Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2025 10:43 Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, er ómyrkur í máli um framtíð varnarsamstarfsins við Bandaríkin. AP/Markus Schreiber Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, sagði að Evrópa þyrfti að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum fljótt í gær. Hann efast um að Atlantshafsbandalagið verði til í núverandi mynd mikið lengur eftir nýleg ummæli Bandaríkjaforseta. Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þingkosningunum í Þýskalandi í gær. Jafnvel þó að Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) hafi fengið mesta stuðning öfgahægriflokks frá lokum síðari heimsstyrjaldar, um fimmtung atkvæða, verður hann útilokaður frá ríkisstjórn. Merz virtist boða endalok varnarsamstarfs Evrópu og Bandaríkjanna í ljósi yfirlýsinga fulltrúa ríkisstjórnar repúblikana í Bandaríkjunum um að það sé ekki lengur þeirra forgangsmál og vilja þeirra til þess að efla tengslin við Rússland, þrátt fyrir árásarstríð þess í Úkraínu. „Ég hefði aldrei trúað því að ég þyrfti að segja nokkuð þessu líkt í sjónvarpsþætti en eftir ummæli [Bandaríkjaforseta] í síðustu viku er ljóst að þessari ríkisstjórn er nokkuð sama um örlög Evrópu,“ sagði Merz við ríkissjónvarpið ARD eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Velti Merz, sem hefur alla tíð verið dyggur stuðningsmaður varnarsamstarfsins við Bandaríkin, því upp hvort að Atlantshafsbandalagið yrði enn til í núverandi mynd þegar leiðtogafundur þess í júní fer fram eða hvort að Evrópa þurfi að byggja upp varnargetu sína enn hraðar til þess að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ritstjóri Evrópuumfjöllunar breska ríkisútvarpsins BBC skrifar í dag að ummæli Merz marki vatnaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna. Þau hefðu verið óhugsandi fyrir tveimur mánuðum en endurspegli hversu slegnir ráðamenn í Evrópu eru yfir því að ný Bandaríkjastjórn virðist ætla sér að binda enda á bandalag sem hefur varað allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Lagði Rússland og Bandaríkin að jöfnu Þá gagnrýndi Merz harðlega afskipti bandarísku ríkisstjórnarinnar af kosningunum í Þýskalandi sem hann sagði hafa verið síst minni en tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á þýska kjósendur. Vísaði hann þar til opins stuðnings Elons Musk, skuggastjórnanda í ríkisstjórn repúblikana, við Valkost fyrir Þýskaland. Einnig fundaði varaforseti Bandaríkjanna sérstaklega með leiðtoga AfD þegar hann var viðstaddur öryggisráðstefnu í München fyrr í þessum mánuði. Úthúðaði varaforsetinn svo Evrópu í ræðu sinni. Lagði Merz bandarísk og rússnesk stjórnvöld að jöfnu þegar hann sagði að Þýskaland væri undir svo miklum þrýstingu úr tveimur áttum að hæsta forgangsmál hans nú væri að skapa samstöðu innan Evrópu. Þýskaland NATO Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. 24. febrúar 2025 06:56 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þingkosningunum í Þýskalandi í gær. Jafnvel þó að Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) hafi fengið mesta stuðning öfgahægriflokks frá lokum síðari heimsstyrjaldar, um fimmtung atkvæða, verður hann útilokaður frá ríkisstjórn. Merz virtist boða endalok varnarsamstarfs Evrópu og Bandaríkjanna í ljósi yfirlýsinga fulltrúa ríkisstjórnar repúblikana í Bandaríkjunum um að það sé ekki lengur þeirra forgangsmál og vilja þeirra til þess að efla tengslin við Rússland, þrátt fyrir árásarstríð þess í Úkraínu. „Ég hefði aldrei trúað því að ég þyrfti að segja nokkuð þessu líkt í sjónvarpsþætti en eftir ummæli [Bandaríkjaforseta] í síðustu viku er ljóst að þessari ríkisstjórn er nokkuð sama um örlög Evrópu,“ sagði Merz við ríkissjónvarpið ARD eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Velti Merz, sem hefur alla tíð verið dyggur stuðningsmaður varnarsamstarfsins við Bandaríkin, því upp hvort að Atlantshafsbandalagið yrði enn til í núverandi mynd þegar leiðtogafundur þess í júní fer fram eða hvort að Evrópa þurfi að byggja upp varnargetu sína enn hraðar til þess að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ritstjóri Evrópuumfjöllunar breska ríkisútvarpsins BBC skrifar í dag að ummæli Merz marki vatnaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna. Þau hefðu verið óhugsandi fyrir tveimur mánuðum en endurspegli hversu slegnir ráðamenn í Evrópu eru yfir því að ný Bandaríkjastjórn virðist ætla sér að binda enda á bandalag sem hefur varað allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Lagði Rússland og Bandaríkin að jöfnu Þá gagnrýndi Merz harðlega afskipti bandarísku ríkisstjórnarinnar af kosningunum í Þýskalandi sem hann sagði hafa verið síst minni en tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á þýska kjósendur. Vísaði hann þar til opins stuðnings Elons Musk, skuggastjórnanda í ríkisstjórn repúblikana, við Valkost fyrir Þýskaland. Einnig fundaði varaforseti Bandaríkjanna sérstaklega með leiðtoga AfD þegar hann var viðstaddur öryggisráðstefnu í München fyrr í þessum mánuði. Úthúðaði varaforsetinn svo Evrópu í ræðu sinni. Lagði Merz bandarísk og rússnesk stjórnvöld að jöfnu þegar hann sagði að Þýskaland væri undir svo miklum þrýstingu úr tveimur áttum að hæsta forgangsmál hans nú væri að skapa samstöðu innan Evrópu.
Þýskaland NATO Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. 24. febrúar 2025 06:56 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. 24. febrúar 2025 06:56