Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2025 11:31 „Ég held að það sem við þurfum að passa mest núna er að við lendum ekki í svari Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Tollarnir, eins og staðan er núna, eru ekki eins mikil hætta frá Bandaríkjunum eins og maður kannski upphaflega hélt en auðvitað sér maður að það breytist dag frá degi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við mbl.is í morgun. Vísar hún þar til þeirra viðbragða Evrópusambandsins við hótun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hækka tolla vörur frá ríkjum sambandsins að hóta því að svara einnig með tollahækkunum á bandarískar vörur. Væri Ísland innan Evrópusambandsins beindust hótanir Trumps að okkur Íslendingum eins og öðrum ríkjum þess. Eins væru hótanir sambandsins settar fram í okkar nafni. Vegna þess að við erum utan Evrópusambandsins getum við hins vegar tekið sjálfstæðar ákvarðanir i þessum efnum í samræmi við hagsmuni okkar og þetta mál er auðvitað ekkert einsdæmi í þeim efnum. Valdið til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir skiptir vitanlega sköpum þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni lands og þjóðar. Bæði í stórum málum, eins og til dæmis Icesave-málinu á sínum tíma, sem og minni. Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar ekki hafa þetta vald lengur nema í mjög takmörkuðum og sífellt minnkandi mæli. Flestir málaflokkar ríkja sambandsins heyra undir valdsvið þess og vægi ríkjanna við ákvarðanatökur innan þess fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Innan Evrópusambandsins yrði Ísland fámennasta ríkið og með vægi eftir því. Hlutdeild okkar á þingi sambandsins yrði á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi og innan ráðherraráðs þess, valdamestu stofnunarinnar, allajafna á við einungis 5% af alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ég held að það sem við þurfum að passa mest núna er að við lendum ekki í svari Evrópu gagnvart Bandaríkjunum. Tollarnir, eins og staðan er núna, eru ekki eins mikil hætta frá Bandaríkjunum eins og maður kannski upphaflega hélt en auðvitað sér maður að það breytist dag frá degi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við mbl.is í morgun. Vísar hún þar til þeirra viðbragða Evrópusambandsins við hótun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hækka tolla vörur frá ríkjum sambandsins að hóta því að svara einnig með tollahækkunum á bandarískar vörur. Væri Ísland innan Evrópusambandsins beindust hótanir Trumps að okkur Íslendingum eins og öðrum ríkjum þess. Eins væru hótanir sambandsins settar fram í okkar nafni. Vegna þess að við erum utan Evrópusambandsins getum við hins vegar tekið sjálfstæðar ákvarðanir i þessum efnum í samræmi við hagsmuni okkar og þetta mál er auðvitað ekkert einsdæmi í þeim efnum. Valdið til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir skiptir vitanlega sköpum þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni lands og þjóðar. Bæði í stórum málum, eins og til dæmis Icesave-málinu á sínum tíma, sem og minni. Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar ekki hafa þetta vald lengur nema í mjög takmörkuðum og sífellt minnkandi mæli. Flestir málaflokkar ríkja sambandsins heyra undir valdsvið þess og vægi ríkjanna við ákvarðanatökur innan þess fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Innan Evrópusambandsins yrði Ísland fámennasta ríkið og með vægi eftir því. Hlutdeild okkar á þingi sambandsins yrði á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi og innan ráðherraráðs þess, valdamestu stofnunarinnar, allajafna á við einungis 5% af alþingismanni. Þetta yrði „sætið við borðið.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar