Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2025 21:32 Ekið af Brekknaheiði til Þórshafnar. Einar Árnason Þáttaskil eru framundan í vegamálum Norðausturlands. Vegagerðin bauð í dag út stórt verk sem felur í sér að síðasti malarkaflinn á norðausturhringnum fær bundið slitlag. Vegabæturnar eru taldar geta aukið straum ferðamanna um byggðir norðausturhornsins. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þjóðveginn um Brekknaheiði á Langanesi, sem tengir saman Þórshöfn og Bakkafjörð. Þar er núna gamaldags malarvegur, lítið uppbyggður, með tilheyrandi holum og þjóðvegaryki. Fyrir þremur árum var lokið við að leggja bundið slitlag á ríflega tuttugu kílómetra kafla um Langanesströnd. Núna á að endurbyggja átta kílómetra langan vegarkafla um Brekknaheiði. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið eftir rúm tvö ár, sumarið 2027. Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Vegagerðin gæti haft mikla þýðingu fyrir byggðirnar norðaustanlands. Venjulega þegar ferðamenn fara Hringinn velja flestir að aka þjóðveg eitt um Möðrudalsöræfi milli Egilsstaða og Mývatns. Margir veigra sér við að fara út á malarvegina, eins og með hjólhýsi í eftirdragi. Með þessum síðasta kafla þvert yfir Langanesið, sem núna á að klára, verður komið bundið slitlag á allan norðausturhringinn. Ráðamenn sveitarfélaga á svæðinu hafa spáð því að vegabæturnar leiði til þess að allir þessir staðir; Vopnafjörður, Bakkafjörður, Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópasker, sjái fleiri ferðamenn. Staðkunnugir taka eflaust eftir því að á landakorti í frétt Stöðvar 2 var leiðin milli Vopnafjarðar og Héraðs sýnd um malarveginn yfir Hellisheiði eystri. Bundið slitlag til Vopnafjarðar var hins vegar lagt um Vopnafjarðarheiði árið 2011, eins og rifja má upp í þessari frétt: Langanesbyggð Vopnafjörður Norðurþing Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Byggðamál Tengdar fréttir Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. 18. febrúar 2025 12:00 Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15 Mikil fjölgun ferðamanna að hálfbyggðu Heimskautsgerði Um 12.500 manns óku að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn í sumar, frá júníbyrjun og fram í miðjan september, en mannvirkið telst vart nema hálfbyggt. Aukningin frá árinu 2016 nemur 70 prósentum yfir hásumarið en 88 prósentum að hausti. 4. október 2019 11:10 Vopnfirðingar fá malbikið í sumar Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. 23. mars 2011 19:50 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þjóðveginn um Brekknaheiði á Langanesi, sem tengir saman Þórshöfn og Bakkafjörð. Þar er núna gamaldags malarvegur, lítið uppbyggður, með tilheyrandi holum og þjóðvegaryki. Fyrir þremur árum var lokið við að leggja bundið slitlag á ríflega tuttugu kílómetra kafla um Langanesströnd. Núna á að endurbyggja átta kílómetra langan vegarkafla um Brekknaheiði. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið eftir rúm tvö ár, sumarið 2027. Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Vegagerðin gæti haft mikla þýðingu fyrir byggðirnar norðaustanlands. Venjulega þegar ferðamenn fara Hringinn velja flestir að aka þjóðveg eitt um Möðrudalsöræfi milli Egilsstaða og Mývatns. Margir veigra sér við að fara út á malarvegina, eins og með hjólhýsi í eftirdragi. Með þessum síðasta kafla þvert yfir Langanesið, sem núna á að klára, verður komið bundið slitlag á allan norðausturhringinn. Ráðamenn sveitarfélaga á svæðinu hafa spáð því að vegabæturnar leiði til þess að allir þessir staðir; Vopnafjörður, Bakkafjörður, Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópasker, sjái fleiri ferðamenn. Staðkunnugir taka eflaust eftir því að á landakorti í frétt Stöðvar 2 var leiðin milli Vopnafjarðar og Héraðs sýnd um malarveginn yfir Hellisheiði eystri. Bundið slitlag til Vopnafjarðar var hins vegar lagt um Vopnafjarðarheiði árið 2011, eins og rifja má upp í þessari frétt:
Langanesbyggð Vopnafjörður Norðurþing Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Byggðamál Tengdar fréttir Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. 18. febrúar 2025 12:00 Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15 Mikil fjölgun ferðamanna að hálfbyggðu Heimskautsgerði Um 12.500 manns óku að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn í sumar, frá júníbyrjun og fram í miðjan september, en mannvirkið telst vart nema hálfbyggt. Aukningin frá árinu 2016 nemur 70 prósentum yfir hásumarið en 88 prósentum að hausti. 4. október 2019 11:10 Vopnfirðingar fá malbikið í sumar Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. 23. mars 2011 19:50 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. 18. febrúar 2025 12:00
Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. 21. ágúst 2021 23:15
Mikil fjölgun ferðamanna að hálfbyggðu Heimskautsgerði Um 12.500 manns óku að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn í sumar, frá júníbyrjun og fram í miðjan september, en mannvirkið telst vart nema hálfbyggt. Aukningin frá árinu 2016 nemur 70 prósentum yfir hásumarið en 88 prósentum að hausti. 4. október 2019 11:10
Vopnfirðingar fá malbikið í sumar Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. 23. mars 2011 19:50