Íslands. Munum við sogast inn í hringiðu landvinningaátaka, varnarlítil örþjóð norður í Ballarhafi? Hvað er til ráða? Hvernig tryggjum við öryggi landsins? Vangaveltur um her á Íslandi eru ekki nýjar af nálinni og teygja sig langt aftur eftir síðustu öld. Um efnið hafa bæði verið skrifaðar blaðagreinar og bækur. Staðreyndin er þó sú að á Íslandi hefur til þessa verið samstaða um það sjónarmið að stríðsátök og hernaðarbrölt sé ekki farsæl leið fyrir litla og vanmegnuga þjóð í ófriðvænlegum heimi. Samstaða með bræðraþjóðum um varnir og öryggi innan ríkjabandalaga eftir diplómatískum leiðum séu vænlegri til árangurs. Vægi háskólasamfélagsins Á tímum þegar upplýsingaóreiða nærir geðþóttastjórnun, og línur gerast óskýrar í alþjóðastjórnmálum, verður hlutverk fjölmiðla og háskólasamfélagsins mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Þá ríður á að háskólar og þekkingarstofnanir leggi sitt af mörkum til þekkingarsköpunar og yfirvegaðrar umræðu. Skoðanagrein deildarforseta lagadeildar tjáir hans persónulegu afstöðu. Framlag Háskólans á Bifröst til málefnisins birtist hins vegar í námsframboði og þeim áherslum sem ríkja í fræðastarfi háskólans.Við Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst er nú boðið upp á tvær nýjar námslínur sem fjalla einmitt um stöðuna í breyttum heimi. Annars vegar er um að ræða grunnnámslínuna Öryggisfræði og almannavarnir sem hrundið var af stokkum s.l. haust til undirbyggingar meistaranámslínunnar Áfallastjórnunar sem fjallar um endurreisn og uppbyggingu eftir áföll og ógnir. Í öryggisfræðanáminu er öryggishugtakið sett í alþjóðlegt og íslenskt samhengi í ljósi sögu, stjórnmála, menningar og lagaumhverfis. Því er fylgt eftir með að kynna og greina þær ógnir sem alþjóðasamfélagið og Ísland sérstaklega stendur frammi fyrir og þær varnir sem við búum að. Fjallað er um þá innviði, auðlindir og regluverk sem styrkja varnir gegn öryggisvá sem og þá aðila sem koma að almannavörnum gegn slíkri ógn. Lykilhugtökin eru ekki hernaðarhyggja og valdbeiting, heldur almannaheill og samfélagsöryggi. Um þessar mundir er einnig að hefjast innritun í nýja meistaranámslínu, Samskiptastjórnun nefnist hún og fer af stað næsta haust. Upplýsingaóreiða og óljós skil milli fjölmiðla og annara samskiptamiðla geta verið ógn við samfélagsskipan og öryggi. Í náminu liggur áherslan á að skilja þverfaglegt samband miðlunar og samskipta í breytilegu nútímaumhverfi þar sem örugg miðlun upplýsinga og traust samskipti eru sífellt mikilvægari þáttur í stjórnun flestra skipulagsheilda. Samstöðu frekar en vopnaskak Það er á tímum sem þessum sem reynir á staðfestu og yfirvegun lítillar þjóðar og þeirra lykilstofnana sem hún byggir á, þar með háskólastofnana og fjölmiðla. Augljóst má vera að 400 þúsund manna þjóð mun aldrei geta komið sér upp burðugum her sem veitt geti minnsta viðnám ef til alvörunnar kæmi gagnvart milljónasamfélögum sem kunna að ásælast land okkar eða auðlindir. Okkar styrkur og sterkasta von til að standa af okkur ófrið á alþjóðavettvangi er sú vörn sem felst í alþjóðalögum, evrópskum og norrænum lýðræðishefðum og stjórnfestu – en ekki síst kröfunni um að ákvarðanir sem teknar eru í nafni þjóða séu teknar á forsendum þekkingar, almannaheilla og friðarhyggju. Að hvika frá kröfunni um að þau gildi ráði för jafngildir uppgjöf. Þar með er friðarkröfunni kastað fyrir róða og boðið upp á valdbeitingu með fyrirsjáanlegri niðurstöðu fyrir þann sem lítið afl hefur.Það er engin tilviljun að allt ungviði ber utan á sér varnarleysi á fyrsta skeiði lífs. Í því er fólgin helsta vörn náttúrunnar andspænis hættum heimsins. Í samfélagi þjóða eiga lítil og vanmáttug ríki allt sitt undir góðu samkomulagi við nágrannaríki, samningum og friðsamlegum lausnum. Það er sú staða sem við Íslendingar erum í nú um stundir. Herleysi er styrkur varnarlausrar örþjóðar. Styrkur okkar og von felst í öðru en vopnaskaki. Davíð sigraði ekki Golíat með aflsmunum heldur vitsmunum. Höfundur er deildarforseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun