Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2025 11:08 Elon Musk og Donald Trump í Hvíta húsinu í síðsutu viku. Með þeim var X Æ A-Xii, sonur Musks. AP/Alex Brandon Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. Þess í stað er Musk nú sagður ráðgjafi Trumps og að hann hafi ekkert formlegt vald. Þetta var tilkynnt á mánudagskvöldið vegna dómsmáls sem höfðað hefur verið gegn ríkisstjórninni og DOGE. Lögsóknin byggir á því að Musk hafi allt of mikið vald innan stjórnkerfisins þar sem hann hafi hvorki verið kosinn í embætti eða staða hans tekin fyrir af öldungadeild Bandaríkjaþings. Málið var höfðað af ríkissaksóknurum nokkurra ríkja þar sem Demókratar eru við völd og segja þeir að það hvernig Musk hafi beitt umfangsmiklu valdi án nokkurra tálma fari gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í grein AP fréttaveitunnar segir að með yfirlýsingunni um formlega stöðu Musks sé ríkisstjórninn að styrkja varnir sínar vegna lögsóknarinnar. Samkvæmt yfirlýsingunni starfar Musk ekki einu sinni hjá DOGE og hefur ekkert ákvörðunarvald. Ekki kemur fram í henni hver á að stýra DOGE en Musk hefur talað fyrir stofnunina á X, hans eigin samfélagsmiðli, og í Hvíta húsinu. Dómarinn í málinu neitaði í gær að meina Musk og starfsmönnum DOGE aðgang að opinberum stofnunum. Hún skrifaði þó í úrskurð sinn að áhyggjurnar um vald og ábyrgðarleysi Musks og Doge væru ekki grunnlausar, samkvæmt frétt Washington Post. Neitaði að nefna yfirmann Karoline Leavitt, talskona Trumps, neitaði í gærkvöldi að segja blaðamönnum hver yfirmaður DOGE væri. Stuttu áður hafði hún verið í viðtali hjá Fox News þar sem hún sagði að Musk hefði fengið það verkefni að stýra niðurskurðinum í nafni Trumps. Þá héldu Trump og Musk sameiginlegan blaðamannafund í síðustu viku þar sem Trump sagði skýrum orðum: „Einnig, getur þú nefnt nokkra hluti sem teymi þitt hefur fundið?“ Last week, Elon Musk appeared alongside Trump in the Oval to defend the work of DOGE. Looking directly at Musk, Trump asked; “Could you mention some of the things *your team* has found?” Today, the government claimed that Musk isn’t in charge of DOGE & isn’t a DOGE employee. https://t.co/FcgiKPxFwd pic.twitter.com/oylkgf2L56— Anna Bower (@AnnaBower) February 18, 2025 Þessi fundur var haldinn þegar Trump skrifaði undir forsetatilskipun um að veita DOGE meira valda til niðurskurðar og neitunarvald yfir nánast öllum nýráðningum hins opinbera. Á blaðamannafundinum hrósaði Trump Musk og sagði DOGE hafa fundið sjokkerandi vísbendingar um sóun í opinberum rekstri. Á þeim fundi sagði Musk ítrekað „við“ og „okkur“ þegar hann var að tala um DOGE. Þegar kom að gagnrýni á að hann hagnaðist sjálfur persónulega á því að rífa niður opinberar stofnanir sem hafa meðal annars það hlutverk að vakta fyrirtæki hans og halda utan um málaferli gegn þeim og að hann væri að skera niður hjá stofnunum sem fyrirtæki hans hefðu gert margra milljarða dala samninga við, sagði hann að samningarnir væru ekki við hann heldur fyrirtæki hans. „Það er fólkið hjá SpaceX eða eitthvað,“ sagði Musk, stofnandi og eigandi SpaceX. Trump var sjálfur í gær spurður út í það að starfsmenn DOGE og SpaceX væru nú að finna innan stofnana sem hafa gert umfangsmikla og kostnaðarsama samninga við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX, og hvernig það gæti mögulega ekki verið hagsmunaárekstur. Trump sagðist ekki hafa heyrt af þessu fyrr en í gær. Reporter: DOGE and SpaceX employees are now working directly at.. agencies that have billions of dollars in contracts with Musk's companies or that directly regulate his companies. How is that not a conflict of interest? Trump: Well, I mean, I'm just hearing about it. pic.twitter.com/4nZkJ9CV7t— Acyn (@Acyn) February 18, 2025 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Þess í stað er Musk nú sagður ráðgjafi Trumps og að hann hafi ekkert formlegt vald. Þetta var tilkynnt á mánudagskvöldið vegna dómsmáls sem höfðað hefur verið gegn ríkisstjórninni og DOGE. Lögsóknin byggir á því að Musk hafi allt of mikið vald innan stjórnkerfisins þar sem hann hafi hvorki verið kosinn í embætti eða staða hans tekin fyrir af öldungadeild Bandaríkjaþings. Málið var höfðað af ríkissaksóknurum nokkurra ríkja þar sem Demókratar eru við völd og segja þeir að það hvernig Musk hafi beitt umfangsmiklu valdi án nokkurra tálma fari gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í grein AP fréttaveitunnar segir að með yfirlýsingunni um formlega stöðu Musks sé ríkisstjórninn að styrkja varnir sínar vegna lögsóknarinnar. Samkvæmt yfirlýsingunni starfar Musk ekki einu sinni hjá DOGE og hefur ekkert ákvörðunarvald. Ekki kemur fram í henni hver á að stýra DOGE en Musk hefur talað fyrir stofnunina á X, hans eigin samfélagsmiðli, og í Hvíta húsinu. Dómarinn í málinu neitaði í gær að meina Musk og starfsmönnum DOGE aðgang að opinberum stofnunum. Hún skrifaði þó í úrskurð sinn að áhyggjurnar um vald og ábyrgðarleysi Musks og Doge væru ekki grunnlausar, samkvæmt frétt Washington Post. Neitaði að nefna yfirmann Karoline Leavitt, talskona Trumps, neitaði í gærkvöldi að segja blaðamönnum hver yfirmaður DOGE væri. Stuttu áður hafði hún verið í viðtali hjá Fox News þar sem hún sagði að Musk hefði fengið það verkefni að stýra niðurskurðinum í nafni Trumps. Þá héldu Trump og Musk sameiginlegan blaðamannafund í síðustu viku þar sem Trump sagði skýrum orðum: „Einnig, getur þú nefnt nokkra hluti sem teymi þitt hefur fundið?“ Last week, Elon Musk appeared alongside Trump in the Oval to defend the work of DOGE. Looking directly at Musk, Trump asked; “Could you mention some of the things *your team* has found?” Today, the government claimed that Musk isn’t in charge of DOGE & isn’t a DOGE employee. https://t.co/FcgiKPxFwd pic.twitter.com/oylkgf2L56— Anna Bower (@AnnaBower) February 18, 2025 Þessi fundur var haldinn þegar Trump skrifaði undir forsetatilskipun um að veita DOGE meira valda til niðurskurðar og neitunarvald yfir nánast öllum nýráðningum hins opinbera. Á blaðamannafundinum hrósaði Trump Musk og sagði DOGE hafa fundið sjokkerandi vísbendingar um sóun í opinberum rekstri. Á þeim fundi sagði Musk ítrekað „við“ og „okkur“ þegar hann var að tala um DOGE. Þegar kom að gagnrýni á að hann hagnaðist sjálfur persónulega á því að rífa niður opinberar stofnanir sem hafa meðal annars það hlutverk að vakta fyrirtæki hans og halda utan um málaferli gegn þeim og að hann væri að skera niður hjá stofnunum sem fyrirtæki hans hefðu gert margra milljarða dala samninga við, sagði hann að samningarnir væru ekki við hann heldur fyrirtæki hans. „Það er fólkið hjá SpaceX eða eitthvað,“ sagði Musk, stofnandi og eigandi SpaceX. Trump var sjálfur í gær spurður út í það að starfsmenn DOGE og SpaceX væru nú að finna innan stofnana sem hafa gert umfangsmikla og kostnaðarsama samninga við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX, og hvernig það gæti mögulega ekki verið hagsmunaárekstur. Trump sagðist ekki hafa heyrt af þessu fyrr en í gær. Reporter: DOGE and SpaceX employees are now working directly at.. agencies that have billions of dollars in contracts with Musk's companies or that directly regulate his companies. How is that not a conflict of interest? Trump: Well, I mean, I'm just hearing about it. pic.twitter.com/4nZkJ9CV7t— Acyn (@Acyn) February 18, 2025
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira