Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 20. febrúar 2025 22:01 Að þú hreinlega skulir voga þér að tala um stefnuleysi í málaflokki barna í alvarlegum vanda hjá nýkjörinni ríkisstjórn er til marks um ....tja hvað? Að þú sért siðblind? Hann var 6-9 ára, að stíga sín fyrstu skref í lífnu. Hann þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar hann fæddist, svo hann var með þungan bakpoka, þyngri en margur annar. Staðan í Hafnarfirði, undir þinni stjórn, var orðin svo hræðileg, að við, fimm manna fjölskyldan flúðum í næsta bæjarfélag þar sem við vorum umvafin hlýju, umhyggju og öryggi frá ÖLLUM innan stjórnsýslunnar. Á þessum árum kynntist ég því versta í íslenskri stjórnsýslu – hjá þér í Hafnarfirði og því besta í íslenskri stjórnsýslu – í Garðabænum. Það tók smá tíma að vinda ofan af hryllingnum úr Hafnarfirði og kenna barninu mínu treysta þeim sem að því koma. En nú eru rúm þrjú ár síðan barnið byrjaði í öðrum skóla í næsta bæjarfélagi og það hreinlega elskar skólann sinn, kennarana, stjórnendur, og alla sem að honum koma. Í þínu bæjarfélagi var ekki hægt að láta barnið fá tölvu til að auðvelda skrift þegar erfitt var að draga til stafs..... það voru ekki til peningar sögðuð þið!!! Í næsta bæjarfélagi vorum við spurð að fyrra bragði hvort ekki mætti leyfa honum að notast bara við tölvu. Í þínu bæjarfélagi var endalaus starfsmannavelta, í næsta bæjarfélagi er nánast engin starfsmannavelta! Í þínu bæjarfélagi var barnið okkar ómögulegt en í næsta bæjarfélagi dásamlegt. Ég átti góðan fund með forsætistráðherra á þessum tíma og einnig barnamálaráðherra. Enginn, ENGINN ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum hafði áhuga á okkar máli eða sýndi minnsta vilja til þess að aðstoða börn í neyð á þessum tíma. Það var sorgardagur í okkar fjölskyldu þegar þú tilkynntir að þú færir nú fram í alþingiskosningunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því þá þyrfti maður að þola að heyra meira frá þér. Slík eru sárin, svo það sé nú sagt. Svo þú skalt ekki halda það að þú getir kastað steinum úr glerhýsinu þínu án þess að þurfa að horfast í augu við það sem þú EKKI gerðir, því það að gera ekkert er líka ákvörðun. Fyrir um þremur árum bað ég þig um að biðja barnið mitt afsökunar fyrir hönd bæjarfélagsins, því að væri mikilvægt fyrir hans bata. En það kom ekkert frá þér. Við og fólk í okkar stöðu skiptum þig engu máli, nákvæmlega engu! Þess vegna ráðlegg ég þér kæra Rósa, að fækka skrautfjörðunum og koma til dyranna eins og þú ert klædd og leyfa núverandi ríkisstjórn að spreyta sig áður en byrjað er að rakka þau niður, því þú hefur hreinlega ekki efni á því! Hvað þá flokkurinn þinn! Þér er enn velkomið að senda barninu afsökunarbréf fyrir hönd bæjarfélagssins, þetta var erfið lífsreynsla fyrir svona ungt barn og afsökunarbeiðni myndi skipta miklu fyrir hann, því barn í vanda á víst varla sök er það? Höfundur er sjálfstætt starfandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Að þú hreinlega skulir voga þér að tala um stefnuleysi í málaflokki barna í alvarlegum vanda hjá nýkjörinni ríkisstjórn er til marks um ....tja hvað? Að þú sért siðblind? Hann var 6-9 ára, að stíga sín fyrstu skref í lífnu. Hann þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar hann fæddist, svo hann var með þungan bakpoka, þyngri en margur annar. Staðan í Hafnarfirði, undir þinni stjórn, var orðin svo hræðileg, að við, fimm manna fjölskyldan flúðum í næsta bæjarfélag þar sem við vorum umvafin hlýju, umhyggju og öryggi frá ÖLLUM innan stjórnsýslunnar. Á þessum árum kynntist ég því versta í íslenskri stjórnsýslu – hjá þér í Hafnarfirði og því besta í íslenskri stjórnsýslu – í Garðabænum. Það tók smá tíma að vinda ofan af hryllingnum úr Hafnarfirði og kenna barninu mínu treysta þeim sem að því koma. En nú eru rúm þrjú ár síðan barnið byrjaði í öðrum skóla í næsta bæjarfélagi og það hreinlega elskar skólann sinn, kennarana, stjórnendur, og alla sem að honum koma. Í þínu bæjarfélagi var ekki hægt að láta barnið fá tölvu til að auðvelda skrift þegar erfitt var að draga til stafs..... það voru ekki til peningar sögðuð þið!!! Í næsta bæjarfélagi vorum við spurð að fyrra bragði hvort ekki mætti leyfa honum að notast bara við tölvu. Í þínu bæjarfélagi var endalaus starfsmannavelta, í næsta bæjarfélagi er nánast engin starfsmannavelta! Í þínu bæjarfélagi var barnið okkar ómögulegt en í næsta bæjarfélagi dásamlegt. Ég átti góðan fund með forsætistráðherra á þessum tíma og einnig barnamálaráðherra. Enginn, ENGINN ráðherra frá Sjálfstæðisflokknum hafði áhuga á okkar máli eða sýndi minnsta vilja til þess að aðstoða börn í neyð á þessum tíma. Það var sorgardagur í okkar fjölskyldu þegar þú tilkynntir að þú færir nú fram í alþingiskosningunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því þá þyrfti maður að þola að heyra meira frá þér. Slík eru sárin, svo það sé nú sagt. Svo þú skalt ekki halda það að þú getir kastað steinum úr glerhýsinu þínu án þess að þurfa að horfast í augu við það sem þú EKKI gerðir, því það að gera ekkert er líka ákvörðun. Fyrir um þremur árum bað ég þig um að biðja barnið mitt afsökunar fyrir hönd bæjarfélagsins, því að væri mikilvægt fyrir hans bata. En það kom ekkert frá þér. Við og fólk í okkar stöðu skiptum þig engu máli, nákvæmlega engu! Þess vegna ráðlegg ég þér kæra Rósa, að fækka skrautfjörðunum og koma til dyranna eins og þú ert klædd og leyfa núverandi ríkisstjórn að spreyta sig áður en byrjað er að rakka þau niður, því þú hefur hreinlega ekki efni á því! Hvað þá flokkurinn þinn! Þér er enn velkomið að senda barninu afsökunarbréf fyrir hönd bæjarfélagssins, þetta var erfið lífsreynsla fyrir svona ungt barn og afsökunarbeiðni myndi skipta miklu fyrir hann, því barn í vanda á víst varla sök er það? Höfundur er sjálfstætt starfandi.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun