Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Lovísa Arnardóttir skrifar 19. febrúar 2025 13:59 Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn fjallaði um tálbeituhópa á málþingi Náum áttum í morgun. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þó nokkur mál er varða tálbeituhópa ungmenna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir listana sem þessir hópar hafa safnað saman af mögulegum ofbeldismönnum líka til rannsóknar. Lögregla vinni nú að því að sannreyna upplýsingarnar. Dæmi séu um að ungmenni hafi haft fjármuni af meintum níðingum en einnig komið sér í mikla hættu. „Hvort þetta séu fölsuð gögn. Vinnan snýr að því núna. Það eru nokkrar tálbeituaðgerðir til rannsóknar. Það eru nokkrir hópar og það er ekki bara á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ævar Pálmi Ævarsson aðstoðarlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Fleiri lögregluumdæmi hafi slík mál til rannsóknar. „Þetta hefst alltaf á samfélagsmiðlum en leikurinn snýst við. Níðingurinn er felldur á eigin bragði,“ sagði Ævar Pálmi í erindi um tálbeituhópana á málþingi Náum áttum í morgun. Birtingarmyndir tálbeituhópanna séu nokkrar á Íslandi, það er hvernig þeir eru myndaðir og hver tilgangur þeirra er. Í fyrsta lagi sé um að ræða börn yngri en 18 ára, í öðru lagi ungmenni sem eru nýorðin 18 ára og á þrítugsaldri og í þriðja lagi fullorðið fólk. „Það getur verið rígfullorðið, á þrítugs- eða fertugsaldri,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir aðferðir tálbeituhópanna aðallega tvenns konar; fjárkúganir án líkamlegs ofbeldis eða eingöngu ofbeldi. Beita fjárkúgun aftur og aftur Þegar þau beiti fjárkúgun án ofbeldis sé það með hótun um að senda samskipti níðingsins á nána aðstandendur, eins og eiginkonu, kærustu eða aðra. „Við höfum séð þetta verða að sambandi þar sem tálbeitan hefur samband aftur og biður um meiri pening. Segi níðingurinn nei getur það leitt til ofbeldis,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir dæmi á Íslandi um 14 ára barn sem hafi farið sjálft í tálbeituaðgerð og beitt nokkra níðinga fjárkúgun. „Barnið fékk nokkuð mikið úr því,“ segir Ævar Pálmi. Svo séu hópar sem beiti bara hreinu ofbeldi. Þau blekki níðingana á einhvern stað til þess eins að beita þá líkamlegu ofbeldi, jafnvel taka það upp og setja á samfélagsmiðla. Hann segir marga reikninga á Instagram og TikTok tileinkaða slíku ofbeldi. Fara mannavillt og missa stjórn á aðstæðum Ævar Pálmi segir suma eflaust velta því fyrir sér hvað sé slæmt við þetta. Hætturnar blasi kannski ekki við en þær séu sannarlega til staðar. „Það eru dæmi um að þetta hafi farið úr böndunum á Íslandi,“ segir Ævar Pálmi og að það geti gerst í báðar áttir. Sem dæmi geti tálbeituhópurinn farið mannavillt og það hafi til dæmis gerst hér á landi þegar tálbeituhópur hafði mælt sér mót við mann. Á sama tíma var öryggisvörður í reglubundnu eftirliti á sama stað. Tálbeituhópurinn taldi öryggisvörðinn manninn sem þau höfðu mælt sér mót við. „Öryggisvörðurinn var laminn,“ segir Ævar Pálmi. Þetta geti þannig haft alvarlegar afleiðingar fyrir saklaust fólk og orðspor þeirra verið eyðilagt. Sjá einnig: Ætlaði að koma upp um barnaníðing en lenti í klóm hans Þá geti það líka gerst, og hafi gerst, að tálbeituhópurinn, eða ungmennið sem stundi það, gangi lengra en það upphaflega ætlaði sér. Erlendis séu dæmi um að einstaklingar hafi dáið en það hafi ekki gerst hér á landi. „Níðingurinn getur líka varið sig og það getur endað illa,“ segir Ævar Pálmi. Hann tók annað dæmi um íslenskt ungmenni sem ætlaði að leiða níðing í hættu en missti tökin á aðstæðunum. Sjá einnig: Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn „Það kom sér í samband við karlmann. Níðingurinn beit á agnið og þau ætluðu að hittast,“ segir Ævar Pálmi. Það liggi ekki fyrir hvað gerðist næst en níðingurinn náði stjórn á aðstæðunum og endaði á því að brjóta á ungmenninu. Ævar Pálmi segir að sumir þessara manna sem tálbeituhóparnir séu að hafa samband við séu vitsmunaskertir og þó að þeir séu leiddir í gildru haldi þeir áfram. Hann segir áríðandi að fólk taki ekki lögin í eigin hendur með þessum hætti. „Það leysir engan vanda og skapar meiri hættu. Það setur fólk í mjög alvarlegar aðstæður og það er betra að fólk leiti til lögreglunnar.“ Hann segir fólk kannski ekki vita hvað lögreglan er að gera eða hvernig þau vinna en segir lögregluna hafa nóg að gera. „Vinnan okkar og aðgerðir eru byggðar á lögum og reglu og eru ekki sýndar í beinni á Instagram eða TikTok. Þær rata ekki alltaf í fréttir.“ Hann segir áríðandi að foreldrar og forráðamenn barna séu vakandi fyrir því sem þau eru að gera í snjalltækjunum sínum. „Fólk verður að átta sig á ábyrgðinni sem það verður að standa undir þegar það afhendir barni snjalltæki með aðgengi í annan heim. Skoðið það sem barnið er að gera. Dæmi: Barn er að spila Roblox. Kíktu á leikinn sem barnið er að spila og fáðu barnið til að segja þér frá því. Fáðu áhuga. Tölvuleikir í dag eru flestir með spjalli og það er mikilvægt að foreldrar kynni sér hverjir eru að spila með barninu og hverjir eru að spjalla við það. Hættan er til staðar og það er brýnt að skapa traust ef eitthvað kemur upp á,“ segir Ævar Pálmi. Komi eitthvað upp á segir Ævar Pálmi líka mikilvægt að fólk taki ekki málin í eigin hendur. Það sé best að spyrja barn hvað gerðist og ef frásögnin er ekki nægileg við það þá spyrja hver og hvenær. Komi í ljós að barnið hafi mögulega verið beitt ofbeldi sé nauðsynlegt að leita til lögreglu og/eða barnaverndar og leyfa þeim að rannsaka málið eftir réttu verklagi. Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
„Hvort þetta séu fölsuð gögn. Vinnan snýr að því núna. Það eru nokkrar tálbeituaðgerðir til rannsóknar. Það eru nokkrir hópar og það er ekki bara á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ævar Pálmi Ævarsson aðstoðarlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Fleiri lögregluumdæmi hafi slík mál til rannsóknar. „Þetta hefst alltaf á samfélagsmiðlum en leikurinn snýst við. Níðingurinn er felldur á eigin bragði,“ sagði Ævar Pálmi í erindi um tálbeituhópana á málþingi Náum áttum í morgun. Birtingarmyndir tálbeituhópanna séu nokkrar á Íslandi, það er hvernig þeir eru myndaðir og hver tilgangur þeirra er. Í fyrsta lagi sé um að ræða börn yngri en 18 ára, í öðru lagi ungmenni sem eru nýorðin 18 ára og á þrítugsaldri og í þriðja lagi fullorðið fólk. „Það getur verið rígfullorðið, á þrítugs- eða fertugsaldri,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir aðferðir tálbeituhópanna aðallega tvenns konar; fjárkúganir án líkamlegs ofbeldis eða eingöngu ofbeldi. Beita fjárkúgun aftur og aftur Þegar þau beiti fjárkúgun án ofbeldis sé það með hótun um að senda samskipti níðingsins á nána aðstandendur, eins og eiginkonu, kærustu eða aðra. „Við höfum séð þetta verða að sambandi þar sem tálbeitan hefur samband aftur og biður um meiri pening. Segi níðingurinn nei getur það leitt til ofbeldis,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir dæmi á Íslandi um 14 ára barn sem hafi farið sjálft í tálbeituaðgerð og beitt nokkra níðinga fjárkúgun. „Barnið fékk nokkuð mikið úr því,“ segir Ævar Pálmi. Svo séu hópar sem beiti bara hreinu ofbeldi. Þau blekki níðingana á einhvern stað til þess eins að beita þá líkamlegu ofbeldi, jafnvel taka það upp og setja á samfélagsmiðla. Hann segir marga reikninga á Instagram og TikTok tileinkaða slíku ofbeldi. Fara mannavillt og missa stjórn á aðstæðum Ævar Pálmi segir suma eflaust velta því fyrir sér hvað sé slæmt við þetta. Hætturnar blasi kannski ekki við en þær séu sannarlega til staðar. „Það eru dæmi um að þetta hafi farið úr böndunum á Íslandi,“ segir Ævar Pálmi og að það geti gerst í báðar áttir. Sem dæmi geti tálbeituhópurinn farið mannavillt og það hafi til dæmis gerst hér á landi þegar tálbeituhópur hafði mælt sér mót við mann. Á sama tíma var öryggisvörður í reglubundnu eftirliti á sama stað. Tálbeituhópurinn taldi öryggisvörðinn manninn sem þau höfðu mælt sér mót við. „Öryggisvörðurinn var laminn,“ segir Ævar Pálmi. Þetta geti þannig haft alvarlegar afleiðingar fyrir saklaust fólk og orðspor þeirra verið eyðilagt. Sjá einnig: Ætlaði að koma upp um barnaníðing en lenti í klóm hans Þá geti það líka gerst, og hafi gerst, að tálbeituhópurinn, eða ungmennið sem stundi það, gangi lengra en það upphaflega ætlaði sér. Erlendis séu dæmi um að einstaklingar hafi dáið en það hafi ekki gerst hér á landi. „Níðingurinn getur líka varið sig og það getur endað illa,“ segir Ævar Pálmi. Hann tók annað dæmi um íslenskt ungmenni sem ætlaði að leiða níðing í hættu en missti tökin á aðstæðunum. Sjá einnig: Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn „Það kom sér í samband við karlmann. Níðingurinn beit á agnið og þau ætluðu að hittast,“ segir Ævar Pálmi. Það liggi ekki fyrir hvað gerðist næst en níðingurinn náði stjórn á aðstæðunum og endaði á því að brjóta á ungmenninu. Ævar Pálmi segir að sumir þessara manna sem tálbeituhóparnir séu að hafa samband við séu vitsmunaskertir og þó að þeir séu leiddir í gildru haldi þeir áfram. Hann segir áríðandi að fólk taki ekki lögin í eigin hendur með þessum hætti. „Það leysir engan vanda og skapar meiri hættu. Það setur fólk í mjög alvarlegar aðstæður og það er betra að fólk leiti til lögreglunnar.“ Hann segir fólk kannski ekki vita hvað lögreglan er að gera eða hvernig þau vinna en segir lögregluna hafa nóg að gera. „Vinnan okkar og aðgerðir eru byggðar á lögum og reglu og eru ekki sýndar í beinni á Instagram eða TikTok. Þær rata ekki alltaf í fréttir.“ Hann segir áríðandi að foreldrar og forráðamenn barna séu vakandi fyrir því sem þau eru að gera í snjalltækjunum sínum. „Fólk verður að átta sig á ábyrgðinni sem það verður að standa undir þegar það afhendir barni snjalltæki með aðgengi í annan heim. Skoðið það sem barnið er að gera. Dæmi: Barn er að spila Roblox. Kíktu á leikinn sem barnið er að spila og fáðu barnið til að segja þér frá því. Fáðu áhuga. Tölvuleikir í dag eru flestir með spjalli og það er mikilvægt að foreldrar kynni sér hverjir eru að spila með barninu og hverjir eru að spjalla við það. Hættan er til staðar og það er brýnt að skapa traust ef eitthvað kemur upp á,“ segir Ævar Pálmi. Komi eitthvað upp á segir Ævar Pálmi líka mikilvægt að fólk taki ekki málin í eigin hendur. Það sé best að spyrja barn hvað gerðist og ef frásögnin er ekki nægileg við það þá spyrja hver og hvenær. Komi í ljós að barnið hafi mögulega verið beitt ofbeldi sé nauðsynlegt að leita til lögreglu og/eða barnaverndar og leyfa þeim að rannsaka málið eftir réttu verklagi.
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira