Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. febrúar 2025 21:46 Margrét Ágústa Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Aðsend Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir nýja ríkisstjórn styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu á kostnað þeirrar innlendu. Það sé vegna áforma fjármálaráðherra um lagasetningu sem breytir tollflokkun á innfluttum osti. Ísland hefur verið sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu vegna málsins. „Enn og aftur eru málefni osta komin til umræðu eftir að Félag Atvinnurekenda, innflytjenda, sendi frá sér hreint ótrúlega fréttatilkynningu fyrr í vikunni,“ skrifar Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna í aðsendri grein á Vísi. Ostamálið svokallaða varðar tollflokkun á innfluttum pitsaosti frá Belgíu. Heildsala hérlendis hóf innflutning á ostinum sem blandaður var við jurtaolíu. Árið 2020 breytti Skatturinn tollflokkun ostsins úr vöru sem ekki þyrfti að greiða tolla af yfir í að bera háa tolla. Vegna þess var Ísland sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu, í fyrsta skipti eftir að belgíski útflytjandinn kvartaði. Í tilkynningu Félags atvinnurekanda segir að ákvörðun Skattsins hafi verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Nú hefur Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birt í samráðsgátt áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni svo varan beri ekki tolla. „Þetta er bein atlaga að innlendri matvælaframleiðslu og landbúnaði á Íslandi,“ skrifar Margrét. Sjá nánar: „Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts“ Hún segir málið einfalt. „Það mál sem borið hefur hæst í umræðunni snýst um að innflutningsaðili, sem á aðild að Félagi atvinnurekenda, flutti inn mjólkurost frá Belgíu sem jurtaost um langt árabil. Í því máli er staðreyndin einfaldlega sú að eyðing skóga til framleiðslu á pálmaolíu í Asíu gerir belgískan mjólkurost að jurtaosti með því að rúmlega 10% pálmaolíu er bætt við 85% mjólkurost – þetta er sem sagt röksemdin fyrir því að mjólkurostur breytist í jurtaost,“ skrifar Margrét. Einungis hugað að sérhagsmunum Málið hafi farið fyrir héraðsdóm og Landsréttur síðan staðfest dóminn. Hæstarétti þótti ekki tilefni til að taka málið á dagskrá. „Eftir svo afgerandi niðurstöður dómstóla kom það því mjög á óvart að eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar sé að breyta lögum þannig að innfluttur mjólkurostur sem ber tolla verði tollaður líkt og jurtaostur sem ber ekki tolla,“ skrifar Margrét. Hún segir að þar sé ekki verið að huga að hagsmunum almennings heldur sérhagsmuna þeirra sem flytja vöruna inn. Þessar breytingar gætu haft veruleg áhrif á innlenda mjólkurframleiðslu. „Fæðuöryggi okkar væri stefnt í hættu ásamt byggðafestu. Störfum á landsbyggðinni myndi fækka, sjálfbærni okkar skert tekjustofnar sveitarfélaga rýrðir og ekki síður myndi samkeppni skekkjast enn frekar. Ég nefni hér sérstaklega samkeppni þar sem tollverndinni er ekki eingöngu ætlað að vernda innlenda matvælaframleiðslu heldur hefur hún ekki síður þann tilgang að rétta við skekkta samkeppnisstöðu er skapast við innflutning,“ skrifar Margrét. Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matur Neytendur Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
„Enn og aftur eru málefni osta komin til umræðu eftir að Félag Atvinnurekenda, innflytjenda, sendi frá sér hreint ótrúlega fréttatilkynningu fyrr í vikunni,“ skrifar Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna í aðsendri grein á Vísi. Ostamálið svokallaða varðar tollflokkun á innfluttum pitsaosti frá Belgíu. Heildsala hérlendis hóf innflutning á ostinum sem blandaður var við jurtaolíu. Árið 2020 breytti Skatturinn tollflokkun ostsins úr vöru sem ekki þyrfti að greiða tolla af yfir í að bera háa tolla. Vegna þess var Ísland sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu, í fyrsta skipti eftir að belgíski útflytjandinn kvartaði. Í tilkynningu Félags atvinnurekanda segir að ákvörðun Skattsins hafi verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Nú hefur Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birt í samráðsgátt áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni svo varan beri ekki tolla. „Þetta er bein atlaga að innlendri matvælaframleiðslu og landbúnaði á Íslandi,“ skrifar Margrét. Sjá nánar: „Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts“ Hún segir málið einfalt. „Það mál sem borið hefur hæst í umræðunni snýst um að innflutningsaðili, sem á aðild að Félagi atvinnurekenda, flutti inn mjólkurost frá Belgíu sem jurtaost um langt árabil. Í því máli er staðreyndin einfaldlega sú að eyðing skóga til framleiðslu á pálmaolíu í Asíu gerir belgískan mjólkurost að jurtaosti með því að rúmlega 10% pálmaolíu er bætt við 85% mjólkurost – þetta er sem sagt röksemdin fyrir því að mjólkurostur breytist í jurtaost,“ skrifar Margrét. Einungis hugað að sérhagsmunum Málið hafi farið fyrir héraðsdóm og Landsréttur síðan staðfest dóminn. Hæstarétti þótti ekki tilefni til að taka málið á dagskrá. „Eftir svo afgerandi niðurstöður dómstóla kom það því mjög á óvart að eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar sé að breyta lögum þannig að innfluttur mjólkurostur sem ber tolla verði tollaður líkt og jurtaostur sem ber ekki tolla,“ skrifar Margrét. Hún segir að þar sé ekki verið að huga að hagsmunum almennings heldur sérhagsmuna þeirra sem flytja vöruna inn. Þessar breytingar gætu haft veruleg áhrif á innlenda mjólkurframleiðslu. „Fæðuöryggi okkar væri stefnt í hættu ásamt byggðafestu. Störfum á landsbyggðinni myndi fækka, sjálfbærni okkar skert tekjustofnar sveitarfélaga rýrðir og ekki síður myndi samkeppni skekkjast enn frekar. Ég nefni hér sérstaklega samkeppni þar sem tollverndinni er ekki eingöngu ætlað að vernda innlenda matvælaframleiðslu heldur hefur hún ekki síður þann tilgang að rétta við skekkta samkeppnisstöðu er skapast við innflutning,“ skrifar Margrét.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matur Neytendur Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira