Óbólusett barn lést vegna mislinga Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2025 21:01 Frá Covenant barnasjúkrahúsinu í Lubbock Texas, þar sem umrætt barn dó. AP/Mary Conlon Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. Í heildina er vitað til þess að 124 hafi smitast í níu sýslum Texas. Þar að auki eru níu smitaðir af mislingum í Nýju Mexíkó, samkvæmt AP fréttaveitunni. Heilbrigðismálayfirvöld í Texas gáfu út í dag að barnið hefði verið flutt á sjúkrahús í síðustu viku en frekari upplýsingar hafa ekki borist. Faraldurinn í Texas er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ráðuneytið væri að fylgjast með ástandinu, sem hann lýsti sem „ekki óeðlilegu“. Kennedy, sem hefur lengi dreift samsæriskenningum um bóluefni, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að nefnd myndi taka bólusetningar gegn mislingum og öðrum sjúkdómum til skoðunar. Hlutfall bólusettra barna hefur dregist saman í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Flest ríki eru komin undir 95 prósenta hlutafall barna á leikskólaaldri en það hlutfall er talið mikilvægt til að mynda hjarðofnæmi. AP segir þennan faraldur í Texas að mestu bundinn við samfélag strangtrúaðra mennoníta. Texas Tribune hefur eftir embættismönnum að margir hafi látið bólsetja sig á svæðinu þar sem faraldurinn geisar á undanförnum dögum. Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Í heildina er vitað til þess að 124 hafi smitast í níu sýslum Texas. Þar að auki eru níu smitaðir af mislingum í Nýju Mexíkó, samkvæmt AP fréttaveitunni. Heilbrigðismálayfirvöld í Texas gáfu út í dag að barnið hefði verið flutt á sjúkrahús í síðustu viku en frekari upplýsingar hafa ekki borist. Faraldurinn í Texas er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ráðuneytið væri að fylgjast með ástandinu, sem hann lýsti sem „ekki óeðlilegu“. Kennedy, sem hefur lengi dreift samsæriskenningum um bóluefni, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að nefnd myndi taka bólusetningar gegn mislingum og öðrum sjúkdómum til skoðunar. Hlutfall bólusettra barna hefur dregist saman í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Flest ríki eru komin undir 95 prósenta hlutafall barna á leikskólaaldri en það hlutfall er talið mikilvægt til að mynda hjarðofnæmi. AP segir þennan faraldur í Texas að mestu bundinn við samfélag strangtrúaðra mennoníta. Texas Tribune hefur eftir embættismönnum að margir hafi látið bólsetja sig á svæðinu þar sem faraldurinn geisar á undanförnum dögum.
Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. 13. febrúar 2025 16:30