Skipti í brúnni hjá Indó Árni Sæberg skrifar 25. febrúar 2025 15:22 Tryggvi, til vinstri, tekur við daglegri stjórn Indó af Hauki. Vísir/Vilhelm Tryggvi Björn Davíðsson er nýr framkvæmdastjóri sparisjóðsins Indó. Hann er annar stofnenda Indó. Hinn stofnandinn, Haukur Skúlason, lætur af starfi framkvæmdastjóra en mun taka að sér ráðgjafastörf fyrir stjórn fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu um framkvæmdastjóraskiptin segir að Haukur og Tryggvi séu báðir enn í hópi stærstu eigenda Indó en vöxtur félagsins hafi verið mikill og það státi nú af tæplega áttatíu þúsund viðskiptavinum og meira en tuttugu milljörðum í innstæðum. Þá hafi fyrirtækið mælst með ánægðustu viðskiptavinina í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2024, efst allra fyrirtækja þvert á atvinnugreinar. Tryggvi Björn hafi mikla reynslu af bankamarkaði og hafi meðal annars starfað hjá Barclays í Lundúnum og sem framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka. Tryggvi sé með MBA gráðu frá INSEAD í Frakklandi og MS-gráðu í fjármálum frá Université Sciences Sociales í Toulouse. Öflugri samkeppni fram undan Haft er eftir Sigþóri Sigmarssyni, stjórnarformanni Indó, hann hlakki til að vinna með Tryggva í nýju hlutverki. Hann vilji sömuleiðis þakka Hauki fyrir hans mikla framlag á þeim árum sem hann leiddi félagið. Ástríða Hauks og smitandi áhugi á umbreytingum séu ekki síst lykillinn að því að það hafi tekist að koma með nýja samkeppni inn á íslenskan bankamarkað í fyrsta sinn í áratugi. „Haukur og Tryggvi hafa byggt upp magnað teymi sem með lítilli yfirbyggingu hefur náð frábærum árangri. Þeim hefur tekist að höfða til framsæknustu viðskiptavinina á Íslandi, fólks sem vill betri kjör og kann að meta gegnsæi um vexti og gjöld. Þetta er formúla sem virkar og fram undan er að veita bönkum enn öflugri samkeppni, íslenskum neytendum til góða.“ Telja sig geta sparað tíu milljarða á ári Þá er haft eftir Hauki að hann sé afar stoltur af þeim árangri sem Indó hafi náð og jákvæðum breytingum sem innkoma Indó á markaðinn hafi haft í för með sér. „Við hófum þessa vegferð fyrir sjö árum. Nú eru tímamót í starfsemi félagsins og ég hef ákveðið að draga mig út úr daglegum rekstri. Ég mun hins vegar áfram styðja við félagið með ráðum og dáð. Sýn okkar er óbreytt. Við teljum okkur geta sparað tíu þúsund milljónir fyrir almenning á hverju einasta ári. Í fyrra spöruðu viðskiptavinir indó 922 milljónir króna í bullgjöld og af því er ég stoltur.“ Fjármálafyrirtæki Vistaskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Í fréttatilkynningu um framkvæmdastjóraskiptin segir að Haukur og Tryggvi séu báðir enn í hópi stærstu eigenda Indó en vöxtur félagsins hafi verið mikill og það státi nú af tæplega áttatíu þúsund viðskiptavinum og meira en tuttugu milljörðum í innstæðum. Þá hafi fyrirtækið mælst með ánægðustu viðskiptavinina í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2024, efst allra fyrirtækja þvert á atvinnugreinar. Tryggvi Björn hafi mikla reynslu af bankamarkaði og hafi meðal annars starfað hjá Barclays í Lundúnum og sem framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka. Tryggvi sé með MBA gráðu frá INSEAD í Frakklandi og MS-gráðu í fjármálum frá Université Sciences Sociales í Toulouse. Öflugri samkeppni fram undan Haft er eftir Sigþóri Sigmarssyni, stjórnarformanni Indó, hann hlakki til að vinna með Tryggva í nýju hlutverki. Hann vilji sömuleiðis þakka Hauki fyrir hans mikla framlag á þeim árum sem hann leiddi félagið. Ástríða Hauks og smitandi áhugi á umbreytingum séu ekki síst lykillinn að því að það hafi tekist að koma með nýja samkeppni inn á íslenskan bankamarkað í fyrsta sinn í áratugi. „Haukur og Tryggvi hafa byggt upp magnað teymi sem með lítilli yfirbyggingu hefur náð frábærum árangri. Þeim hefur tekist að höfða til framsæknustu viðskiptavinina á Íslandi, fólks sem vill betri kjör og kann að meta gegnsæi um vexti og gjöld. Þetta er formúla sem virkar og fram undan er að veita bönkum enn öflugri samkeppni, íslenskum neytendum til góða.“ Telja sig geta sparað tíu milljarða á ári Þá er haft eftir Hauki að hann sé afar stoltur af þeim árangri sem Indó hafi náð og jákvæðum breytingum sem innkoma Indó á markaðinn hafi haft í för með sér. „Við hófum þessa vegferð fyrir sjö árum. Nú eru tímamót í starfsemi félagsins og ég hef ákveðið að draga mig út úr daglegum rekstri. Ég mun hins vegar áfram styðja við félagið með ráðum og dáð. Sýn okkar er óbreytt. Við teljum okkur geta sparað tíu þúsund milljónir fyrir almenning á hverju einasta ári. Í fyrra spöruðu viðskiptavinir indó 922 milljónir króna í bullgjöld og af því er ég stoltur.“
Fjármálafyrirtæki Vistaskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira