Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar 24. febrúar 2025 16:32 Reynt hefur verið breyta stjórnarskránni allan þann tíma sem ég man eftir að hafa fylgst með landsmálum og reyndar miklu lengur. Eftir því sem ég best get séð hefur sú vinna alltaf strandað á neitunarvaldi þröngra hagsmunahópa innan Alþingis. Alvarleg atlaga var gerð að því fyrir nokkrum árum að koma málefninu upp úr hjólförunum. Sú vinna byrjaði á því að skipuleggja eitt þúsund manna borgarafund um málið. Þar voru kosningabærir landsmenn valdir af handahófi. Þeir settu fram á fundinum þau meginatriði sem þeim fannst að ný stjórnarskrá ætti að byggjast á. Þau enduðu í stjórnlagaráði sem í voru þeir sem þjóðin hafði kosið til verksins. Það vann úr þeim og setti fram tillögu að nýrri stjórnarskrá á grundvelli þeirra. Tillögurnar byggðust bæði á lagfæringum á stjórnarskránni og nokkrum ákveðnum breytingatillögum. Þær kristölluðust að ýmsu leyti í nokkrum ákveðnum breytingum. Kosið var um þær í almennum kosningum sem sýndu að mikill stuðningur var við þær enda var grunnuppsetningin miðuð við að þar kæmi þjóðarviljinn fram. Áberandi var að því var slegið föstu að þjóðin ætti auðlindirnar, unnt yrði að kjósa einstaklinga til Alþingis en ekki einungis flokkslista og gildi atkvæða í alþingiskosningum ætti að vera sem allra jafnast á landinu öllu. Tillögurnar voru lagðar fyrir Alþingi þar sem málið hefur setið fast síðan. Sumir segja að Alþingi hafi hafnað þeim. Augljóst virðist að hagsmunasamtök ráða langmestu þar um. Einkum virðast hér vera um að ræða samtök útgerðarfyrirtækja og yfirstéttina í landinu. Einnig virðast sumir lögspekingar telja hana sitt einkamál. Reyndar hefur síðar verið reynt að þynna út meginatriðin þannig að henti betur þessum aðilum. Lýðræðið hefur þá beðið mikinn hnekki ef hagsmunaaðilar eiga að ráða. Því miður er hætt við því að stjórnarskráin sé einmitt eins og hún er vegna þess að hagsmunahópunum finnst hún henta sér. Sérstaklega er hættulegt ef ákvæðið um auðlindirnar er þynnt út þannig að möguleiki sé á því að þær hverfi til frambúðar úr eigu þjóðarinnar til hagsmunahópa. Þá væri hún rænd sinni réttmætu eign. Það að Alþingi eigi að hafa lokaákvörðunina hvað varðar nýja stjórnarskrá virðist stafa af úreltum lögum frá þeim tíma þegar þjóðaratkvæðagreiðslur voru miklu veigameira verkefni en nú er og upplýsingaþjóðfélagið miklu skemmra á veg komið. Um er að ræða sjálft frumegg þjóðarinnar sem stjórna á allri lagasetningu hennar. Þarna á að vera að finna þá vernd sem almenningur telur sig þurfa gagnvart valdhöfum almennt þar á meðal Alþingi og ríkisstjórn. Almennar kosningar eiga því að skera úr um hana. Þar á Alþingi ekki að koma nærri. Ef svo væri, væri það bæði að hlutast til um grunninn að lagasetningunni og lagasetninguna sjálfa. Einnig fjallar stjórnarskráin að töluverðu leyti um Alþingi og ríkisstjórn. Er eðlilegt að þessar stofnanir séu að fjalla um málefni þeirra sjálfra og vernd almennings gegn þeim sjálfum. Sama er að segja um svokallaða lögspekinga. Einhverjir þeirra virðast telja að þeir eigi einkum að vera með puttana í málinu. Hér gildir það sama og um alþingismenn. Lögspekingarnir skýra lögin sem Alþingi setur eða dæma eftir þeim. Hvers vegna eiga þeir einnig að mynda grunninn fyrir Alþingi? Hvers vegna eiga þeir að stýra því hvernig stjórnarskráin eigi að vera? Þeir ásamt alþingismönnum eru einungis míkróskópískur hluti þjóðarinnar og geta trauðla myndað þann reynslu- og þekkingargrunn sem til þarf. Þá væri auk þess hætta á að stjórnarskráin eins og lagasetningin fjarlægðist enn meira veruleika þjóðarinnar en orðið er. Þegar er nóg að gert. Hér tel ég að öll þjóðin verði að koma að borðinu í einhverri mynd. Gerð nýrrar stjórnarskrár hlýtur að vera heilagur réttur hennar. Hún á að stýra löggjöfinni í þá átt að vera fyrir hana sjálfa en ekki fyrir þrönga hagsmunahópa. Málið virðist ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Eru þeir flokkar sem reyndu að koma breytingum í gegn búnir að gefast upp fyrir hagsmunaöflunum? Ég er hræddur um að svo sé. Nauðsyn ber til að koma þessu máli aftur á dagskrá. Í því sambandi þarf að gera breytingar á löggjöfinni í þá átt að þjóðin kjósi um hana en