Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 26. febrúar 2025 08:00 „Mér fannst hann alltaf vera í röngum flokki. En það þarf að vera gott fólk í öllum flokkum. Líka í Sjálfstæðisflokknum. Og þá rann það upp fyrir mér að hann væri akkúrat í réttum flokki.“ Þetta sagði borgarfulltrúi Pírata við mig í erfidrykkju Egils Þórs, eiginmanns míns heitins, fyrr á þessu ári. Mér þótti afar vænt um þessi orð og þau voru áhrifarík, þar sem oft hefur verið hvað lengst á milli þessara tveggja flokka hvað málefni varðar, og átök á milli þessara flokka hafa ætíð verið mikil. Egill var grjótharður Sjálfstæðismaður alla tíð en með óvenjulegan bakgrunn. Hann var ódæmigerður Sjálfstæðismaður, en mikill fengur fyrir flokkinn. En hvað fær manneskju til að ná svona vel til fólks með jafn ólíkar skoðanir og lífsviðhorf og hún sjálf? Einlægur áhugi á fólki Það sem skiptir máli svo að fólki finnist það tilheyra, vera hluti af einhverju, er að því sé sýndur einlægur áhugi á lífi þess og persónu. Dómharka og eigin viðhorf eru lögð til hliðar í samtali en í staðinn er viðmælendum sýnd virðing og áhugi. Þannig upplifir fólk ánægju með sjálft sig eins og það er. Það fær samþykki fyrir því að vera eins og það er og þannig komast gildi viðkomandi raunverulega til skila, þar sem viðkomandi er ekki að reyna að þóknast viðmælanda sínum. Skilningur og samkennd Í samtalinu er ekki hlustað og gefin endurgjöf heldur er hlustað af áhuga og sýnd samkennd. Endurgjöf eða ráðleggingar eru gefnar, ef óskað er eftir því. Vilji til góðra verka Þegar ágreiningur kemur upp er reynt að finna flöt á máli sem allir geta sætt sig við. Stundum þarf að taka af skarið með erfiðar ákvarðanir er varða lög, réttlæti og/eða almannahag. Ég er ekki svo ólík Agli mínum að því leyti að fólki finnst ég gjarnan vera í „röngum flokki“. Ég deili þó grunngildum með flokknum og trúi á að stefna hans muni leiða þjóðina til meiri farsældar. Ég er ekki hinn dæmigerði Sjálfstæðismaður en í flokknum þurfa líka að vera ódæmigerðir sjálfstæðismenn. Flokkurinn þarf að halda áfram að taka vel á móti öllu því fólki sem hefur trú á stefnunni, sama hvaðan það kemur. Lukka flokksins Í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins eru nú tvær afar frambærilega konur. Báðar eru þær virkilega duglegar, ákveðnar og klárar konur. Þær hafa báðar sína kosti og búa báðar yfir miklum leiðtogahæfileikum. En nú stendur flokkurinn á krossgötum. Landsfundarfulltrúar þurfa að velja sér formann sem þykir líklegastur til að ná að sameina flokkinn aftur. Stuðla að virkni innan flokksins og samvinnu þeirra sem tilheyra grasrótinni. Bjóða hið ódæmigerða Sjálfstæðisfólk aftur velkomið í starfið, því annars heldur flokkurinn bara áfram að minnka. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur góða reynslu af því að sameina fólk úr ólíkum áttum. Hún býr yfir þessum mannkostum sem ég taldi upp hér að ofan sem eru afar verðmætir í samskiptum sem eru jú grunnurinn að góðum árangri. Hún kemur inn í átök sem gerjast hafa í flokknum í áratugi, án þess að tilheyra öðrum hvorum arminum. Ég tel að slíkur aðili sé bjartasta von flokksins til að sameinast á ný. Höfundur er ljósmóðir og f.v. varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Mér fannst hann alltaf vera í röngum flokki. En það þarf að vera gott fólk í öllum flokkum. Líka í Sjálfstæðisflokknum. Og þá rann það upp fyrir mér að hann væri akkúrat í réttum flokki.“ Þetta sagði borgarfulltrúi Pírata við mig í erfidrykkju Egils Þórs, eiginmanns míns heitins, fyrr á þessu ári. Mér þótti afar vænt um þessi orð og þau voru áhrifarík, þar sem oft hefur verið hvað lengst á milli þessara tveggja flokka hvað málefni varðar, og átök á milli þessara flokka hafa ætíð verið mikil. Egill var grjótharður Sjálfstæðismaður alla tíð en með óvenjulegan bakgrunn. Hann var ódæmigerður Sjálfstæðismaður, en mikill fengur fyrir flokkinn. En hvað fær manneskju til að ná svona vel til fólks með jafn ólíkar skoðanir og lífsviðhorf og hún sjálf? Einlægur áhugi á fólki Það sem skiptir máli svo að fólki finnist það tilheyra, vera hluti af einhverju, er að því sé sýndur einlægur áhugi á lífi þess og persónu. Dómharka og eigin viðhorf eru lögð til hliðar í samtali en í staðinn er viðmælendum sýnd virðing og áhugi. Þannig upplifir fólk ánægju með sjálft sig eins og það er. Það fær samþykki fyrir því að vera eins og það er og þannig komast gildi viðkomandi raunverulega til skila, þar sem viðkomandi er ekki að reyna að þóknast viðmælanda sínum. Skilningur og samkennd Í samtalinu er ekki hlustað og gefin endurgjöf heldur er hlustað af áhuga og sýnd samkennd. Endurgjöf eða ráðleggingar eru gefnar, ef óskað er eftir því. Vilji til góðra verka Þegar ágreiningur kemur upp er reynt að finna flöt á máli sem allir geta sætt sig við. Stundum þarf að taka af skarið með erfiðar ákvarðanir er varða lög, réttlæti og/eða almannahag. Ég er ekki svo ólík Agli mínum að því leyti að fólki finnst ég gjarnan vera í „röngum flokki“. Ég deili þó grunngildum með flokknum og trúi á að stefna hans muni leiða þjóðina til meiri farsældar. Ég er ekki hinn dæmigerði Sjálfstæðismaður en í flokknum þurfa líka að vera ódæmigerðir sjálfstæðismenn. Flokkurinn þarf að halda áfram að taka vel á móti öllu því fólki sem hefur trú á stefnunni, sama hvaðan það kemur. Lukka flokksins Í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins eru nú tvær afar frambærilega konur. Báðar eru þær virkilega duglegar, ákveðnar og klárar konur. Þær hafa báðar sína kosti og búa báðar yfir miklum leiðtogahæfileikum. En nú stendur flokkurinn á krossgötum. Landsfundarfulltrúar þurfa að velja sér formann sem þykir líklegastur til að ná að sameina flokkinn aftur. Stuðla að virkni innan flokksins og samvinnu þeirra sem tilheyra grasrótinni. Bjóða hið ódæmigerða Sjálfstæðisfólk aftur velkomið í starfið, því annars heldur flokkurinn bara áfram að minnka. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur góða reynslu af því að sameina fólk úr ólíkum áttum. Hún býr yfir þessum mannkostum sem ég taldi upp hér að ofan sem eru afar verðmætir í samskiptum sem eru jú grunnurinn að góðum árangri. Hún kemur inn í átök sem gerjast hafa í flokknum í áratugi, án þess að tilheyra öðrum hvorum arminum. Ég tel að slíkur aðili sé bjartasta von flokksins til að sameinast á ný. Höfundur er ljósmóðir og f.v. varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun