Trump titlar sig konung Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 23:37 Donald Trump virtist hafa krýnt sig konung í nýrri færslu á samfélagsmiðli sínum. Hvíta húsið Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ Þetta hefur verið heldur annasamur dagur hjá Bandaríkjaforseta en í dag birti hann færslu á samfélagsmiðil sinn þar sem hann kallaði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einræðisherra og gaf það til kynna að hann væri spilltur. Voru þetta viðbrögð hans við ummælum Selenskís um að Trump byggi í heimi falsupplýsinga eftir að Trump sagði Úkraínu bera ábyrgð á innrás Rússa inn í landið ásamt öðrum lygum og fölskum ásökunum. Þessi rimma leiðtoganna kemur einnig í kjölfarið á því að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust í Sádí-Arabíu og ræddu það meðal annars hvernig hægt væri að binda enda á stríðið í Úkraínu. Það var gert mjög skýrt að Selenskí væri ekki boðið né neinum fulltrúa Evrópuríkis. Nú um kvöldmatarleytið á íslenskum tíma birti hann síðan ofannefnda færslu þar sem hann fagnar því að hann hafi með forsetatilskipun komið í veg fyrir að New York-borg innleiddi sérstakt gjald til að stemma stigu við stöðugar umferðarteppur í þessari stærstu borg Bandaríkjanna. „UMFERÐARGJALDIÐ ER DAUTT. Manhattan, og allri New York, er borgið. KONUNGURINN LENGI LIFI!“ skrifaði hann í færslu á Truth Social, samfélagsmiðlinum sem hann stendur sjálfur að. "CONGESTION PRICING IS DEAD. Manhattan, and all of New York, is SAVED. LONG LIVE THE KING!" –President Donald J. Trump pic.twitter.com/IMr4tq0sMB— The White House (@WhiteHouse) February 19, 2025 Um hálftíma seinna birti svo opinber reikningur Hvíta hússins á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, mynd af Trump með gimsteinum skrýdda kórónu á höfði standa brosandi fyrir framan háhýsi New York-borgar. Í færslunni hafa þau fyrrnefnt tíst eftir forsetanum. Myndin er búin til með aðstoð gervigreindar og virðist vera stæling á forsíðum tímaritsins Time. Forsíðufyrirsögnin er: „Konungurinn lengi lifi.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Danir ausa milljörðum í varnarmál Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. 19. febrúar 2025 22:52 Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. 19. febrúar 2025 11:08 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Þetta hefur verið heldur annasamur dagur hjá Bandaríkjaforseta en í dag birti hann færslu á samfélagsmiðil sinn þar sem hann kallaði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einræðisherra og gaf það til kynna að hann væri spilltur. Voru þetta viðbrögð hans við ummælum Selenskís um að Trump byggi í heimi falsupplýsinga eftir að Trump sagði Úkraínu bera ábyrgð á innrás Rússa inn í landið ásamt öðrum lygum og fölskum ásökunum. Þessi rimma leiðtoganna kemur einnig í kjölfarið á því að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust í Sádí-Arabíu og ræddu það meðal annars hvernig hægt væri að binda enda á stríðið í Úkraínu. Það var gert mjög skýrt að Selenskí væri ekki boðið né neinum fulltrúa Evrópuríkis. Nú um kvöldmatarleytið á íslenskum tíma birti hann síðan ofannefnda færslu þar sem hann fagnar því að hann hafi með forsetatilskipun komið í veg fyrir að New York-borg innleiddi sérstakt gjald til að stemma stigu við stöðugar umferðarteppur í þessari stærstu borg Bandaríkjanna. „UMFERÐARGJALDIÐ ER DAUTT. Manhattan, og allri New York, er borgið. KONUNGURINN LENGI LIFI!“ skrifaði hann í færslu á Truth Social, samfélagsmiðlinum sem hann stendur sjálfur að. "CONGESTION PRICING IS DEAD. Manhattan, and all of New York, is SAVED. LONG LIVE THE KING!" –President Donald J. Trump pic.twitter.com/IMr4tq0sMB— The White House (@WhiteHouse) February 19, 2025 Um hálftíma seinna birti svo opinber reikningur Hvíta hússins á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, mynd af Trump með gimsteinum skrýdda kórónu á höfði standa brosandi fyrir framan háhýsi New York-borgar. Í færslunni hafa þau fyrrnefnt tíst eftir forsetanum. Myndin er búin til með aðstoð gervigreindar og virðist vera stæling á forsíðum tímaritsins Time. Forsíðufyrirsögnin er: „Konungurinn lengi lifi.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Danir ausa milljörðum í varnarmál Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. 19. febrúar 2025 22:52 Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. 19. febrúar 2025 11:08 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17
Danir ausa milljörðum í varnarmál Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. 19. febrúar 2025 22:52
Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. 19. febrúar 2025 11:08