ekki Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Reynt hefur verið breyta stjórnarskránni allan þann tíma sem ég man eftir að hafa fylgst með landsmálum og reyndar miklu lengur. Eftir því sem ég best get séð hefur sú vinna alltaf strandað á neitunarvaldi þröngra hagsmunahópa innan Alþingis. Alvarleg atlaga var gerð að því fyrir nokkrum árum að koma málefninu upp úr hjólförunum. Sú vinna byrjaði á því að skipuleggja eitt þúsund manna borgarafund um málið. Þar voru kosningabærir landsmenn valdir af handahófi. Þeir settu fram á fundinum þau meginatriði sem þeim fannst að ný stjórnarskrá ætti að byggjast á. Þau enduðu í stjórnlagaráði sem í voru þeir sem þjóðin hafði kosið til verksins. Það vann úr þeim og setti fram tillögu að nýrri stjórnarskrá á grundvelli þeirra. Tillögurnar byggðust bæði á lagfæringum á stjórnarskránni og nokkrum ákveðnum breytingatillögum. Þær kristölluðust að ýmsu leyti í nokkrum ákveðnum breytingum. Kosið var um þær í almennum kosningum sem sýndu að mikill stuðningur var við þær enda var grunnuppsetningin miðuð við að þar kæmi þjóðarviljinn fram. Áberandi var að því var slegið föstu að þjóðin ætti auðlindirnar, unnt yrði að kjósa einstaklinga til Alþingis en ekki einungis flokkslista og gildi atkvæða í alþingiskosningum ætti að vera sem allra jafnast á landinu öllu. Tillögurnar voru lagðar fyrir Alþingi þar sem málið hefur setið fast síðan. Sumir segja að Alþingi hafi hafnað þeim. Augljóst virðist að hagsmunasamtök ráða langmestu þar um. Einkum virðast hér vera um að ræða samtök útgerðarfyrirtækja og yfirstéttina í landinu. Einnig virðast sumir lögspekingar telja hana sitt einkamál. Reyndar hefur síðar verið reynt að þynna út meginatriðin þannig að henti betur þessum aðilum. Lýðræðið hefur þá beðið mikinn hnekki ef hagsmunaaðilar eiga að ráða. Því miður er hætt við því að stjórnarskráin sé einmitt eins og hún er vegna þess að hagsmunahópunum finnst hún henta sér. Sérstaklega er hættulegt ef ákvæðið um auðlindirnar er þynnt út þannig að möguleiki sé á því að þær hverfi til frambúðar úr eigu þjóðarinnar til hagsmunahópa. Þá væri hún rænd sinni réttmætu eign. Það að Alþingi eigi að hafa lokaákvörðunina hvað varðar nýja stjórnarskrá virðist stafa af úreltum lögum frá þeim tíma þegar þjóðaratkvæðagreiðslur voru miklu veigameira verkefni en nú er og upplýsingaþjóðfélagið miklu skemmra á veg komið. Um er að ræða sjálft frumegg þjóðarinnar sem stjórna á allri lagasetningu hennar. Þarna á að vera að finna þá vernd sem almenningur telur sig þurfa gagnvart valdhöfum almennt þar á meðal Alþingi og ríkisstjórn. Almennar kosningar eiga því að skera úr um hana. Þar á Alþingi ekki að koma nærri. Ef svo væri, væri það bæði að hlutast til um grunninn að lagasetningunni og lagasetninguna sjálfa. Einnig fjallar stjórnarskráin að töluverðu leyti um Alþingi og ríkisstjórn. Er eðlilegt að þessar stofnanir séu að fjalla um málefni þeirra sjálfra og vernd almennings gegn þeim sjálfum. Sama er að segja um svokallaða lögspekinga. Einhverjir þeirra virðast telja að þeir eigi einkum að vera með puttana í málinu. Hér gildir það sama og um alþingismenn. Lögspekingarnir skýra lögin sem Alþingi setur eða dæma eftir þeim. Hvers vegna eiga þeir einnig að mynda grunninn fyrir Alþingi? Hvers vegna eiga þeir að stýra því hvernig stjórnarskráin eigi að vera? Þeir ásamt alþingismönnum eru einungis míkróskópískur hluti þjóðarinnar og geta trauðla myndað þann reynslu- og þekkingargrunn sem til þarf. Þá væri auk þess hætta á að stjórnarskráin eins og lagasetningin fjarlægðist enn meira veruleika þjóðarinnar en orðið er. Þegar er nóg að gert. Hér tel ég að öll þjóðin verði að koma að borðinu í einhverri mynd. Gerð nýrrar stjórnarskrár hlýtur að vera heilagur réttur hennar. Hún á að stýra löggjöfinni í þá átt að vera fyrir hana sjálfa en ekki fyrir þrönga hagsmunahópa. Málið virðist ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Eru þeir flokkar sem reyndu að koma breytingum í gegn búnir að gefast upp fyrir hagsmunaöflunum? Ég er hræddur um að svo sé. Nauðsyn ber til að koma þessu máli aftur á dagskrá. Í því sambandi þarf að gera breytingar á löggjöfinni í þá átt að þjóðin kjósi um hana en ekki Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar