Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 21. febrúar 2025 07:32 Kjalarnes er einhver fallegasti staður á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúar njóta mikils útsýnis yfir til höfuðborgarsvæðisins, nálægðar við gullfallega nátturu þar sem létt gola leikur alla jafnan við íbúana. Á Kjalarnesi er stundaður landbúnaður, þó flestir íbúar sem búa þar starfi annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega auglýsti Reykjavíkurborg úthlutun á fjórum einbýlishúsalóðum á Kjalarnesi. Það er vel og að mínu mati má byggja miklu meira á Kjalarnesi en þessi fjögur einbýlishús og þar með fjölga íbúum og auka framboð af íbúðum. Á Kjalarnesi búa í dag um 530 manns en árið 2007 bjuggu þar yfir 1.000 manns. Það hefur orðið helmingsfækkun á síðustu 17 árum. Í þéttbýliskjarnanum á Kjalarnesi, Grundarhverfi, eru góðir innviðir eins og leikskóli, grunnskóli, íþróttahús og sundlaug auk mótttökustöð hjá Sorpu. Þaðmá byggja miklu meira á Kjalarnesi og fleiri fjölbýlishús. Svæðið getur vel verið íbúasvæði fyrir 2.500 íbúa sem er hæfilegt svæði fyrir góða nærþjónustu eins og verslun, um leið og hægt væri að auka þjónustu við íbúa sem búa þar, t.d. með góðum íbúakjarna fyrir 65 ára og eldri sem væri samtengdur hjúkrunarheimili. Með fleiri íbúum skapast enn betri grundvöllur fyrir bættar almenningssamgöngur milli Kjalarness og annara staða á höfuðborgarsvæðinu. Ein aðgerð styrkir frekari byggð á Kjalarnesi og það er sú staðreynd að ríkisstjórnin ætlar að klára Sundabraut sem er mögulega 6-8 ára framkvæmd. Með Sundabraut snarbatna samgöngur á milli Grundahverfisins og miðsvæðis Reykjavíkur sem gerir Kjalarnesið enn fýsilegri kost. Ég skora á nýjan meirihluta félagshyggjuflokka í Reykjavík að bretta upp ermar og stórauka byggð á Kjalarnesi. Höfundur er Kjalnesingur í hjarta sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Kjalarnes er einhver fallegasti staður á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúar njóta mikils útsýnis yfir til höfuðborgarsvæðisins, nálægðar við gullfallega nátturu þar sem létt gola leikur alla jafnan við íbúana. Á Kjalarnesi er stundaður landbúnaður, þó flestir íbúar sem búa þar starfi annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega auglýsti Reykjavíkurborg úthlutun á fjórum einbýlishúsalóðum á Kjalarnesi. Það er vel og að mínu mati má byggja miklu meira á Kjalarnesi en þessi fjögur einbýlishús og þar með fjölga íbúum og auka framboð af íbúðum. Á Kjalarnesi búa í dag um 530 manns en árið 2007 bjuggu þar yfir 1.000 manns. Það hefur orðið helmingsfækkun á síðustu 17 árum. Í þéttbýliskjarnanum á Kjalarnesi, Grundarhverfi, eru góðir innviðir eins og leikskóli, grunnskóli, íþróttahús og sundlaug auk mótttökustöð hjá Sorpu. Þaðmá byggja miklu meira á Kjalarnesi og fleiri fjölbýlishús. Svæðið getur vel verið íbúasvæði fyrir 2.500 íbúa sem er hæfilegt svæði fyrir góða nærþjónustu eins og verslun, um leið og hægt væri að auka þjónustu við íbúa sem búa þar, t.d. með góðum íbúakjarna fyrir 65 ára og eldri sem væri samtengdur hjúkrunarheimili. Með fleiri íbúum skapast enn betri grundvöllur fyrir bættar almenningssamgöngur milli Kjalarness og annara staða á höfuðborgarsvæðinu. Ein aðgerð styrkir frekari byggð á Kjalarnesi og það er sú staðreynd að ríkisstjórnin ætlar að klára Sundabraut sem er mögulega 6-8 ára framkvæmd. Með Sundabraut snarbatna samgöngur á milli Grundahverfisins og miðsvæðis Reykjavíkur sem gerir Kjalarnesið enn fýsilegri kost. Ég skora á nýjan meirihluta félagshyggjuflokka í Reykjavík að bretta upp ermar og stórauka byggð á Kjalarnesi. Höfundur er Kjalnesingur í hjarta sínu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar