„Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 20:15 Snorri Jakobsson segir yfirlýsingu Arion banka hleypa lífi í staðnað kerfi. Stöð 2 Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna fyrr í dag. Hagfræðingur telur það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið heimili samrunann þar sem fordæmi séu fyrir því að eftirlitið heimili ekki bankasamruna. Í tilkynningu Arion banka til Kauphallar kom fram að stjórn bankans hafi áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Stjórnin sjái mikil tækifæri í samruna bankanna fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Aðspurður hvers vegna Arion banki skyldi fara í þessa vegferð segir Snorri Jakobsson hagfræðingur ákvörðunina ekki koma á óvart. „Tvær helstu ástæðurnar fyrir þessu er að það er mikil stærðarhagkvæmni í bankarekstri almennt og það ætti í raun bara að vera einn viðskiptabanki á Íslandi. Sú stærðarhagkvæmni hefur aukist ennþá meira vegna þess að regluverk, sem er frá Evrópusambandinu, er alltaf að verða meira og meira íþyngjandi. Það er líka orðið íþyngjandi fyrir miklu stærri banka í Evrópu,“ segir Snorri Þá séu einnig íslenskar reglugerðir sem hafa áhrif. „Svo er það að það er skattlagning á íslenskt bankakerfi og sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki, þeir eru mjög háir í samanburði við Evrópu og það má svona spyrja sig að því hver er ábati ríkisins að vera með þessa háu skatta, bæði upp á fjármálastöðugleika og svo líka það að hvort að þetta rýri virði bankanna svo mikið sem þeir eru í rauninni stærstu eigendurnir að,“ segir hann. Hleypi lífi í annars staðnað kerfi „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ segir Snorri. „Það liggur fyrir fordæmi frá Samkeppniseftirlitinu þar sem átti að sameina Sparisjóð Svarfdæla sem var eiginlega svona banki á fallandi fæti við Landsbankann og því var hafnað. Svo, að mig minnir, er eitt fordæmi til viðbótar en ég er að tala um miklu minni einingar,“ segir hann. Snorri segir að þrátt fyrir að hann telji það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki samrunann sé ekki hægt að „álasa ungum dreng“ fyrir að reyna. „Það er svona spurning hvort það sé ómaksins vert að reyna og þetta allaveganna hleypir lífi í annars staðnað kerfi og kannski kemur eitthvað út úr þessu sem væri þá til góða, þótt að mér finnist svona mjög ólíklegt að ef við sameinum tvo banka að við sjáum við bara einn stóran. Líklega yrði sameiningin á mjög mörgum skilyrðum þannig að það yrði mörg lítil fyrirtæki sem kæmu út eða því um líkt. Fyrirkomulag fyrirhugaðri sölu hluta ríkisins á Íslandsbanka var tilkynnt í dag. Áhrif þess þurfa að koma í ljós að sögn Snorra. „Þetta gæti líka aukið áhugann á Íslandsbanka en það er líka óþægilegt að vera í samrunaviðræðum á sama tíma og þú ert að reyna selja bankann ef þú ert í stjórn bankans.“ Íslandsbanki Arion banki Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Samkeppnismál Tengdar fréttir Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. 14. febrúar 2025 16:45 Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira
Í tilkynningu Arion banka til Kauphallar kom fram að stjórn bankans hafi áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Stjórnin sjái mikil tækifæri í samruna bankanna fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Aðspurður hvers vegna Arion banki skyldi fara í þessa vegferð segir Snorri Jakobsson hagfræðingur ákvörðunina ekki koma á óvart. „Tvær helstu ástæðurnar fyrir þessu er að það er mikil stærðarhagkvæmni í bankarekstri almennt og það ætti í raun bara að vera einn viðskiptabanki á Íslandi. Sú stærðarhagkvæmni hefur aukist ennþá meira vegna þess að regluverk, sem er frá Evrópusambandinu, er alltaf að verða meira og meira íþyngjandi. Það er líka orðið íþyngjandi fyrir miklu stærri banka í Evrópu,“ segir Snorri Þá séu einnig íslenskar reglugerðir sem hafa áhrif. „Svo er það að það er skattlagning á íslenskt bankakerfi og sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki, þeir eru mjög háir í samanburði við Evrópu og það má svona spyrja sig að því hver er ábati ríkisins að vera með þessa háu skatta, bæði upp á fjármálastöðugleika og svo líka það að hvort að þetta rýri virði bankanna svo mikið sem þeir eru í rauninni stærstu eigendurnir að,“ segir hann. Hleypi lífi í annars staðnað kerfi „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ segir Snorri. „Það liggur fyrir fordæmi frá Samkeppniseftirlitinu þar sem átti að sameina Sparisjóð Svarfdæla sem var eiginlega svona banki á fallandi fæti við Landsbankann og því var hafnað. Svo, að mig minnir, er eitt fordæmi til viðbótar en ég er að tala um miklu minni einingar,“ segir hann. Snorri segir að þrátt fyrir að hann telji það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki samrunann sé ekki hægt að „álasa ungum dreng“ fyrir að reyna. „Það er svona spurning hvort það sé ómaksins vert að reyna og þetta allaveganna hleypir lífi í annars staðnað kerfi og kannski kemur eitthvað út úr þessu sem væri þá til góða, þótt að mér finnist svona mjög ólíklegt að ef við sameinum tvo banka að við sjáum við bara einn stóran. Líklega yrði sameiningin á mjög mörgum skilyrðum þannig að það yrði mörg lítil fyrirtæki sem kæmu út eða því um líkt. Fyrirkomulag fyrirhugaðri sölu hluta ríkisins á Íslandsbanka var tilkynnt í dag. Áhrif þess þurfa að koma í ljós að sögn Snorra. „Þetta gæti líka aukið áhugann á Íslandsbanka en það er líka óþægilegt að vera í samrunaviðræðum á sama tíma og þú ert að reyna selja bankann ef þú ert í stjórn bankans.“
Íslandsbanki Arion banki Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Samkeppnismál Tengdar fréttir Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. 14. febrúar 2025 16:45 Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira
Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. 14. febrúar 2025 16:45