Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova, Þorbjörg Halldórsdóttir og Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifa 21. febrúar 2025 08:01 „Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur.“ (Vigdís Finnbogadóttir) Í dag, 21. febrúar, er Alþjóðadagur móðurmála. Af því tilefni verður opnað nýtt Tungumálakort þar sem birtast niðurstöður leitar að tungumálaforða barna og ungmenna á Íslandi. Blásið var til leitarinnar í janúarbyrjun en þetta er í þriðja sinn sem tungumál í skólum landsins hafa verið kortlögð. Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla landsins var hvatt til þess að spjalla við börnin og spyrja þau um tungumálin þeirra. Markmiðið var að kortleggja öll tungumál sem töluð eru af börnum og ungmennum í leik- og grunnskólum landsins og nú í fyrsta sinn einnig í framhaldsskólum. Tilgangurinn er að vekja jákvæða umræðu um tungumál og fjöltyngi en að hafa fleiri en eitt tungumál á valdi sínu getur aukið lífsgæði og auðgað tilfinningalíf. Aukin tungumálavitund hvers og eins ýtir undir sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd og getur verið stuðningur við skólana í því mikilvæga verkefni að innleiða virkt fjöltyngi og efla tungumálakunnáttu allra nemenda. Leitin að tungumálunum var unnin í samstarfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Miðju máls og læsis, MEMM – Menntun, móttaka, menning, Móðurmáls – samtaka um tvítyngi, Menningarmótsverkefnisins og Samtaka tungumálakennara á Íslandi (STÍL). Áður voru tungumálin kortlögð í íslenskum leik- og grunnskólum á árunum 2014 og 2021. Alls bárust 242 svör úr leik-, grunn- og framhaldsskólum en í allt hefur um þriðjungur allra skóla á landinu tekið þátt í verkefninu, auk nokkurra annarra stofnana og einstaklinga. Búið að safna 101 tungumáli Nú hafa safnast 101 tungumál sem eru örlítið fleiri en síðast. Áhugavert er að alls 16 tungumál sem söfnuðust síðast eru ekki með í ár. Þau tungumál eru: abi, benga, berbíska, chichewa, dagbani, fidjíska, ga, kambodíska, konkani, krio, namibíska, nyiha, susu, tadsikíska, tigrinya og úsbekíska. Ef litið er til fyrri söfnunar má ætla að á Íslandi hafi átt heima hið minnsta 117 tungumál síðustu tíu ár. Einnig er athyglisvert að á Íslandi tala börn a.m.k. fjögur táknmál: íslenskt, írskt, litháískt og úkraínskt. Hér er heildarlistinn yfir þau tungumál sem skráð voru í tungumálaleitinni 2025: Afríkanska, albanska, amharíska, arabíska, armenska, aserska, bengalska, bisaya, bosníska, búlgarska, cebuano, danska, dari, edo, eistneska, enska, ewe, fante-akan, farsí, filippseyska, finnska, flæmska-hollenska, franska, færeyska, georgíska, grænlenska, gríska, gujarati, haítíska, hausa, hebreska, hindí, hollenska, hvítrússneska, igbo, ilokano, indonesíska, írskt táknmál, íslenska, íslenskt táknmál, ítalska, japanska, kínverska-kantónska, kínverska-mandarín, kóreanska, kreolíska, króatíska, kúrdíska, kúrdíska-behdini, kurdíska-soraní, lettneska, litháíska, litháískt táknmál, lúxemborgska, makedónska, maltneska, malasíska, malayalam, moldavíska, mongólska, marokkóska, nepalska, nigeríska, norska, pampango-kapampangan, pandjábí, pastó, pólska, portúgalska, rómamál, rúmenska, rússneska, serbneska, sinhalíska, slóvakíska, slóvenska, sómalska, spænska, spænskt táknmál, svahílí, sýrlenska, sænska, taílenska, taívanska, tagalog, tamazight, tamíl, tékkneska, telegu, twi, túniska, tyrkneska, úkraínska, úkraínskt táknmál, ungverska, úrdú, víetnamska, wolof, yoroba, þýska, rómönsk þýska. Stuðst var við viðurkenndan vef Ethnologuevið úrvinnslu gagna en hann geymir aðgengilegar upplýsingar um tungumál heimsins. Einnig er rétt að nefna að sjónarhorn málnotenda fékk að ráða þegar upp komu vafamál sem varða það hvort um væri að ræða mállýsku eða tungumál. Íslenska er algengasta tungumálið, eins og búast mátti við, en þar á eftir fylgdu pólska sem var skráð af 194 aðilum, enska (168 svör), spænska (154 svör), úkraínska (110 svör), rússneska (110 svör), arabíska (106 svör), litháíska (106 svör), þýska (98 svör), filippseyska (95 svör) og danska (88 svör). Margir leik-, grunn- og framhaldsskólar skráðu yfir 20 tungumál og því má segja að tungumálafjölbreytileiki blómstri í mörgum skólum. Þar sem mest lætur eru allt að fjörutíu tungumál skráð. Fjölbreyttar leiðir til að styðja við virkt fjöltyngi Með þátttöku í verkefninu stuðla skólarnir að markmiðum sem styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Barnasáttmálann og Menntastefnu stjórnvalda. Til er Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi sem lýsir leiðum til að efla virkt fjöltyngi í leik- og grunnskólum. Tungumálakortinu 2025 fylgir nýtt námsefni, Töfrakista tungumálanna, en þar eru hugmyndir og verkefni sem er ætlað að fræða um og vekja athygli á fjöltyngi og tungumálum heimsins í skólum landsins. Námsefnið er gefið út á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu í dag, á Alþjóðadegi móðurmálsins. Opnað verður aftur fyrir skráningu tungumála á Tungumálakortið 2025 í takmarkaðan tíma eða til og með 31. mars og því enn hægt að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Við óskum öllum til hamingju með daginn! Renata Emilsson Peskova, lektor á Menntavísindasviði HÍ og formaður Móðurmáls - samtaka um tvítyngi Þorbjörg Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og formaður STÍL, Samtaka tungumálakennara á Íslandi Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari, menningarmiðlari og verkefnisstýra Menningarmóts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
„Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur.“ (Vigdís Finnbogadóttir) Í dag, 21. febrúar, er Alþjóðadagur móðurmála. Af því tilefni verður opnað nýtt Tungumálakort þar sem birtast niðurstöður leitar að tungumálaforða barna og ungmenna á Íslandi. Blásið var til leitarinnar í janúarbyrjun en þetta er í þriðja sinn sem tungumál í skólum landsins hafa verið kortlögð. Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla landsins var hvatt til þess að spjalla við börnin og spyrja þau um tungumálin þeirra. Markmiðið var að kortleggja öll tungumál sem töluð eru af börnum og ungmennum í leik- og grunnskólum landsins og nú í fyrsta sinn einnig í framhaldsskólum. Tilgangurinn er að vekja jákvæða umræðu um tungumál og fjöltyngi en að hafa fleiri en eitt tungumál á valdi sínu getur aukið lífsgæði og auðgað tilfinningalíf. Aukin tungumálavitund hvers og eins ýtir undir sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd og getur verið stuðningur við skólana í því mikilvæga verkefni að innleiða virkt fjöltyngi og efla tungumálakunnáttu allra nemenda. Leitin að tungumálunum var unnin í samstarfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Miðju máls og læsis, MEMM – Menntun, móttaka, menning, Móðurmáls – samtaka um tvítyngi, Menningarmótsverkefnisins og Samtaka tungumálakennara á Íslandi (STÍL). Áður voru tungumálin kortlögð í íslenskum leik- og grunnskólum á árunum 2014 og 2021. Alls bárust 242 svör úr leik-, grunn- og framhaldsskólum en í allt hefur um þriðjungur allra skóla á landinu tekið þátt í verkefninu, auk nokkurra annarra stofnana og einstaklinga. Búið að safna 101 tungumáli Nú hafa safnast 101 tungumál sem eru örlítið fleiri en síðast. Áhugavert er að alls 16 tungumál sem söfnuðust síðast eru ekki með í ár. Þau tungumál eru: abi, benga, berbíska, chichewa, dagbani, fidjíska, ga, kambodíska, konkani, krio, namibíska, nyiha, susu, tadsikíska, tigrinya og úsbekíska. Ef litið er til fyrri söfnunar má ætla að á Íslandi hafi átt heima hið minnsta 117 tungumál síðustu tíu ár. Einnig er athyglisvert að á Íslandi tala börn a.m.k. fjögur táknmál: íslenskt, írskt, litháískt og úkraínskt. Hér er heildarlistinn yfir þau tungumál sem skráð voru í tungumálaleitinni 2025: Afríkanska, albanska, amharíska, arabíska, armenska, aserska, bengalska, bisaya, bosníska, búlgarska, cebuano, danska, dari, edo, eistneska, enska, ewe, fante-akan, farsí, filippseyska, finnska, flæmska-hollenska, franska, færeyska, georgíska, grænlenska, gríska, gujarati, haítíska, hausa, hebreska, hindí, hollenska, hvítrússneska, igbo, ilokano, indonesíska, írskt táknmál, íslenska, íslenskt táknmál, ítalska, japanska, kínverska-kantónska, kínverska-mandarín, kóreanska, kreolíska, króatíska, kúrdíska, kúrdíska-behdini, kurdíska-soraní, lettneska, litháíska, litháískt táknmál, lúxemborgska, makedónska, maltneska, malasíska, malayalam, moldavíska, mongólska, marokkóska, nepalska, nigeríska, norska, pampango-kapampangan, pandjábí, pastó, pólska, portúgalska, rómamál, rúmenska, rússneska, serbneska, sinhalíska, slóvakíska, slóvenska, sómalska, spænska, spænskt táknmál, svahílí, sýrlenska, sænska, taílenska, taívanska, tagalog, tamazight, tamíl, tékkneska, telegu, twi, túniska, tyrkneska, úkraínska, úkraínskt táknmál, ungverska, úrdú, víetnamska, wolof, yoroba, þýska, rómönsk þýska. Stuðst var við viðurkenndan vef Ethnologuevið úrvinnslu gagna en hann geymir aðgengilegar upplýsingar um tungumál heimsins. Einnig er rétt að nefna að sjónarhorn málnotenda fékk að ráða þegar upp komu vafamál sem varða það hvort um væri að ræða mállýsku eða tungumál. Íslenska er algengasta tungumálið, eins og búast mátti við, en þar á eftir fylgdu pólska sem var skráð af 194 aðilum, enska (168 svör), spænska (154 svör), úkraínska (110 svör), rússneska (110 svör), arabíska (106 svör), litháíska (106 svör), þýska (98 svör), filippseyska (95 svör) og danska (88 svör). Margir leik-, grunn- og framhaldsskólar skráðu yfir 20 tungumál og því má segja að tungumálafjölbreytileiki blómstri í mörgum skólum. Þar sem mest lætur eru allt að fjörutíu tungumál skráð. Fjölbreyttar leiðir til að styðja við virkt fjöltyngi Með þátttöku í verkefninu stuðla skólarnir að markmiðum sem styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Barnasáttmálann og Menntastefnu stjórnvalda. Til er Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi sem lýsir leiðum til að efla virkt fjöltyngi í leik- og grunnskólum. Tungumálakortinu 2025 fylgir nýtt námsefni, Töfrakista tungumálanna, en þar eru hugmyndir og verkefni sem er ætlað að fræða um og vekja athygli á fjöltyngi og tungumálum heimsins í skólum landsins. Námsefnið er gefið út á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu í dag, á Alþjóðadegi móðurmálsins. Opnað verður aftur fyrir skráningu tungumála á Tungumálakortið 2025 í takmarkaðan tíma eða til og með 31. mars og því enn hægt að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Við óskum öllum til hamingju með daginn! Renata Emilsson Peskova, lektor á Menntavísindasviði HÍ og formaður Móðurmáls - samtaka um tvítyngi Þorbjörg Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og formaður STÍL, Samtaka tungumálakennara á Íslandi Kristín R. Vilhjálmsdóttir, kennari, menningarmiðlari og verkefnisstýra Menningarmóts
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun