Óhætt er að segja að sjóði á kennurum sem samþykktu innanhússtillöguna á fimmtudaginn og urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar sveitarfélögin höfnuðu henni tuttugu klukkustundum síðar. Kennarar dúndruðu út færslum á Facebook í gær og lýstu yfir atvinnuleit en um gjörning var að ræða.
Þá mættu kennarar í Garðabæ og mótmæltu við bæjarskrifstofur á meðan fundur bæjarráðs fór fram í morgun. Á morgun hafa kennarar í Hafnarfirði efnt til gjörnings þar sem útför kennarastarfsins fer fram.
Verkföll standa yfir í fimm framhaldsskólum, einum tónlistarskóla og einum leikskóla.