Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2025 06:36 Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins. Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa hafa undirritað samrunasamning sem byggir á samkomulagi sem félögin undirrituðu 18. desember síðastliðinn. Frá þessu er greint í tilkynningu frá félögunum. Þar segir að áreiðanleikakönnun sé lokið og undirritunin bindandi. Samruninn sé hins vegar háður fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og endanlegu samþykki hluthafa félaganna. „Samkaup er yfirtökufélagið og sameinast þar með öllum einingum Heimkaupa á dagvörumarkaði og greiðir fyrir þau með útgefnu hlutafé í Samkaupum. Hluthafar Heimkaupa eignast þar með rúmlega 10% hlutafjár í sameinuðu félagi. Fyrir viðskiptin er Skel eigandi að 6% eignarhlut í Samkaupum í gegnum eignarhaldsfélag. Eignarhlutur Skel í sameinuðu félagi verður rétt undir 14%. Hluthafasamkomulag meðal stærstu hluthafa í Samkaupa gerir ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ásgeiri Helga Reykfjörð Gylfasyni, forstjóra Skel, að þar á bæ séu menn afar ánægðir með þennan áfanga í þróun eigna félagsins á sviði smásölu. „Sameinað félag verður öflugt og mun búa yfir þeim skala sem nauðsynlegur er til að nýta þau tækifæri sem nú eru á dagvörumarkaði. Greiningar ráðgjafa félaganna hafa sýnt fram á veruleg samlegðaráhrif, þá sér í lagi í innkaupum, og munu þau hafa jákvæð áhrif á afkomu félaganna þegar fram í sækir. Hagsmunir SKEL eru áfram þeir sömu á smásölumarkaði með hlutdeild í Samkaup og óbreyttu eignarhaldi á Lyfjavali og Orkunni. SKEL mun áfram leita leiða til að auka samkeppni og fjölbreytni með arðbærum hætti í fjárfestingum sínum á smásölumarkaði. Neytendur kalla á aukna samkeppni og nýjungar á smásölumarkaði eins og móttökur Prís verslunarinnar sem opnaði á seinni hluta síðasta árs sýna.“ Þá segist Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, sömuleiðis ánægður með niðurstöðuna. „Ég er sannfærður um að sameinað félag eigi eftir að gera góða hluti til hagsbóta fyrir neytendur. Samruninn er í samræmi við framtíðarstefnu Samkaupa og felur í sér margvísleg tækifæri til vaxtar. Samruninn mun styrkja rekstrarstöðu Samkaupa til lengri tíma litið en við væntum töluverðar samlegðar í samrunanum. Nettó hefur verið í góðri aukningu undanfarið með breyttri verðstefnu og með stækkun verslananetsins mun staða Nettó styrkjast enn frekar. Viðskiptavinir okkar munu að sjálfsögðu njóta góðs af þessum tækifærum. Verslanir okkar á landsbyggðinni, Nettó, Kjörbúðir og Krambúðir, leika lykilhlutverk í framtíðarsýn Samkaupa. Birgðakerfi okkar gerir okkur kleift að flytja vörur milli landshluta ódýrar en nokkur annar aðili og með innkomu verslana Heimkaupa í samstæðuna sjáum við afar spennandi möguleika til vaxtar og ný tækifæri.“ Verslun Samkeppnismál Neytendur Matvöruverslun Skel fjárfestingafélag Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá félögunum. Þar segir að áreiðanleikakönnun sé lokið og undirritunin bindandi. Samruninn sé hins vegar háður fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og endanlegu samþykki hluthafa félaganna. „Samkaup er yfirtökufélagið og sameinast þar með öllum einingum Heimkaupa á dagvörumarkaði og greiðir fyrir þau með útgefnu hlutafé í Samkaupum. Hluthafar Heimkaupa eignast þar með rúmlega 10% hlutafjár í sameinuðu félagi. Fyrir viðskiptin er Skel eigandi að 6% eignarhlut í Samkaupum í gegnum eignarhaldsfélag. Eignarhlutur Skel í sameinuðu félagi verður rétt undir 14%. Hluthafasamkomulag meðal stærstu hluthafa í Samkaupa gerir ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ásgeiri Helga Reykfjörð Gylfasyni, forstjóra Skel, að þar á bæ séu menn afar ánægðir með þennan áfanga í þróun eigna félagsins á sviði smásölu. „Sameinað félag verður öflugt og mun búa yfir þeim skala sem nauðsynlegur er til að nýta þau tækifæri sem nú eru á dagvörumarkaði. Greiningar ráðgjafa félaganna hafa sýnt fram á veruleg samlegðaráhrif, þá sér í lagi í innkaupum, og munu þau hafa jákvæð áhrif á afkomu félaganna þegar fram í sækir. Hagsmunir SKEL eru áfram þeir sömu á smásölumarkaði með hlutdeild í Samkaup og óbreyttu eignarhaldi á Lyfjavali og Orkunni. SKEL mun áfram leita leiða til að auka samkeppni og fjölbreytni með arðbærum hætti í fjárfestingum sínum á smásölumarkaði. Neytendur kalla á aukna samkeppni og nýjungar á smásölumarkaði eins og móttökur Prís verslunarinnar sem opnaði á seinni hluta síðasta árs sýna.“ Þá segist Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, sömuleiðis ánægður með niðurstöðuna. „Ég er sannfærður um að sameinað félag eigi eftir að gera góða hluti til hagsbóta fyrir neytendur. Samruninn er í samræmi við framtíðarstefnu Samkaupa og felur í sér margvísleg tækifæri til vaxtar. Samruninn mun styrkja rekstrarstöðu Samkaupa til lengri tíma litið en við væntum töluverðar samlegðar í samrunanum. Nettó hefur verið í góðri aukningu undanfarið með breyttri verðstefnu og með stækkun verslananetsins mun staða Nettó styrkjast enn frekar. Viðskiptavinir okkar munu að sjálfsögðu njóta góðs af þessum tækifærum. Verslanir okkar á landsbyggðinni, Nettó, Kjörbúðir og Krambúðir, leika lykilhlutverk í framtíðarsýn Samkaupa. Birgðakerfi okkar gerir okkur kleift að flytja vörur milli landshluta ódýrar en nokkur annar aðili og með innkomu verslana Heimkaupa í samstæðuna sjáum við afar spennandi möguleika til vaxtar og ný tækifæri.“
Verslun Samkeppnismál Neytendur Matvöruverslun Skel fjárfestingafélag Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent