Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. febrúar 2025 09:24 A$AP Rocky og Rihanna fyrir utan dómshúsið í Los Angeles eftir sýknudóm rapparans. Getty A$AP Rocky hefur verið sýknaður af því að hafa skotið tvisvar á fyrrverandi vin sinn, A$AP Relli, með hálfsjálfvirku skotvopni. Við dómsúrskurðinn stökk rapparinn í faðm barnsmóður sinnar, Rihönnu og grétu þau gleðitárum. Réttarhöld í dómsmálinu hafa staðið yfir í þrjár vikur en það tók kviðdóminn aðeins þrjá tíma til að komast að þeirri niðurstöðu að Rocky, réttu nafni Rakim Mayers, væri saklaus. Rocky var ákærður fyrir líkamsárás með hálfsjálfvirku skotvopni í tveimur ákæruliðum og hefði getað hlotið rúmlega tveggja áratuga dóm hefði hann verið dæmdur sekur. Sjá einnig: A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar Dómsalurinn sem var fullur af aðdáendum og fjölskyldu hjónanna trylltist þegar dómurinn var kveðinn upp og stökk Rocky þá af sakamannabekknum í faðm konu innar. „Takk fyrir að bjarga lífi mínu,“ sagði Rocky við kviðdómarana þegar þeir yfirgáfu salinn. Skaut púðurskotum úr platbyssu Málið nær aftur til 6. nóvember 2021 þegar A$AP Rocky hitti fyrir A$AP Relli, réttu nafni Terell Ephron, í Hollywood. Mennirnir höfðu báðir verið í hópnum A$AP Mob síðan í menntaskóla en eitthvað slettst upp á vinskap þeirra. Relli sagði að eftir smá ryskingar hefði Rocky dregið upp byssu og skotið tvisvar úr henni. Önnur kúlan hafi strokist við hnefa hans en hann hefði ekki slasast alvarlega. Nokkrum mánuðum síðar, þann 20. apríl 2022, var Rocky handtekinn á Alþjóðaflugvellinum í Los Angeles þar sem hann var nýkominn úr fríi með konu sinni, Rihönnu. Rocky losnaði úr haldi gegn tryggingu sem var 550 þúsund dalir (um 77 milljónir íslenskra króna í dag en sennilega meira þá). Lögmenn Rocky og vitni sögðu rapparann hafa skotið púðurskotum úr platbyssu. Hann hafi verið með platbyssuna á sér í töluverðan tíma eftir að hafa tekið hana af tökustað tónlistarmyndbands nokkrum mánuðum fyrr. Sögðu vitni að Rocky hefði skotið úr platbyssunni vegna þess að Relli hefði byrjað slagsmálin. Degi fyrir réttarhöldin hafnaði Rocky tilboði saksóknara um sex mánaða fangelsisvist gegn því að hann myndi játa sekt í einum ákæruliðnum af tveimur. Sannfærður um eigin sakleysi ákvað Rocky að veðja á kviðdómurinn yrði sama sinnis. Joe Tacopina, lögfræðingur Rocky, sagði í lokaávarpi sínu að Relli væri „reiður sjúklegur lygari“ sem hefði „borið ljúgvitni aftur og aftur og aftur og aftur.“ Rihanna, RZA og Riot mættu reglulega í dómsal Að loknu faðmlagi Rihönnu og Rocky faðmaði söngkonan lögfræðinga hans. Rihanna hafði verið reglulegur gestur í dómsal meðan réttarhöldin stóðu yfir og stundum tekið barnunga syni sína með, hinn tveggja ára RZA Athelston Mayers og hinn eins árs gamla Riot Rose Mayers. Eftir sýknuna þurfti parið að berjast gegnum haf ljósmyndara, blaðamanna, Youtube-ara og aðdáenda rapparans á leið út úr dómshúsinu og inn í hvítan jeppa sem beið fyrir utan. Rocky lýsti síðustu fjórum árum sem klikkuðum fyrir utan dómshúsið. „Ég er þakklátur og það er blessun að vera hérna núna og vera frjáls maður að tala við ykkur,“ sagði hann einnig. Nathan Hochman, saksóknari Los Angeles-sýslu, sagðist virða ákvörðun kviðdómsins og sagði embætti saksóknara skuldbundið því að draga þá sem brjóta lögin til ábyrgðar, sama hve frægir þeir eru. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Réttarhöld í dómsmálinu hafa staðið yfir í þrjár vikur en það tók kviðdóminn aðeins þrjá tíma til að komast að þeirri niðurstöðu að Rocky, réttu nafni Rakim Mayers, væri saklaus. Rocky var ákærður fyrir líkamsárás með hálfsjálfvirku skotvopni í tveimur ákæruliðum og hefði getað hlotið rúmlega tveggja áratuga dóm hefði hann verið dæmdur sekur. Sjá einnig: A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar Dómsalurinn sem var fullur af aðdáendum og fjölskyldu hjónanna trylltist þegar dómurinn var kveðinn upp og stökk Rocky þá af sakamannabekknum í faðm konu innar. „Takk fyrir að bjarga lífi mínu,“ sagði Rocky við kviðdómarana þegar þeir yfirgáfu salinn. Skaut púðurskotum úr platbyssu Málið nær aftur til 6. nóvember 2021 þegar A$AP Rocky hitti fyrir A$AP Relli, réttu nafni Terell Ephron, í Hollywood. Mennirnir höfðu báðir verið í hópnum A$AP Mob síðan í menntaskóla en eitthvað slettst upp á vinskap þeirra. Relli sagði að eftir smá ryskingar hefði Rocky dregið upp byssu og skotið tvisvar úr henni. Önnur kúlan hafi strokist við hnefa hans en hann hefði ekki slasast alvarlega. Nokkrum mánuðum síðar, þann 20. apríl 2022, var Rocky handtekinn á Alþjóðaflugvellinum í Los Angeles þar sem hann var nýkominn úr fríi með konu sinni, Rihönnu. Rocky losnaði úr haldi gegn tryggingu sem var 550 þúsund dalir (um 77 milljónir íslenskra króna í dag en sennilega meira þá). Lögmenn Rocky og vitni sögðu rapparann hafa skotið púðurskotum úr platbyssu. Hann hafi verið með platbyssuna á sér í töluverðan tíma eftir að hafa tekið hana af tökustað tónlistarmyndbands nokkrum mánuðum fyrr. Sögðu vitni að Rocky hefði skotið úr platbyssunni vegna þess að Relli hefði byrjað slagsmálin. Degi fyrir réttarhöldin hafnaði Rocky tilboði saksóknara um sex mánaða fangelsisvist gegn því að hann myndi játa sekt í einum ákæruliðnum af tveimur. Sannfærður um eigin sakleysi ákvað Rocky að veðja á kviðdómurinn yrði sama sinnis. Joe Tacopina, lögfræðingur Rocky, sagði í lokaávarpi sínu að Relli væri „reiður sjúklegur lygari“ sem hefði „borið ljúgvitni aftur og aftur og aftur og aftur.“ Rihanna, RZA og Riot mættu reglulega í dómsal Að loknu faðmlagi Rihönnu og Rocky faðmaði söngkonan lögfræðinga hans. Rihanna hafði verið reglulegur gestur í dómsal meðan réttarhöldin stóðu yfir og stundum tekið barnunga syni sína með, hinn tveggja ára RZA Athelston Mayers og hinn eins árs gamla Riot Rose Mayers. Eftir sýknuna þurfti parið að berjast gegnum haf ljósmyndara, blaðamanna, Youtube-ara og aðdáenda rapparans á leið út úr dómshúsinu og inn í hvítan jeppa sem beið fyrir utan. Rocky lýsti síðustu fjórum árum sem klikkuðum fyrir utan dómshúsið. „Ég er þakklátur og það er blessun að vera hérna núna og vera frjáls maður að tala við ykkur,“ sagði hann einnig. Nathan Hochman, saksóknari Los Angeles-sýslu, sagðist virða ákvörðun kviðdómsins og sagði embætti saksóknara skuldbundið því að draga þá sem brjóta lögin til ábyrgðar, sama hve frægir þeir eru.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira