Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2025 18:33 Brynja Jóhannsdóttir, Adela Halldórsdóttir og Bergljót Þorsteinsdóttir voru allar í vinnunni þegar ræningjarnir mættu. Vísir/Stefán Apótekari sem varðist vopnuðum ræningjum á föstudag segir atvikið ekki hafa mikil áhrif á sig. Hún kljáðist við ræningjana sem hurfu tómhentir á braut. Síðast liðinn föstudagsmorgun réðust karl og kona inn í Austurbæjar Apótek í Ögurhvarfi í Kópavogi. Ræningjarnir voru báðir með mótorhjólahjálm á höfði og kröfðust þess að fá afhent ADHD-lyf frá starfsfólki. Konan var vopnuð byssu og piparúða og ógnaði parið starfsfólkinu. „Ég geng bara fram og hún reynir að stoppa mig stelpan. Ég stimpast bara áfram við hana og ætlaði fyrst að fara í neyðarhnappinn á bak við. En út af því að ég var að stimpast við hana hugsaði ég að ég yrði fljótari í kassann,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir, eigandi Austurbæjar Apóteks. Á meðan hún reyndi að komast fram hjá konunni og að neyðarhnappnum við búðarkassann rótaði maðurinn í skúffum í bakherberginu. „Á meðan stimpast ég við hana frammi, næ að ýta á neyðarhnappinn og kalla hátt og snjallt: „Löggan er að koma, löggan er að koma,“ mörgum sinnum. Og þá rjúka þau út,“ segir Bergljót. Skelkaðar samstarfskonur Parið var inni í apótekinu í rúma eina og hálfa mínútu og hafði ekkert upp úr krafsinu. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en samstarfskonur Bergljótar voru nokkuð skelkaðar eftir atvikið. „Ég skalf eins og hrísla,“ segir Adela Halldórsdóttir, starfsmaður apóteksins. „Ég var svona tiltölulega róleg á meðan árásin var í gangi. En eftir á var þetta óþægilegt. Ég fann fyrir óöryggi og óþægindum,“ segir Brynja Jóhannsdóttir, lyfjafræðingur. Þetta var óöryggistilfinning? „Já, eftir á,“ segir Brynja. „Maður er enn þá að jafna sig,“ segir Adela. Veit að þetta var hættulegt En það var ekki það sama hjá þér hef ég heyrt? „Nei, ég var sultuslök. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað grín. Auðvitað á maður ekki að bregðast svona við. Ég veit það og vissi það allan tímann. En ég ætlaði ekki að láta þau ógna mér eða gera neitt,“ segir Bergljót. „Ég hefði brugðist öðruvísi við ef þau hefðu verið með hnífa. Mér finnst það meira ógnandi. En ég veit það ekki, kannski hefði ég samt tekist á við hana. Hún var minni en ég,“ segir Bergljót. Lögreglumál Kópavogur Skotvopn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Síðast liðinn föstudagsmorgun réðust karl og kona inn í Austurbæjar Apótek í Ögurhvarfi í Kópavogi. Ræningjarnir voru báðir með mótorhjólahjálm á höfði og kröfðust þess að fá afhent ADHD-lyf frá starfsfólki. Konan var vopnuð byssu og piparúða og ógnaði parið starfsfólkinu. „Ég geng bara fram og hún reynir að stoppa mig stelpan. Ég stimpast bara áfram við hana og ætlaði fyrst að fara í neyðarhnappinn á bak við. En út af því að ég var að stimpast við hana hugsaði ég að ég yrði fljótari í kassann,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir, eigandi Austurbæjar Apóteks. Á meðan hún reyndi að komast fram hjá konunni og að neyðarhnappnum við búðarkassann rótaði maðurinn í skúffum í bakherberginu. „Á meðan stimpast ég við hana frammi, næ að ýta á neyðarhnappinn og kalla hátt og snjallt: „Löggan er að koma, löggan er að koma,“ mörgum sinnum. Og þá rjúka þau út,“ segir Bergljót. Skelkaðar samstarfskonur Parið var inni í apótekinu í rúma eina og hálfa mínútu og hafði ekkert upp úr krafsinu. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en samstarfskonur Bergljótar voru nokkuð skelkaðar eftir atvikið. „Ég skalf eins og hrísla,“ segir Adela Halldórsdóttir, starfsmaður apóteksins. „Ég var svona tiltölulega róleg á meðan árásin var í gangi. En eftir á var þetta óþægilegt. Ég fann fyrir óöryggi og óþægindum,“ segir Brynja Jóhannsdóttir, lyfjafræðingur. Þetta var óöryggistilfinning? „Já, eftir á,“ segir Brynja. „Maður er enn þá að jafna sig,“ segir Adela. Veit að þetta var hættulegt En það var ekki það sama hjá þér hef ég heyrt? „Nei, ég var sultuslök. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað grín. Auðvitað á maður ekki að bregðast svona við. Ég veit það og vissi það allan tímann. En ég ætlaði ekki að láta þau ógna mér eða gera neitt,“ segir Bergljót. „Ég hefði brugðist öðruvísi við ef þau hefðu verið með hnífa. Mér finnst það meira ógnandi. En ég veit það ekki, kannski hefði ég samt tekist á við hana. Hún var minni en ég,“ segir Bergljót.
Lögreglumál Kópavogur Skotvopn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira