Innlent

Ögur­stund, staða Play og ó­reyndur rútubílstjóri

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Kennarar samþykktu nú síðdegis innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga sem lögð var fram til þess að reyna að afstýra umfangsmiklum verkfallsaðgerðum í fyrramálið. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa til tíu í kvöld til að samþykkja eða hafna tillögunni. Við ræðum við deiluaðila um stöðu mála á ögurstundu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Nýr meirihluti verður kynntur formlega til sögunnar á aukafundi borgarstjórar á morgun. Hulunni verður einnig svipt af nýjum borgarstjóra. Við förum yfir málið í beinni.

Þá mætir Hörður Ægisson ritstjóri Innherja í myndver og fer yfir stöðu flugfélagsins Play, Kristján Már Unnarsson ræðir loðnukvótann sem er fagnað þrátt fyrir smæð auk þess sem við kíkjum í Höfða þar sem rúta festist á óhefðbundnum stað í dag.

Í Sportpakkanum hitum við upp fyrir stórleik Víkings í Sambandsdeildinni og í Íslandi í dag kynnir Vala Matt sér ýmis sparnaðartrix.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×