Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2025 15:04 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp um að sameina öll níu sýslumannsembætti landsins í eitt. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast,“ segir ráðherra í tölvubréfi til starfsfólks. Til hefur staðið um nokkurt skeið að sameina embættin í eitt. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra tilkynnti árið 2022 að embættin yrðu sameinuð og Sýslumaður Íslands yrði staðsett á Húsavík. Guðrún hætti við Eftirmaður hans í stól dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, tilkynnti svo ári seinna að fallið hefði verið frá áformunum. Það tilkynnti hún á fundi sýslumannsembættanna, við mikinn fögnuð viðstaddra. Jón hefur þó ekki látið deigan síga og lagði fram þingmannafrumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna í fyrradag. Um er að ræða frumvarp sem var unnið í dómsmálaráðuneytinu á sínum tíma. Ný ríkisstjórn ætlar að klára málið Í þingmálaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra muni leggja fram frumvarp til laga um sýslumann í mars. Með frumvarpinu verði lagt til að sýslumannsembættin níu verði sameinuð í eitt, með það að meginmarkmiði að bæta þjónustu hins opinbera á öllu landinu. Markmiðinu verði náð með hagræðingu, einfaldari stjórnsýslu og jöfnu aðgengi að opinberri þjónustu, óháð búsetu. „Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá þér sem starfsmanni hjá sýslumannsembætti að ríkisstjórnin ætlar að sameina sýslumannsembættin úr níu í eitt í byrjun ársins 2026. Ég mun leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi,“ segir í tölvubréfi frá Þorbjörgu Sigríði til starfsmanna sýslumannsembættanna, sem Vísir hefur undir höndum. Starfsmenn haldi stöðum sínum Þar sem hún hafi ekki hitt alla starfsmenn augliti til auglits vilji hún með bréfinu fara stuttlega yfir verkefnið og vonandi svara þeim spurningum sem starfsmenn kynnu að hafa. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast. Almennt starfsfólk mun halda störfum sínum við sameininguna. Starfsfólk eldri embætta færist sjálfkrafa yfir í hið nýja embætti sýslumanns. Ekki er gert ráð fyrir að sameining embættanna leiði til fækkunar starfsstöðva eða afgreiðslustaða.“ Mikið framfaramál Þá segir að sameiningin sé mikið framfaramál þar sem þjónusta við landsmenn verði efld með betri, skilvirkari og hagkvæmari stjórnsýslu. „Embættið mun verða öflugra og betur í stakk búið til að takast á við áskoranir eins og mannauðsmál, stafræna vegferð, réttindagæslu og stefnumótun auk þess sem tækifæri til starfsþróunar verða fleiri. Þá verður einfaldara að flytja verkefni úr stjórnsýslunni yfir til hins nýja embættis sem mun efla það og um leið landsbyggðir með verðmætum störfum um land allt.“ Loks segir að dómsmálaráðherra hvetji starfsmenn til að ræða málið á sínum starfsstöðvum „og líta á þetta verkefni sem tækifæri en ekki ógn.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Viðreisn Rekstur hins opinbera Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Til hefur staðið um nokkurt skeið að sameina embættin í eitt. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra tilkynnti árið 2022 að embættin yrðu sameinuð og Sýslumaður Íslands yrði staðsett á Húsavík. Guðrún hætti við Eftirmaður hans í stól dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, tilkynnti svo ári seinna að fallið hefði verið frá áformunum. Það tilkynnti hún á fundi sýslumannsembættanna, við mikinn fögnuð viðstaddra. Jón hefur þó ekki látið deigan síga og lagði fram þingmannafrumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna í fyrradag. Um er að ræða frumvarp sem var unnið í dómsmálaráðuneytinu á sínum tíma. Ný ríkisstjórn ætlar að klára málið Í þingmálaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra muni leggja fram frumvarp til laga um sýslumann í mars. Með frumvarpinu verði lagt til að sýslumannsembættin níu verði sameinuð í eitt, með það að meginmarkmiði að bæta þjónustu hins opinbera á öllu landinu. Markmiðinu verði náð með hagræðingu, einfaldari stjórnsýslu og jöfnu aðgengi að opinberri þjónustu, óháð búsetu. „Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá þér sem starfsmanni hjá sýslumannsembætti að ríkisstjórnin ætlar að sameina sýslumannsembættin úr níu í eitt í byrjun ársins 2026. Ég mun leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi,“ segir í tölvubréfi frá Þorbjörgu Sigríði til starfsmanna sýslumannsembættanna, sem Vísir hefur undir höndum. Starfsmenn haldi stöðum sínum Þar sem hún hafi ekki hitt alla starfsmenn augliti til auglits vilji hún með bréfinu fara stuttlega yfir verkefnið og vonandi svara þeim spurningum sem starfsmenn kynnu að hafa. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast. Almennt starfsfólk mun halda störfum sínum við sameininguna. Starfsfólk eldri embætta færist sjálfkrafa yfir í hið nýja embætti sýslumanns. Ekki er gert ráð fyrir að sameining embættanna leiði til fækkunar starfsstöðva eða afgreiðslustaða.“ Mikið framfaramál Þá segir að sameiningin sé mikið framfaramál þar sem þjónusta við landsmenn verði efld með betri, skilvirkari og hagkvæmari stjórnsýslu. „Embættið mun verða öflugra og betur í stakk búið til að takast á við áskoranir eins og mannauðsmál, stafræna vegferð, réttindagæslu og stefnumótun auk þess sem tækifæri til starfsþróunar verða fleiri. Þá verður einfaldara að flytja verkefni úr stjórnsýslunni yfir til hins nýja embættis sem mun efla það og um leið landsbyggðir með verðmætum störfum um land allt.“ Loks segir að dómsmálaráðherra hvetji starfsmenn til að ræða málið á sínum starfsstöðvum „og líta á þetta verkefni sem tækifæri en ekki ógn.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Viðreisn Rekstur hins opinbera Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira