Innlent

Fylgið kvarnast af Flokki fólksins

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins vísir/vilhelm

Fylgi Flokks fólksins hefur fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember samkvæmt nýrri könnun Maskínu og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu.

Óhætt er að segja að gustað hafi um flokkinn á liðnum mánuði og stendur fylgi hans nú í níu prósentum. Í síðustu könnun sem var gerð í janúar mældist það þrettán prósent og flokkurinn hlaut tæp fjórtán prósent atkvæða í nýafstöðnum kosningum. Á fjórum mánuðum hefur fylgið því fallið um tæp fimm prósentustig.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir aftur á móti við sig tveimur prósentustigum á milli kannana og mælist nú með 21,4 prósent.  Þá bæta Sósíalistar einnig við sig og fylgi þeirra stendur í 5,5 prósentum.

Að öðru leyti eru litlar breytingar á fylgi flokkanna. Samfylkingin mælist með um tuttugu og tvö prósent og á pari við Sjálfstæðisflokkinn. Þá er Viðreisn með um fimmtán prósent samkvæmt könnuninni og fylgi Miðflokksins stendur í stað í 11,5 prósentum.

Framsóknarflokkurinn mælist áfram með í kringum sjö prósent. Þá stendur fylgi Pírata og Vinstri Grænna, sem féllu af þingi í síðustu kosningum, í stað í um þremur prósentum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×