Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Árni Sæberg skrifar 24. febrúar 2025 14:10 Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Vilhelm Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur birt drög að frumvarpi um áframhaldandi stuðning til einkarekinna fjölmiðla í samráðsgátt. Frumvarpið er til eins árs og mælir fyrir um óbreytt fyrirkomulag, fyrir utan lækkun á þaki styrkja til þeirra sem mest fá. Í samráðsgáttinni segir að Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, leggi til í drögum að frumvarpi til breytinga á fjölmiðlalögum að stuðningur til einkarekinna fjölmiðla verði framlengdur til eins árs. Þriggja prósentustiga lækkun Sú breyting sé gerð frá fyrri lögum að hlutfall stuðnings til hvers umsækjanda geti samkvæmt frumvarpinu ekki orðið hærri en sem nemur 22 prósent af fjárveitingu til verkefnisins en áður hafi verið miðað við 25 prósent. Í fyrra var tæplega 551 milljón króna úthlutað til 27 fjölmiðla. Langmest fengu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og tengdra miðla, og Sýn, útgáfufélag Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, 124 milljónir króna hvort. Breytingin hefur takmörkuð áhrif Sem áður segir verður hámarksstyrkur lækkaður úr fjórðungi heildarúthlutunar í 22 prósent. Breytingin ætti þó ekki að hafa mikil áhrif á styrkveitingar, enda hlaut enginn fjölmiðill fjórðung styrkjanna í sinn hlut. Árvakur og Sýn hlutu 22,49 prósent heildarúthlutunar hvort. Því myndi lækkun aðeins nema tæplega hálfri prósentu, að því gefnu að aðrar breytur haldist óbreyttar. Heildarendurskoðun hafin Í samráðsgáttinni segir að vinna við endurskoðun ákvæða kafla fjölmiðlalaga um styrki til einkarekinna fjölmiðla sé þegar hafin og frumvarp sem festir í sessi stuðning til einkarekinna fjölmiðla verði lagt fram á haustþingi. „Af þeim sökum er gildistími kaflans einungis til næstu áramóta. Var það metið sem svo að vinna við endurskoðun væri ekki komin á það stig að unnt væri að leggja fram frumvarp með endurskoðuðum ákvæðum á vorþingi, en til þess að tryggja stuðning við fjölmiðla á árinu 2025 þykir nauðsynlegt að taka upp ákvæði um stuðning til einkarekinna fjölmiðla sem gilda meðan verið er að ljúka vinnu við endurskoðun stuðningsins. Áætlað er að til úthlutunar á árinu verði sambærileg upphæð og hefur verið.“ Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Sjá meira
Í samráðsgáttinni segir að Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, leggi til í drögum að frumvarpi til breytinga á fjölmiðlalögum að stuðningur til einkarekinna fjölmiðla verði framlengdur til eins árs. Þriggja prósentustiga lækkun Sú breyting sé gerð frá fyrri lögum að hlutfall stuðnings til hvers umsækjanda geti samkvæmt frumvarpinu ekki orðið hærri en sem nemur 22 prósent af fjárveitingu til verkefnisins en áður hafi verið miðað við 25 prósent. Í fyrra var tæplega 551 milljón króna úthlutað til 27 fjölmiðla. Langmest fengu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og tengdra miðla, og Sýn, útgáfufélag Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, 124 milljónir króna hvort. Breytingin hefur takmörkuð áhrif Sem áður segir verður hámarksstyrkur lækkaður úr fjórðungi heildarúthlutunar í 22 prósent. Breytingin ætti þó ekki að hafa mikil áhrif á styrkveitingar, enda hlaut enginn fjölmiðill fjórðung styrkjanna í sinn hlut. Árvakur og Sýn hlutu 22,49 prósent heildarúthlutunar hvort. Því myndi lækkun aðeins nema tæplega hálfri prósentu, að því gefnu að aðrar breytur haldist óbreyttar. Heildarendurskoðun hafin Í samráðsgáttinni segir að vinna við endurskoðun ákvæða kafla fjölmiðlalaga um styrki til einkarekinna fjölmiðla sé þegar hafin og frumvarp sem festir í sessi stuðning til einkarekinna fjölmiðla verði lagt fram á haustþingi. „Af þeim sökum er gildistími kaflans einungis til næstu áramóta. Var það metið sem svo að vinna við endurskoðun væri ekki komin á það stig að unnt væri að leggja fram frumvarp með endurskoðuðum ákvæðum á vorþingi, en til þess að tryggja stuðning við fjölmiðla á árinu 2025 þykir nauðsynlegt að taka upp ákvæði um stuðning til einkarekinna fjölmiðla sem gilda meðan verið er að ljúka vinnu við endurskoðun stuðningsins. Áætlað er að til úthlutunar á árinu verði sambærileg upphæð og hefur verið.“
Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Sjá meira