Bankarnir byrji í brekku Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2025 13:30 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum. Eftir lokun markaða í gær tilkynnti stjórn Arion banka að hún hefði áhuga á að hefja viðræður við Íslandsbanka um samruna félaganna. Bankinn sjái mikil tækifæri í samrunanum fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Yfir tíu ára tímabil næmi beinn sparnaður heimilanna fimmtíu milljörðum króna. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, segir tilkynninguna ekki endilega koma á óvart. „Samruni eins og þessi, ef farið væri út í hann, þyrfti að fara í gegnum heljarinnar próf áður en hann gæti gengið í gegn. Það að menn ætli að fara út í það verkefni er að sumu leyti eitthvað sem maður sá ekki endilega fyrir sér gerast akkúrat núna. Á móti kemur að í tilkynningunni er vísað til þess að stjórnendur Arion telja hægt að ná heilmiklum árangri í formi sparnaðar og aukinnar hagræðingar í tengslum við þennan samruna. Og það er eitthvað sem bankarnir og fleiri eru væntanlega stöðugt að velta fyrir sér,“ segir Heimir. Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR. Of mikil einföldun sé að slá samrunann strax af borðinu. Hins vegar byrji Arion í brekku. „Það er fyrirfram kannski minni líkur en meiri á að samruni af þessu tagi teldist samþýðanlegur samkeppnislögunum,“ segir Heimir. Þetta yrði einn stærsti samruni Íslandssögunnar og þurfa bankarnir að færa sterk rök fyrir honum. „Sýna eftirlitinu fram á það að þótt segja megi að samruni hafi einhver neikvæð áhrif á samkeppni, þá séu líka fólgin í honum tækifæri. Hann hafi líka jákvæð áhrif. Þá fyrir hagsmuni neytenda fyrst og fremst sem hægt er að tryggja að skili sér til þeirra. Það verður bara spennandi að sjá ef þetta gengur eitthvað lengra hvernig menn sjá það fyrir sér gerast,“ segir Heimir. Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Eftir lokun markaða í gær tilkynnti stjórn Arion banka að hún hefði áhuga á að hefja viðræður við Íslandsbanka um samruna félaganna. Bankinn sjái mikil tækifæri í samrunanum fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Yfir tíu ára tímabil næmi beinn sparnaður heimilanna fimmtíu milljörðum króna. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, segir tilkynninguna ekki endilega koma á óvart. „Samruni eins og þessi, ef farið væri út í hann, þyrfti að fara í gegnum heljarinnar próf áður en hann gæti gengið í gegn. Það að menn ætli að fara út í það verkefni er að sumu leyti eitthvað sem maður sá ekki endilega fyrir sér gerast akkúrat núna. Á móti kemur að í tilkynningunni er vísað til þess að stjórnendur Arion telja hægt að ná heilmiklum árangri í formi sparnaðar og aukinnar hagræðingar í tengslum við þennan samruna. Og það er eitthvað sem bankarnir og fleiri eru væntanlega stöðugt að velta fyrir sér,“ segir Heimir. Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR. Of mikil einföldun sé að slá samrunann strax af borðinu. Hins vegar byrji Arion í brekku. „Það er fyrirfram kannski minni líkur en meiri á að samruni af þessu tagi teldist samþýðanlegur samkeppnislögunum,“ segir Heimir. Þetta yrði einn stærsti samruni Íslandssögunnar og þurfa bankarnir að færa sterk rök fyrir honum. „Sýna eftirlitinu fram á það að þótt segja megi að samruni hafi einhver neikvæð áhrif á samkeppni, þá séu líka fólgin í honum tækifæri. Hann hafi líka jákvæð áhrif. Þá fyrir hagsmuni neytenda fyrst og fremst sem hægt er að tryggja að skili sér til þeirra. Það verður bara spennandi að sjá ef þetta gengur eitthvað lengra hvernig menn sjá það fyrir sér gerast,“ segir Heimir.
Arion banki Íslandsbanki Samkeppnismál Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira