Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 11:31 Martha Hermannsdóttir upplifði drauminn undir lok ferilsins sem var að vinna Íslands- og bikarmeistaratitil með KA/Þór. Vísir/Daníel Þór Það verður stór dagur í KA-heimilinu í dag þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti deildarmeistaratitlinum í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Norðanmenn ætla nefnilega líka að heiðra mikla hetju í leiðinni. KA/Þór mætir Víkingum í dag en Akureyrarliðið er búið að tryggja sig upp í Olís deildina þótt að enn séu þrjár umferðir eftir. Liðið hefur ekki tapað leik og er með þrettán sigra í fimmtán leikjum. HSÍ er ekkert að bíða með að afhenta KA/Þór stelpunum bikarinn því þær eiga annan heimaleik eftir. Bikarinn fer á loft í dag. Það verður vissulega fagnað þegar bikarinn fer á loft en örugglega líka þegar Martha Hermannsdóttir verður tekin inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA. Hún er sú fyrsta í sögu KA/Þórs að vera tekin þar inn. KA hefur tekið karla inn í höllina en nú verður Martha fyrsta konan. Í höllinni eru meðal annars þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Patrekur Jóhannsson, Valdimar Grímsson, Arnór Atlason, Jóhannes Gunnar Bjarnason og Sverre Andreas Jakobsson. Stærsta stund hennar Mörthu er án efa árið 2021 þegar hún varð Íslandsmeistari með KA/Þór, tók við bikarnum sem fyrirliði liðsins og var síðan valin valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Martha var frábær þennan betur þar sem KA/Þór vann alla titlana í boði þar á meðal bikarinn sem var spilaður um haustið vegna kórónuveirunnar. Martha var þarna orðin 38 ára gömul en leiddi ungt lið til frábærs árangurs. Hún spilaði eitt ár í viðbót og tók þá þátt í Evrópukeppni með KA/Þór í fyrsta sinn. Forráðamenn og leikmenn KA/Þórs vonast eftir góðri mætingu í KA-Heimilið en leikurinn hefst klukkan 15.00. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Akureyrar (@kaakureyri) Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
KA/Þór mætir Víkingum í dag en Akureyrarliðið er búið að tryggja sig upp í Olís deildina þótt að enn séu þrjár umferðir eftir. Liðið hefur ekki tapað leik og er með þrettán sigra í fimmtán leikjum. HSÍ er ekkert að bíða með að afhenta KA/Þór stelpunum bikarinn því þær eiga annan heimaleik eftir. Bikarinn fer á loft í dag. Það verður vissulega fagnað þegar bikarinn fer á loft en örugglega líka þegar Martha Hermannsdóttir verður tekin inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA. Hún er sú fyrsta í sögu KA/Þórs að vera tekin þar inn. KA hefur tekið karla inn í höllina en nú verður Martha fyrsta konan. Í höllinni eru meðal annars þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Patrekur Jóhannsson, Valdimar Grímsson, Arnór Atlason, Jóhannes Gunnar Bjarnason og Sverre Andreas Jakobsson. Stærsta stund hennar Mörthu er án efa árið 2021 þegar hún varð Íslandsmeistari með KA/Þór, tók við bikarnum sem fyrirliði liðsins og var síðan valin valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Martha var frábær þennan betur þar sem KA/Þór vann alla titlana í boði þar á meðal bikarinn sem var spilaður um haustið vegna kórónuveirunnar. Martha var þarna orðin 38 ára gömul en leiddi ungt lið til frábærs árangurs. Hún spilaði eitt ár í viðbót og tók þá þátt í Evrópukeppni með KA/Þór í fyrsta sinn. Forráðamenn og leikmenn KA/Þórs vonast eftir góðri mætingu í KA-Heimilið en leikurinn hefst klukkan 15.00. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Akureyrar (@kaakureyri)
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira