Kennarar samþykkja innanhússtillögu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2025 16:13 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari ásamt Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambandsins. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið síðdegis í dag. Kennarar hafa þegar samþykkt tillöguna en hið opinbera hefur frest til 22 í kvöld til að svara kalli sáttasemjara. Þetta kom fram í máli Ástráðar Haraldssonar ríkissáttasemjara sem ræddi við fjölmiðla í húsakynnum embættisins á fimmta tímanum. Hann hafði þá augnablikum áður lagt fram tillögu sína. Ástráður segir í samtali við fréttastofu að tillagan nái til allra þeirra kjarasamninga sem séu undir í deilunni, þ.e. allra skólastiga og hvort sem eru samningar við sveitastjórnir eða ríkið. Hann hafi fengið samþykki deiluaðila að leggja fram tillögu sem hann hafi gert klukkan fjögur síðdegis. „Ef aðilarnir fallast á tillöguna þá aflýsast allar boðaðar vinnustöðvanir,“ segir Ástráður. Hún byggi í öllum meginatriðum á sömu hugmyndum og fyrri tillögur, sé framhald af þeim, og á þeim atriðum sem aðilar hafi orðið sammála um. Það sem skilji deiluaðila séu tillögur sáttasemjara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi þegar samþykkt tillöguna. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að stjórn sambandsins hittist á fundi klukkan átta í kvöld. Þar muni samninganefndin kynna miðlunartillöguna fyrir stjórninni. Ríkissáttasemjara verði svarað um leið og þeim fundi lýkur og fyrir tilskilin frest klukkan 22 í kvöld. Einar Mar Þórðarson hjá samninganefnd ríkisins vildi ekki tjá sig um tillöguna að svo stöddu. Leik- og grunnskólar eru reknir af sveitarfélögunum en framhaldsskólarnir heyra undir ríkið. Samninganefndir kennara og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa fundað bæði í gær og í dag í deilunni. Verkföll eru fyrirhuguð í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars að óbreyttu. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ástráðar Haraldssonar ríkissáttasemjara sem ræddi við fjölmiðla í húsakynnum embættisins á fimmta tímanum. Hann hafði þá augnablikum áður lagt fram tillögu sína. Ástráður segir í samtali við fréttastofu að tillagan nái til allra þeirra kjarasamninga sem séu undir í deilunni, þ.e. allra skólastiga og hvort sem eru samningar við sveitastjórnir eða ríkið. Hann hafi fengið samþykki deiluaðila að leggja fram tillögu sem hann hafi gert klukkan fjögur síðdegis. „Ef aðilarnir fallast á tillöguna þá aflýsast allar boðaðar vinnustöðvanir,“ segir Ástráður. Hún byggi í öllum meginatriðum á sömu hugmyndum og fyrri tillögur, sé framhald af þeim, og á þeim atriðum sem aðilar hafi orðið sammála um. Það sem skilji deiluaðila séu tillögur sáttasemjara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi þegar samþykkt tillöguna. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að stjórn sambandsins hittist á fundi klukkan átta í kvöld. Þar muni samninganefndin kynna miðlunartillöguna fyrir stjórninni. Ríkissáttasemjara verði svarað um leið og þeim fundi lýkur og fyrir tilskilin frest klukkan 22 í kvöld. Einar Mar Þórðarson hjá samninganefnd ríkisins vildi ekki tjá sig um tillöguna að svo stöddu. Leik- og grunnskólar eru reknir af sveitarfélögunum en framhaldsskólarnir heyra undir ríkið. Samninganefndir kennara og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa fundað bæði í gær og í dag í deilunni. Verkföll eru fyrirhuguð í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars að óbreyttu. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira