Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 25. febrúar 2025 11:15 Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður VR, á Alþingi. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. Í morgun var greint frá því á Vísi í ráðningarsamningi VR við Ragnar hafi verið kveðið á um að hann ætti rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann léti af störfum. Laun hans í október 2024 voru 1,3 milljónir króna á mánuði. Þar að auki átti hann inni orlof. Samtals fékk hann 10,2 milljónir króna í biðlaun og uppsafnað orlof í eingreiðslu um síðustu mánaðamót. Ragnar Þór var kjörinn þingmaður Flokks fólksins í kosningunum 30. nóvember síðastliðnum, og byrjaði að fá greitt sem þingmaður í desember. Þingmenn sem hafa setið eitt kjörtímabil eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði. „Þetta á sér forsögu. Þegar ég geri samning við félagið árið 2017 þegar ég tek við sem formaður þá lækkaði ég launin mín um 300 þúsund á þeim tíma, og svo aðrar hundrað þúsund krónur hjá Landsambandi verslunarmanna, sem er nátengt starfsemi VR. Þannig ég lækkaði launin mín um samtals 400 þúsund,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann telur að með þeim launalækkunum hafi hann sparað VR fjörutíu milljónir sem hefðu annars farið í launagreiðslur til hans. Hann hafi þó ákveðið að halda biðlaunaréttinum. „Á þessum tíma tók ég ákvörðun um að lækka þessi laun, en halda eftir biðlaunarétti. Það er vegna þess að ég tel að biðlaunaréttur sé svona, eins og við lítum á það fjölskyldan, sem fimm barna faðir, öryggissjóður fyrir fjölskylduna vegna þess að þeir sem eru í framlínunni í verkalýðsfélögunum eru að takast á við öflugustu sérhagsmunaöfl landsins. Þeir sem hafa sig sérstaklega mikið frammi eiga oft erfitt uppdráttar á vinnumarkaði eftir að trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna lýkur,“ segir Ragnar. „Þess vegna ákvað ég að taka þessi biðlaun, eins og ég ákvað í upphafi, til að eiga sem varúðarsjóð fyrir fjölskylduna eftir að þingsetu lýkur komi til þess að ég þurfi að leita á önnur mið eftir starfi.“ Skilur að fólki finnist þetta óeðlilegt Hann segir biðlaun sem þessi almenn innan hreyfingarinnar. „Við lítum á þetta sem neyðarsjóð, ekki stóran í samhengi við laun almennt. En við lítum á þetta sem ákveðið framfærsluöryggi. En á móti hefur félagið greitt mér sem nemur yfir fjörutíu milljónum í lægri laun þar sem ég tók ákvörðun um að lækka í launum á sama tíma.“ Þér finnst ekkert óeðlilegt að þú sér kominn í þetta embætti sem þingmaður með eina og hálfa milljón á mánuði, en samt þiggja þessi biðlaun? „Ég skil vel að fólk horfi á þetta öðrum augum, en ég sem fimm barna faðir horfi á þetta þeim augum að ég þarf að sjá fyrir minni fjölskyldu til framtíðar. Ég bý ekki við þann lúxus að vera í opinberu starfi og geta farið í leyfi og fengið síðan starfið aftur eftir að þingsetu lýkur með öllum þeim réttindum og biðlaunum sem því fylgir.“ Þorsteinn eigi rétt á sinni skoðun Þorsteinn Skúli Sveinsson, sem er nú í formannsframboði í VR, segir í skoðanagrein á Vísi að þessi biðlaun Ragnars séu með öllu óásættanleg. „Þessi greiðsla kemur beint úr sjóðum VR, sem eru fjármagnaðir af félagsgjöldum félagsfólks sem treystir á félagið til að verja þeirra réttindi,“ segir Þorsteinn Skúli. Ragnar segir ekki rétt að hann hafi farið illa með sjóði félagsfólks, og minnist aftur á fjörutíu milljónirnar sem hann hafi sparað í launagreiðslur til síns sjálfs. „Ef viðkomandi frambjóðandi telur félagið ekki skylt að standa við gerða samninga þá er það hans að svara fyrir það. Og ef hann vill breyta biðlaunum eða uppsagnarfresti formanna í framtíðinni þá er það bara hans skoðun,“ segir Ragnar. Alþingi Stéttarfélög Flokkur fólksins Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Í morgun var greint frá því á Vísi í ráðningarsamningi VR við Ragnar hafi verið kveðið á um að hann ætti rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann léti af störfum. Laun hans í október 2024 voru 1,3 milljónir króna á mánuði. Þar að auki átti hann inni orlof. Samtals fékk hann 10,2 milljónir króna í biðlaun og uppsafnað orlof í eingreiðslu um síðustu mánaðamót. Ragnar Þór var kjörinn þingmaður Flokks fólksins í kosningunum 30. nóvember síðastliðnum, og byrjaði að fá greitt sem þingmaður í desember. Þingmenn sem hafa setið eitt kjörtímabil eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði. „Þetta á sér forsögu. Þegar ég geri samning við félagið árið 2017 þegar ég tek við sem formaður þá lækkaði ég launin mín um 300 þúsund á þeim tíma, og svo aðrar hundrað þúsund krónur hjá Landsambandi verslunarmanna, sem er nátengt starfsemi VR. Þannig ég lækkaði launin mín um samtals 400 þúsund,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann telur að með þeim launalækkunum hafi hann sparað VR fjörutíu milljónir sem hefðu annars farið í launagreiðslur til hans. Hann hafi þó ákveðið að halda biðlaunaréttinum. „Á þessum tíma tók ég ákvörðun um að lækka þessi laun, en halda eftir biðlaunarétti. Það er vegna þess að ég tel að biðlaunaréttur sé svona, eins og við lítum á það fjölskyldan, sem fimm barna faðir, öryggissjóður fyrir fjölskylduna vegna þess að þeir sem eru í framlínunni í verkalýðsfélögunum eru að takast á við öflugustu sérhagsmunaöfl landsins. Þeir sem hafa sig sérstaklega mikið frammi eiga oft erfitt uppdráttar á vinnumarkaði eftir að trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna lýkur,“ segir Ragnar. „Þess vegna ákvað ég að taka þessi biðlaun, eins og ég ákvað í upphafi, til að eiga sem varúðarsjóð fyrir fjölskylduna eftir að þingsetu lýkur komi til þess að ég þurfi að leita á önnur mið eftir starfi.“ Skilur að fólki finnist þetta óeðlilegt Hann segir biðlaun sem þessi almenn innan hreyfingarinnar. „Við lítum á þetta sem neyðarsjóð, ekki stóran í samhengi við laun almennt. En við lítum á þetta sem ákveðið framfærsluöryggi. En á móti hefur félagið greitt mér sem nemur yfir fjörutíu milljónum í lægri laun þar sem ég tók ákvörðun um að lækka í launum á sama tíma.“ Þér finnst ekkert óeðlilegt að þú sér kominn í þetta embætti sem þingmaður með eina og hálfa milljón á mánuði, en samt þiggja þessi biðlaun? „Ég skil vel að fólk horfi á þetta öðrum augum, en ég sem fimm barna faðir horfi á þetta þeim augum að ég þarf að sjá fyrir minni fjölskyldu til framtíðar. Ég bý ekki við þann lúxus að vera í opinberu starfi og geta farið í leyfi og fengið síðan starfið aftur eftir að þingsetu lýkur með öllum þeim réttindum og biðlaunum sem því fylgir.“ Þorsteinn eigi rétt á sinni skoðun Þorsteinn Skúli Sveinsson, sem er nú í formannsframboði í VR, segir í skoðanagrein á Vísi að þessi biðlaun Ragnars séu með öllu óásættanleg. „Þessi greiðsla kemur beint úr sjóðum VR, sem eru fjármagnaðir af félagsgjöldum félagsfólks sem treystir á félagið til að verja þeirra réttindi,“ segir Þorsteinn Skúli. Ragnar segir ekki rétt að hann hafi farið illa með sjóði félagsfólks, og minnist aftur á fjörutíu milljónirnar sem hann hafi sparað í launagreiðslur til síns sjálfs. „Ef viðkomandi frambjóðandi telur félagið ekki skylt að standa við gerða samninga þá er það hans að svara fyrir það. Og ef hann vill breyta biðlaunum eða uppsagnarfresti formanna í framtíðinni þá er það bara hans skoðun,“ segir Ragnar.
Alþingi Stéttarfélög Flokkur fólksins Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira